Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 HÓPFIMLEIKAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum, er nú að taka þátt í sínu fimmta Evrópu- móti í hópfimleikum, þar af er hún í annað sinn í röð fyrirliði kvennalands- liðsins. Hún hefur alltaf komið heim með verðlaun í farteskinu. Fyrst brons í stúlknaflokki á EM 2010, þá gull í sama flokki tveimur árum síðar og silfurverðlaun í fullorðinsflokki 2014 og 2016. Í dag gerir hún ásamt stöllum sínum í kvennalandsliðinu at- lögu að gullverðlaunum á EM í Portú- gal. Eftir framúrskarandi frammistöðu í undankeppninni á fimmtudaginn þar sem íslenska sveitin hafnaði í öðru sæti bendir allt til að baráttan um gullið verði á milli sænsku og íslensku sveitarinnar. Spekingar hér ytra segja sveitirnar vera hnífjafnar. Andrea Sif var á sama máli þegar hún settist niður með blaðamanni á hóteli landsliðsins að loknum morgunverði í gærmorgun. „Ég held að keppnin snúist um það hvorri sveitinni tekst að lenda betur í stökkum sínum. Það skiptir mjög miklu máli að ná að lenda upprétt en ekki hallast fram eða aftur eða að taka skref til baka þegar komið er niður á gólfið eftir hvert stökk,“ sagði Andrea Sif en alls þarf hvert lið að ljúka 36 stökkum í tveimur greinum, annarri á fíberdýnu og hinni á tram- pólíni. „Eins skiptir máli hvernig staða keppenda er í loftinu. Ef vel tekst upp við hvorttveggja, þá er maður í ágætum málum. Við og Sví- arnir erum hnífjöfn og sennilega mun dagsformið ráða því hvor sveitin fer með sigur af hólmi,“ sagði Andrea Sif. „Við erum bara spenntar að fara inn í daginn því við vitum að við get- um gert betur en á fimmtudags- kvöldið, ekki síst í trampólínstökk- unum. Við eigum inni að vera spenntari og fara hærra, nota tram- pólínið betur en við gerðum. Allar æf- ingarnar snúast um gera þær vel. Því getur oft skipt máli að gera aðeins einfaldari hluti en gera þá þeim mun betur,“ sagði Andrea Sif. Slasaðist fyrir 10 árum Andrea Sif fæddist 1996. Segja má að líf hennar frá fjögurra ára aldri hafi snúist um fimleika. Hún hóf að æfa hjá Stjörnunni fjögurra ára göm- ul og var fyrstu sjö til átta árin í áhaldafimleikum. Andrea Sif varð fyr- ir slysi 2008 þegar hún féll í gólfið við æfingar á tvíslá og meiddist illa en náði góðum bata og ákvað í framhald- inu að snúa sér að hópfimleikum. Hún sýndi strax mikla hæfileika og tók skjótum framförum sem leiddu hana inn í stúlknalandsliðið 2010 sem vann m.a. bronsverðlaun á EM. Þar með varð ekki aftur snúið. Hópfimleikar voru og eru málið hjá þessari ungu og dugmiklu konu. Líf hennar snýst um íþróttina frá morgni til kvölds. Andr- ea Sif þjálfar sjö hópa hjá Stjörnunni og æfir síðan klukkustundum saman á hverjum degi. Líf hennar og áhuga- mál eru eitt. „Mér finnst ágætt að vera í fim- leikasalnum allan daginn,“ sagði Andrea Sif og ljóst er að hér er á ferðinni einstaklega einbeitt og ákveðin íþróttakona og sterk fyr- irmynd. „Segja má að frá árinu 2000 hafi ég haft fimleika í fyrsta sæti. Þótt mér hafi gengið vel í skóla þá setti ég alltaf fimleika framar. Já, svona er ég,“ sagði Andrea Sif. Ofsalega skemmtilegt „Þetta er fyrst og fremst svo ofsa- lega skemmtilegt auk þess sem fé- lagsskapurinn er frábær,“ sagði Andrea Sif, spurð hvað drifi hana áfram ár eftir ár. Stór hluti þessa árs hefur litast af undirbúningi fyrir EM, undirbúningur sem hefur stigmagn- ast síðustu mánuði með sífellt fleiri æfingum eftir því nær hefur dregið mótinu. „Það er eitthvað við það