Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 1

Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 1
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Stjarnan er með fullt hús stiga á toppnum eins og Tindastóll og Njarðvík eftir tíu stiga sigur á nýliðum Skallagríms. Skipti um gír í hálfleik. ÍR vann sömuleiðis tíu stiga sigur á nýliðum Breiðabliks. 2 Íþróttir mbl.is Í LISSABON Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við bættum okkur mikið frá undan- úrslitunum, sem er í sjálfu sér frá- bært. Það var ljóst að Svíar og Danir væru einnig með hörkulið. Niður- staðan er þriðja sætið og við erum ógeðslega ánægðar með það,“ sagði Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld eftir að sveitin hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfim- leikum í Portúgal. Íslenska sveitin fékk samtals 52.550 stig. Svíar fóru hreinlega á kostum í keppninni og fengu samtals 55.000 stig og Danir 53.075 stig. Finnar voru í fjórða sæti, nokkuð á eftir íslenska liðinu. Norðmenn höfnuðu í fimmta sæti og Bretar voru sjöttu. Danirnir fengi 1.100 stigum meira en íslenska liðið fyrir dansinn og það munaði um minna þegar upp var staðið. Íslenska stúlknasveitin fékk 800 stigum meira í undankeppninni á miðviku- dag. „Gólfæfingar vega svo þungt og þar vantaði okkur aðeins upp á. Handstaðan var ekki nógu góð, það dró okkur aðeins niður. Fiberdýnu- stökkin okkar voru sjúklega góð en það vantaði eitthvað lítið í viðbót í trampolínstökkunum. En við erum í sjöunda himni með árangurinn og ánægðar eftir að hafa lagt hart að okkur. Við komumst á pallinn,“ sagði Hekla Björt enn fremur og brosti breitt. Framfarir nægðu ekki „Eins og ég hafði lofað eftir undankeppnina náði liðið að toppa í úrslitunum og stúlkurnar skiluðu sínu en það dugði ekki til sigurs. Í raun eru það vonbrigði að eins góð frammistaða og þetta var hafi bara, innan gæsalappa, dugað í þriðja sæti,“ sagði Jónas Valgeirsson, einn þjálfara stúlknalandsliðsins, í sam- tali við Morgunblaðið. „Stúlkurnar eiga eftir að hugsa til baka eftir nokkra mánuði eða jafnvel ár og komast að því að þátttakan var mjög góð reynsla. Þetta er fyrsta stóra skrefið hjá þeim inn í flottan fimleikaferil.“ Vantaði nokkuð upp á „Ég myndi ekki lýsa niðurstöðinni sem vonbrigðum því krakkarnir stóðu sig frábærlega allan tímann,“ sagði Ragnar Magnús Þorsteinsson, einn þjálfara blönduðu unglinga- sveitar Íslands í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið eftir að sveitin hafnaði í fjórða sæti í úrslit- um Evrópumótsins í gær. Sveitin fékk samtals 47.000 stig. Danir urðu Evrópumeistarar með 52.800 stig. Þeir skutu Svíum ref fyrir rass í lokaumferðinni. Svíar hlutu 52.100 stig og Norðmenn voru í þriðja sæti með 47.750 stig. Skemmst er frá að segja að ís- lenski hópurinn náði sér ekki á strik í dansi og í trampólínstökkum. Hann var undir árangri sínum í undan- keppninni í báðum greinum. Stökkin á dýnunni tókust afar vel en nægðu því miður ekki til þriðja sætis eins og á síðasta Evrópumóti. Ragnar þjálfari bar sig manna- lega þegar Morgunblaðið rabbaði við hann og sagði að tvö eða þrjú stökk hefðu verið misheppnuð í keppninni. Annars hefði niðurstaðan verið frábær. Þegar hann var spurð- ur út í ummæli eins keppanda liðs- ins, Sólveigar Rutar Þórarinsdóttur, í samtali við mbl.is að niðurstaðan væri svekkjandi viðurkenndi Ragn- ar að eitthvað væri til í því. „Krakk- arnir stefna að sjálfsögðu hátt. Auð- vitað vilja þau ná toppárangri en þegar hann næst ekki þá verður maður að sætta sig við orðinn hlut. Það lögðu allir sig hundrað prósent fram í keppninni,“ sagði Ragnar Magnús Þorsteinsson, þjálfari blandaða unglingalandsliðsins í hóp- fimleikum. Ljósmynd/Steinunn Anna Svansdóttir Bronsverðlaunahafaar F.v. Hekla Björt Birkisdóttir, Birta Ósk Þórðardóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Halla Sóley Jóhannsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Hildur Heiðmundsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Bryndís Guðnadóttir, Helga María Hjaltadóttir og Adela Björt Birkisdóttir. Voru sáttar við bronsið  Stúlknalandsliðið kemur heim með verðlaun  Munurinn á silfri og bronsi lá í gólfæfingunum  Blandaða unglingasveitin náði aldrei að sýna sitt allra besta Ljósmynd/Kristinn Arason Blandaður Stefán Ísak Stefánsson, Kristín Stefánsdóttir, Sólveig Rut Þórarins- dóttir, Júlían Máni Rakelarson og Örn Frosti Katrínarson í keppninni í gær. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Pálmarsson bætti í gær öðrum gullpeningi frá heimsmeistaramóti félagsliða í stórt verðlaunasafn sitt þegar Barcelona sigraði Füchse Berlín, með Bjarka Má Elísson inn- anborðs, í úrslitaleik mótsins í Doha í Katar, 29:24. Barcelona vann þar með mótið annað árið í röð og í fjórða sinn á sex árum en Aron var ekki kominn til félagsins þegar keppnin fór fram í ágúst árið 2017. Þá mættust sömu lið í úrslitaleik og Barcelona vann 29:25. Aron, sem fagnaði sigri í þessari keppni með Kiel árið 2011, skoraði tvö mörk úr fimm skotum fyrir Barcelona í leiknum í gær en Bjarki Már, sem missti af keppninni í fyrra vegna meiðsla, var markahæstur í þýska liðinu með fimm mörk úr fimm skotum. Þetta var fjórði úrslitaleikur Füchse í röð í keppninni en liðið vann hana árin 2015 og 2016 undir stjórn Erlings Richardssonar og með Bjarka Má innanborðs. Þrír stórir á árinu Aron er þar með búinn að vinna þrjá stóra titla með Barcelona á þessu ári, en liðið er spænskur meistari og bikarmeistari 2018, auk þess að vinna meistarabikar Spánar og deildabikarinn þar í landi. Áður hefur Aron unnið fjóra titla innan- lands með Vezsprém í Ungverja- landi, þýska meistaratitilinn fimm sinnum og bikarinn tvisvar með Kiel, ásamt því að verða tvisvar Evr- ópumeistari með þýska liðinu. Ólafur fagnaði fyrstur Heimsmeistaramót félagsliða hef- ur farið fram árlega frá 2010 og var haldið þrívegis þar á undan. Það hefur alltaf verið haldið í Doha nema í tvö af fyrstu þremur skipt- unum. Ólafur Stefánsson vann keppnina fyrstur Íslendinga með spænska liðinu Ciudad Real árið 2007, þá í Kaíró í Egyptalandi. Aron fagnaði sigri árið 2011, ásamt Al- freð Gíslasyni þjálfara, en þá lagði Kiel lið Ciudad Real að velli í úrslita- leiknum. Ári síðar tapaði Kiel fyrir Atlético Madrid í úrslitaleik. Annað HM-gull í safn Arons Ljósmynd/Uros Hocevar Sigursæll Aron Pálmarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.