Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 5
Rosengård
ðar í fótbolta
og missti í leið-
m varð Piteå
nn fyrir Roseng-
tókst að jafna.
mínútunum og
léku allan leik-
u Gunnarsdóttur
ðbjörg spilaði
nað LB.
ðsins og Elísabet
m
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina
mark Everton sem tapaði 2:1 fyrir
Manchester United á Old Trafford í
10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
í knattspyrnu í gær en Gylfi spilaði
allan leikinn í liði Everton. Paul
Pogba kom United yfir á 27. Mínútu
með marki úr vítaspyrnu sem Ant-
hony Martial fiskaði. Martial var svo
á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks
þegar hann kom United 2:0-yfir og
heimamenn í vænlegri stöðu. Gylfi
Þór Sigurðsson sendi liðsfélaga sinn
Richarlison í gegn á 76. mínútu en
Chris Smalling, varnarmaður United,
braut á Richarlison innan teigs og
vítaspyrna dæmd. Gylfi steig á
punktinn og skoraði af miklu öruggi
en lengra komust leikmenn Everton
ekki. Manchester United er í áttunda
sæti deildarinnar með 17 stig en
Everton í níunda sætinu með 15 stig.
Liverpool á toppinn
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson var í byrjunarliði Car-
diff sem tapaði illa fyrir Liverpool á
Anfield á laugardaginn en leiknum
lauk með 4:1-sigri Liverpool. Moha-
med Salah kom Liverpool yfir strax
á 10. mínútu og Sadio Mané tvöfald-
aði forystu Liverpool á 66. Mínútu.
Callum Paterson klóraði í bakkann
fyrir Cardiff, ellefu mínútum síðar,
en þeir Xherdan Shaqiri og Mané
gerðu út um leikinn á lokamínút-
unum og sigur Liverpool aldrei í
hættu. Aron Einar fór af velli á 73.
mínútu í stöðunni 2:0 en Liverpool er
á toppi deildarinnar með 26 stig eftir
fyrstu tíu leiki sína og hefur þriggja
stiga forskot á Manchester City sem
sækir Tottenham heim í kvöld. Car-
diff er í sautjánda sæti deildarinnar
með 5 stig, jafn mörg stig og Ful-
ham, sem er í átjánda sætinu og fall-
sæti.
Burnley steinlá
Jóhann Berg Guðmundsson var í
byrjunarliði Burnley sem tók á móti
Chelsea á Turf Moor en leiknum
lauk með þægilegum 4:0-sigri
Chelsea. Burnley byrjaði leikinn
ágætlega en eftir að Álvaro Morata
skoraði fyrsta mark leiksins tók
Chelsea öll völd og vellinum. Ross
Barkley, Willian og Ruben Loftus-
Cheek bætti við þremur mörkum til
viðbótar fyrir Chelsea í seinni hálf-
leik. Jóhann Berg Guðmundsson lék
allan leikinn í liði Burnley en fékk úr
litlu að moða. Burnley er í fimm-
tánda sæti deildarinnar með 8 stig
en Chelsea er í öðru sætinu með 24
stig eftir 10 leiki.
Palace stöðvaði Arsenal
Crystal Palace stöðvaði sig-
urgöngu Arsenal þegar liðið mættust
á Selhurst Park en Luka Milivojevic
kom Palace yfir með marki úr víta-
spyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Granit Xhaka jafnaði metin með lag-
legu aukaspyrnu í upphafi síðari
hálfleiks og Pierre-Emerick Auba-
meyang kom Arsenal yfir, fjórum
mínútum síðar. Milivojevic tryggði
Palace stig með marki úr vítaspyrnu
á 83. mínútu og lokatölur því 2:2.
Crystal Palace er í fjórtánda sæti
deildarinnar með 8 stig en Arsenal
er í fjórða sætinu með 22 stig.
Mark Gylfa dugði ekki til
AFP
Mark Gylfi Þór Sigurðsson minnkar muninn fyrir Everton á Old Trafford með marki úr vítaspyrnu.