að vera allar saman. Liðsheildin og gleðin er svo mikil í kringum íþróttina og hópinn. Það gefur mikið auk þess sem maður sækist alltaf eftir að gera betur í fimleikunum sjálfum. Í lands- liðinu núna erum við nokkrar sem höfum verið saman í landsliðum frá 2010, þótt við komum frá mismunandi félagsliðum,“ sagði Andrea Sif en í kvennlandsliðinu nú eru 12 konur sem koma frá þremur félagsliðum, Fjölni, Gerplu og Stjörnunni. „Mér finnst kvennalandsliðið aldrei hafa verið eins vel samstillt og núna. Við erum samstiga og einbeittar í að ná árangri. Það er mjög góð tilfinn- ing. Til að mynda hefur enginn árekstur átt sér stað innan liðsins, sem er óvenjulegt,“ sagði Andrea Sif með bros á vör. Alltaf gott að hafa mömmu Móðir Andreu Sifjar, Brynja Ást- ráðsdóttir, hefur staðið þétt á bak við dóttur sín á fimleikavellinum. „Mamma hefur fylgt mér á öll stór- mót frá 2010, jafnt Evrópumót sem Norðurlandamót og hún er að sjálf- sögðu með mér hér í Portúgal ásamt fjölmennum hópi foreldra og aðstand- enda keppenda. Það er alltaf gott að hafa mömmu með.“ Andrea Sif segist síður en svo vera farin að hugsa um að draga saman seglin. „Ég á eftir að taka þátt í fleiri mótum. Eftir tvö ár fer EM fram í Kaupmannahöfn. Ég er strax farin í huganum að búa mig undir það og vonandi næ ég öðru móti á heimavelli áður en yfir lýkur,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalands- liðsins í hópfimleikum. Ágætt að vera í fimleika- salnum allan daginn Morgunblaðið/Ívar Benediktsson Fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, fyrir utan hótel liðsins í Lissa- bon í gær. Á bak við hana sést í listaverk eftir Erró sem þekur stóran vegg fyrir utan hótelið.  Líf fyrirliða landsliðsins hefur snúist um fimleika frá fjögurra ára aldri Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í rússnesku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Rostov fór þá til Moskvu og beið þar lægri hlut, 2:1, fyrir Lokomotiv. Sverrir jafnaði metin fyrir Rostov eftir hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik, tveimur mínútum eftir að heimaliðið hafði náð forystunni. Sverrir hefur þar með skorað fjögur mörk í deildinni en hann gerði þrjú mörk í 28 leikjum á síðasta tímabili. Ragnar Sigurðsson lék að vanda við hlið Sverris í vörn Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson lék í rúman klukkutíma í framlínunni. Viðar Örn Kjartansson kom ekki við sögu. Rostov missti af tækifæri til að komast í annað sætið en seig með ósigrinum niður í það fimmta. CSKA komst hinsvegar uppfyrir Rostov og í þriðja sæti með 2:0 útisigri gegn Anzhi. Hörður Björgvin Magnússon kom á ný inn í lið CSKA eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla og Arnór Sigurðsson spilaði síðustu 25 mínúturnar. vs@mbl.is Sverrir skoraði í Moskvu Sverrir Ingi Ingason Skautafélag Akureyrar beið lægri hlut fyrir hinu öfluga lettneska meistaraliði Kurbads Riga, 9:2, í fyrsta leik sínum í annarri umferð Evrópubikars karla í íshokkíi en keppni í C-riðli hófst í Riga í gær. Lettarnir, sem hafa unnið meistaratitilinn í heimalandinu undanfarin tvö ár, voru 3:0 yfir eftir fyrsta leikhluta og voru komnir í 7:0 um miðjan annan hluta, eftir að hafa skorað fjögur mörk á erfiðum þriggja mínútna kafla fyrir Akureyrarliðið. Eftir það náði SA að koma sér betur inn í leikinn, Jussi Sipponen minnkaði muninn í 7:1 undir lok annars hluta. Lettarnir komust í 9:1 í þeim síðasta áður en Markus Laine skoraði síðasta mark leiksins