Alþýðublaðið - 22.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1919, Blaðsíða 2
2 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Hvíldardagnrinn og Stein- olíufélagið. Yíst mætti ekki fara fram á það við hið háa Steinolíu- félag hér, að það virti svo mikils helgidagalöggjöf ríkisins, að það væri ekki að þeytast með olíu- tunnurnar sínar á bifreiðum suð- ur á Mela um há-messutímann. Þetta gerir það svo oft sem það fær tækifæri til. Ef það liði mjög mikinn fjárhagslegan halla við þetta, hefði það kann ske kjark í sér að tylla olíunni sinni upp í 80 til 90 aura líternum, svo það næði mjólkurverði Mjólkurfélagsins. J. H. Fyrirspurn. Á föstudaginn kl. 5 voru 9 bílar í röð' fyrir framan Hótel ísland, en enginn lögreglu- þjónn var nálægur. Er það sam- kvæmt lögreglusamþykt bæjarins að svo margir bílar dvelji þarna? Borgari. Svar: Nei, siður en svo. En lög- reglan virðist orðin því svo vön að sjá sem fæzt af því, sem aflaga fer, að engin furða er þó þessar reglur séu daglega virtar að vett- ugi. Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Samkvæmt þessari djöfullegu stefnuskrá gat hans velæraverðugi barist gegn drykkjuskapnum án þess að minnast á tekjur þær, sem félagið hafði af veitingastöð- unum. Hann gat líka þagað um stjórnmálamenn þá er þar höfðust við og launaðir voru af félaginu til þess að greiða atkvæði móti banninu. Og ekki þurfti hann að minnast á tekjurnar sem félagið hafði af vínsölunni. Það leit ekki út fyrir að orðið „ofdrykkja" þektitt í „guðfræði" félagsins. í stuttu máli, eftir kenningum þeirra að dæma gátu menn hlýtt á ræðuna án þess nokkrum dytti í hug að þeir hefðu líkama, því sfður að presturinn hefði hann. Lfkama, sem var endurnærður af íæðu, sem soltnir og þyrstir þrælar unnu fyrir. Fórnardýr þessa fyrirkomulags voru flestir bældir og kúgaðir og Frá póstmeistara. Á aðfangadag jóla verða póstbréfakassarnir tæmdir í síðasta sinn kl. 10 árd. Þau bréf sem sett eru í póstbréfakassana eða afhent á póststofnna eftir þann tíma, verða ekki borin út um bæinn fyrr en á jóladag. Til þess að greiða fyrir bréfaburði um jólin, eru menn beðnir að setja jólabréf sín á póst eigi síðar en á Þorláksmessudag og skrifa á þau á efra hornið vinstra megin, »aðfangadagur«. Pau verða þá borin út .á aðfangadaginn síðdegis. Síærsía úrval íií vfólanna. Begnkápur Rykfrakkar Vetrarkápur Vetrarfrakkar Alfatnaðir Milliskyrtur Mánchetskyrtur Nærföt Vandaðar vö Slaufur —• Slifsi Hálslín Sokkar Peysur Morgunkjólar Svuntur, hv. og misl. Sjöl og klútar Göngustaflr, Regnhlífar o. fl. og ódýrar. Fyrir JTólin. er bczt aö verzla í &aía6úðinni. Innkaup til jólanna gera menn bezt í verzlun Helga Zoéga & Co, Aðalstræti 10. Miklar birgðir af nýlendu- og niðursuðuvörum o. fl. Gott verð. Ýmsar vðrur nýkomnar, svo sem: Hvítkál, Rauðkál, Gulrætur, Rödbeder, Selleri, Gaffalbitar, beinlaus síld o. m. fl. Sími 239. Sími 239.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.