Íslendingarnir byrjuðu allir í misstórum töpum Þrjú lið áfram ósigruð í úrvals-
deildinni Newcastle og Huddersfield án sigurs City getur skotist á toppinn
Landsliðskonurnar í knattspyrnu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og
Fanndís Friðriksdóttir léku báðar sinn fyrsta leik fyrir Adelaide
United í efstu deild ástralska fótboltans í fyrrinótt.
Liðið heimsótti þá Melbourne Victory og varð niðurstaðan
markalaust jafntefli.
Melbourne var sterkari aðilinn í leiknum og fékk ófá færin til
að skora fyrsta markið, en það tókst ekki. Fanndís fékk eitt
besta færi Adelaide er hún komst í afar góða stöðu í vítateig
heimamanna en hún skaut boltanum í varnarmann og rétt yfir
markið.
Gunnhildur lék allan leikinn á miðjunni og Fanndís fyrstu 79
mínúturnar á vinstri kantinum. Þær eru báðar á lánssamningi
hjá Adelaide. Fanndís er samningsbundin Val og Gunnhildur samningsbundin Ut-
ah Royals í Bandaríkjunum. Þær tóku tilboði Adelaide United um að leika með lið-
inu næstu mánuði til þess að brúa ákveðið bil meðan ekki er leikið í Bandaríkj-
unum og á Íslandi. johanningi@mbl.is
Fyrsti leikurinn í Ástralíu
Fanndís
Friðriksdóttir
Haukur Heiðar Hauksson þarf
væntanlega að finna sér nýtt fé-
lag eftir tímabilið. Bakvörð-
urinn hefur lítið spilað með AIK
á leiktíðinni en hann hefur verið
í herbúðum sænska félagsins
síðan 2015.
Haukur hefur aðeins byrjað
tvo deildarleiki fyrir AIK á
tímabilinu. „Við erum sennilega
með bestu vörnina í deildinni og
við fáum lítið af mörkum á okk-
ur. Það er erfitt fyrir mig að kvarta yfir spiltíma
mínum. Ég er ánægður að hjálpa liðinu að berjast á
toppi deildarinnar,“ sagði Haukur við Fotbollsk-
analen í Svíþjóð. johanningi@mbl.is
Er úti í kuldanum
Haukur Heiðar
Hauksson
Íslandsmeistarar SA Víkinga unnu
sannfærandi 6:1-útisigur á SR í
Hertz-deild karla í íshokkíi á lauga-
dag. SA vann einmitt leik liðanna í 1.
umferðinni með sömu markatölu og er
liðið á toppnum með sex stig.
Hafþór Andri Sigrúnarson kom SA
yfir á fjórðu mínútu en Robbie Sig-
urðsson jafnaði sex mínútum síðar.
Ingvar Jónsson og Thomas Stuart-
Dant sáu hins vegar til þess að SA
væri með 3:1-forskot eftir fyrsta leik-
hluta.
SA hélt áfram að bæta í forskotið í
öðrum leikhluta og Jussi Sipponen og
Andri Már Mikaelsson skoruðu sitt
markið hvor í leikhlutanum og var
staðan 5:1 fyrir þriðja og síðasta leik-
hlutann. Jóhann Már Leifsson skoraði
eina mark þriðja leikhlutans og
tryggði SA annan sannfærandi sigur á
Reykvíkingum.
sport@mbl.is
Annar öruggur sigur SA-inga
Morgunblaðið/Eggert
Á sigurbraut Leikmenn SA Víkinga í stórsókn í leik sínum bláklædda SR-inga.
Morgunblaðið/Eggert
amerískum fótbolta og unnu 50:0.
England
Manch. United – Everton................. 2:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton og skoraði eina mark liðs-
ins úr vítaspyrnu á 77. mínútu.
Burnley – Chelsea ............................ 0:4
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley.
Liverpool – Cardiff .......................... 4:1
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu
73. mínúturnar með Cardiff.