fyrir SA þegar enn voru tíu mínútur til leiksloka. Úkraínsku meistararnir Donbass sigruðu spænsku meistarana Txuri Urdin San Sebastian, 6:2, í fyrri leik dagsins. SA mætir Donbass í dag og Txuri í lokaumferðinni á morgun. vs@mbl.is Sjö marka tap í fyrsta leik Jussi Sipponen  Talsverðar líkur eru á að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu leiki sinn fyrsta leik með Car- diff í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag. Aron hefur náð sér af meiðslum og knattspyrnustjórinn Neil Warnock sagði í gær að hann yrði lík- lega með þegar Cardiff tekur á móti Fulham í nýliðaslag.  Stórleikur dagsins í enska fótbolt- anum fer fram á Stamford Bridge í London klukkan 11.30 þegar Chelsea fær Manchester United í heimsókn en fyrrverandi stjóri Chelsea, José Mour- inho, mætir þar á fornar slóðir með liði United sem er sjö stigum á eftir efstu liðum.  Liverpool sækir Huddersfield heim í síðdegisleik deildarinnar kl. 16.30 en óvissa er með marga leikmenn Liver- pool vegna meiðsla. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Afturelding.......... L16 KA-heimilið: KA – ÍR............................. L17 Kaplakriki: FH – Selfoss .................. L19.30 Höllin Ak.: Akureyri – ÍBV.................... S16 Framhús: Fram – Grótta ....................... S17 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – ÍBV ........................... S15 Digranes: HK – KA/Þór ......................... S16 1. deild karla, Grill 66 deildin: Vestm.eyjar: ÍBV U – Haukar U ..... L13.30 Origo-höllin: Valur U – Víkingur ..... L18.30 Digranes: HK – Þróttur ......................... S18 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Origo-höllin: Valur U – Stjarnan U ...... L14 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Schenker-höllin: Haukar – Keflavík S19.15 Origo-höllin: Valur – Breiðablik ....... S19.15 Borgarnes: Skallagr. – Stjarnan ...... S19.15 DHL-höllin: KR – Snæfell ................ S19.15 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Njarðvík ......... L16.30 Dalhús: Fjölnir – Þór Ak................... L16.30 1. deild karla: Höfn: Sindri – Þór Ak ............................ L14 UM HELGINA! Rússland Lokomotiv Moskva – Rostov .................. 2:1  Sverrir Ingi Ingason skoraði mark Ro- stov en hann og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn, Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 62 mínúturnar en Viðar Örn Kjartansson sat á bekknum allan tímann. Anzhi – CSKA Moskva ............................ 0:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson kom inná á 68. mínútu.  Efstu lið: Zenit Pétursborg 25, Krasnod- ar 19, CSKA 19, Lokomotiv 18, Rostov 18, Spartak Moskva 18, Rubin Kazan 17. Þýskaland Eintracht Frankfurt – Düsseldorf ......... 7:1 B-deild: Sandhausen – Ingolstadt ........................ 4:0  Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Sandhausen. Ítalía B-deild: Spezia – Pescara...................................... 1:3  Sveinn Aron Guðjohnsen kom inná hjá Spezia á 84. mínútu. Pólland Jagiellonia – Pogon Szczecin................. 2:1  Böðvar Böðvarsson sat á bekknum hjá Jagiellonia allan tímann. B-deild: Garbarnia Kraków – Nieciecza ............. 1:3  Árni Vilhjálmsson sat á bekknum hjá Nieciecza allan tímann. England B-deild: Sheffield Wed. – Middlesbrough ............ 1:2 Spánn Celta Vigo – Alavés .................................. 0:1 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.