Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 4
BANDARÍKIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Réttindabarátta svartra verður sí- fellt háværari í íþróttalífi Banda- ríkjamanna. Bandaríkjamaðurinn Colin Kaepernick, leikmaður í NFL-deildinni í ameríska fótbolt- anum, vakti mikla athygli þegar hann kraup á kné undir bandaríska þjóðsöngnum, en einhverra hluta vegna er þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla deildarleiki í hinum og þessum íþróttum þar vestra. Eins og fram hefur komið vildi Kaepern- ick með þessu mótmæla lögreglu- ofbeldi og almennri mismunun sem hann og fleira íþróttafólk segir svart fólk sæta í Bandaríkjunum. Eins og reifað var í umfjöllun Orra Páls Ormarssonar í Sunnu- dagsMogganum hinn 9. september varð uppi fótur og fit þegar íþrótta- vöruframleiðandinn Nike ákvað að nota Kaepernick sem andlit auglýs- ingaherferðar sinnar. Málið er há- pólitískt og afar viðkvæmt, en á meðal þeirra sem úthúðuðu Kaep- ernick á opinberum vettvangi var forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Ekki þykir sérlega skyn- samlegt í Bandaríkjunum að stuða þjóðernisvitund landans og þykir mörgum Kaepernick hafa sýnt þjóð- söngnum óvirðingu með uppátæki sínu. Hálf öld frá leikunum í Mexíkó Nú hefur gömul og sigursæl kempa blandað sér í umræðuna. Bandaríkjamaðurinn Tommie Smith, ólympíumeistari í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968, ræddi um baráttu Kaep- ernick í viðtali við BBC. Viðtal sem tekið var vegna þess að í október er hálf öld liðin frá leikunum í Mexíkó. Reynsluheimur Smith er áþekkur því hann varð heimsfrægur fyrir að steyta hnefann, klæddur í svartan hanska, í átt að bandaríska fánanum þegar hann stóð á efsta þrepi verð- launapallsins á ólympíuleikvang- inum 1968. Landi hans, John Carlos, gerði raunar slíkt hið sama á pall- inum en sá fékk bronsverðlaun í hlaupinu. Smith segist hafa vatnað músum þegar hann sá Kaepernick fara nið- ur á hnén undir þjóðsöngnum í mót- mælaskyni. „Ég grét. Hann er ung- ur og gaf frá sér vonir um feril sem skipti hann miklu máli því hann elskar (amerískan) fótbolta, gerir enn og mun ávallt gera, hygg ég,“ sagði Smith meðal annars. Hann áréttar í viðtalinu að sjálfur hafi hann ekki talið sig sýna fán- anum óvirðingu í Mexíkó fyrir fimmtíu árum heldur því sem fáninn stendur fyrir sem sé íbúar í Banda- ríkjunum. Miklar afleiðingar Í báðum tilfellum höfðu aðgerðir þessara tveggja íþróttamanna af- leiðingar í för með sér. Þegar Smith sigraði í Mexíkó 1968 voru svartir uggandi yfir sinni stöðu í Bandaríkj- unum. Ekki bætti úr skák að Martin Luther King hafði verið ráðinn af dögum nokkrum mánuðum fyrir Ólymíuleikana. Þeir Smith og Car- los vildu því mótmæla kynþáttamis- rétti í heimalandinu. Var uppátæki þeirra iðulega kallað „Black Power Salute“ en síðar sagði Smith að frekar ætti að tala um „human rights salute“. Smith og Carlos voru sendir heim af leikunum og ferill Smith rann út í sandinn en hann hafði stefnt að þátttöku á leikunum í München 1972. Auk þess urðu þeir fyrir alls kyns aðkasti og fjöl- skyldum þeirra bárust morðhótanir svo eitthvað sé nefnt. Mótmæli Kaepernick mæltust víða vel fyrir og var hann til að mynda heiðraður af mannréttinda- samtökunum Amnesty Inter- national. Innan NFL-deildarinnar hrifust menn ekki eins. Settar voru reglur um að leikmönnum væri skylt að standa þegar þjóðsöngurinn er sunginn fyrir leikina. Kaepernick var leikmaður San Francisco 49ers en það sem vakið hefur mesta at- hygli er að hann hefur hvergi fengið samning síðan samningurinn við 49ers rann út snemma á síðasta ári. Kaepernick er þrítugur og án fé- lags. Þar af leiðandi gæti ferli hans í deildinni verið lokið. Líklega af þeim sökum valdi Nike að nota slag- orðið: „Believe in something. Even if it means sacrificing everything.“ Sem þýða mætti: „ Trúðu á eitt- hvað. Jafnvel þótt það þýði að þú þurfir að fórna öllu.“ Smith styður Kaepernick  Ólympíumeistarinn með svarta hanskann frá 1968 grét þegar Colin Kaepernick kraup í þjóðsöngnum  Hafa báðir glímt við afleiðingar mótmæla AFP Mótmæli Eli Harold, Colin Kaepernick og Eric Reid, leikmenn San Francisco 49ers, krjúpa á hliðarlínunni fyrir leik gegn Dallas Cowboys á Levi’s-leikvanginum í Santa Clara í Kaliforníu. AFP/Getty Images Mexíkó 1968 Ljósmyndin fræga af Tommie Smith á efsta þrepi. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Síðdegis í dag verður tekið á móti ungri afrekskonu í höfuð- stöðvum ÍSÍ í Laugardal en hún er væntanleg til landsins í dag alla leið frá Argentínu með ól- ympíugull um hálsinn. Það hefur verið magnað að fylgjast með Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur skjótast fram á sjónarsviðið á undanförnum mánuðum. Hún varð Evrópumeistari ung- linga í sumar, og það í aukagrein- inni sinni, 100 metra hlaupi, en mátti láta sér nægja bronsið í aðalgreininni, 200 metra hlaup- inu. Hún sló Íslandsmet fullorð- inna í 200 metra hlaupi í sumar, varð Íslandsmeistari fullorðinna og er langt komin með að hirða öll metin í þessum tveimur grein- um í yngri aldursflokkunum. Já, og hún er líka Norðurlandameist- ari 19 ára og yngri. Svo skákaði hún bestu stúlk- um heims í Argentínu í vikunni og er á heimleið með gullið eftir öruggan sigur í 200 metra hlaupinu. Eitt af skemmtilegri íþrótta- myndböndum ársins er af Guð- björgu og viðbrögðum hennar þegar hún vann Evrópumeist- aratitilinn í sumar. Ekki skemmir fyrir frá sjónarhóli okkar í fjölmiðlastétt að hún er góður viðmælandi og hefur svarað vel fyrir sig, til dæmis í góðum viðtölum við Sindra Sverrisson hér í Mogg- anum og á mbl.is í vikunni. Guðbjörg er aðeins 16 ára gömul og á því framtíðina fyrir sér. Það er nægur tími til að byggja upp væntingarnar en ég efa ekki að haldið verður vel utan um hana hjá ÍR þar sem hún er í góðum höndum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.