Brighton – Wolves ............................ 1:0
Fulham – Bournemouth.................... 0:3
Southampton – Newcastle ................ 0:0
Watford – Huddersfield.................... 3:0
Leicester – West Ham...................... 1:1
Crystal Palace – Arsenal .................. 2:2
Staðan efstu liða:
Liverpool 10 8 2 0 20:4 26
Chelsea 10 7 3 0 24:7 24
Manch.City 9 7 2 0 26:3 23
Arsenal 10 7 1 2 24:13 22
Tottenham 9 7 0 2 16:7 21
Bournemouth 10 6 2 2 19:12 20
Watford 10 6 1 3 16:12 19
Manch.Utd 10 5 2 3 17:17 17
Everton 10 4 3 3 16:14 15
Wolves 10 4 3 3 9:9 15
Brighton 10 4 2 4 11:13 14
Leicester 10 4 1 5 16:16 13
West Ham 10 2 2 6 9:15 8
Cr. Palace 10 2 2 6 7:13 8
Burnley 10 2 2 6 10:21 8
Southampton 10 1 4 5 6:14 7
Cardiff 10 1 2 7 9:23 5
B-deild:
Swansea – Reading .......................... 2:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 64. mínútu hjá Reading.
Þýskaland
Hannover – Augsburg...................... 1:2
Alfreð Finnbogason lék fyrstu 75.
mínúturnar með Augsburg og skoraði
annað mark liðsins.
Werder Bremen – Leverkusen ........ 2:6
Aron Jóhannsson var ekki í leik-
mannahóp Werder Bremen.
B-deild:
Paderborn – Sandhausen................. 3:3
Rúrik Gíslason lék allan leikinn með
Saundhausen og lagði upp annað mark
liðsins.
A-deild kvenna:
Wolfsburg – Leverkusen.................. 7:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu
90. mínúturnar með Wolfsburg og skor-
aði eitt mark.
Spánn
Barcelona – Real Madrid.................. 5:1
Atlético Madrid – Real Sociedad...... 2:0
Ítalía
SPAL – Frosinone ............................ 0:3
Emil Hallfreðsson var ekki í leik-
mannahóp Frosinone vegna meiðsla.
B-deild:
Padova – Spezia ............................... 0:0
Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan
tímann á varamannabekk Spezia.
A-deild kvenna:
Florentia – Roma ............................. 1:2
Kristrún Rut Antonsdóttir sat allan
tímann á varamannabekk Roma.
Frakkland
Mónakó – Dijon ................................ 2:2
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leik-
inn í marki Dijon.
Rússland
Rostov – Anzhi ................................. 1:0
Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sig-
urðsson léku allan leikinn með Rostov,
Björn Bergmann Sigurðarson lék
fyrstu 70. mínúturnar með Rostov og
skoraði, Viðar Örn Kjartansson kom
inn á sem varamaður á 86. mínútu hjá
Rostov.
CSKA Moskva – Krasnodar ............. 1:2
Hörður Björgvin Magnússon og Arn-
ór Sigurðsson léku allan leikinn með
CSKA Moskvu.
Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann
á varamannabekk Krasnodar.
Holland
AZ Alkmaar – Heerenveen.............. 2:3
Albert Guðmundsson lék allan leik-
inn með AZAlkmaar og skoraði annað
mark liðsins.
De Graafschap – Excelsior .............. 4:1
Elías Már Ómarsson lék fyrstu 82.
mínúturnar með Excelsior og skoraði,
Mikael Anderson var ekki í leikmanna-
hóp Excelsior.
Willem II – Utrecht .......................... 0:1
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður hjá Willhem II á 82.
mínútu.
Belgía
Lokeren – Oostende ......................... 0:0
Ari Freyr Skúlason var ekki í leik-
mannahóp Lokeren.
Sviss
Grasshoppers – Basel....................... 1:3
Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki
með Grasshoppers vegna meiðsla.
St. Gallen – Zürich........................... 3:2
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í
leikmannahóp Zürich.
KNATTSPYRNA