Alþýðublaðið - 22.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið O-efiö át af Ælpý&nfloliMxx-vLm. 1919 Mánudaginn 22. desember 47. tölubl. b. Jólaljós. Jólin nálgast og hugir manna fyllast jólahugðum. Eitt af helztu j ráðunum til þess, að lyfta hugum manna upp frá daglegu striti og ^hyggjum, er það, að gera alt um- hverfi manna sem bjartast, með kertum og öðrum Jjóstækjum. í langan tímai hefir bær þessi hvílt, í hálfmyrkri, upphaflega vegna =gasskorts, en nú upp á síðkastið vegna sparnaðar. Aðeins" örfá Ijós- ker hafa varið notuð, en hin eru nú mörg í ólagi. Nú vil eg gerast svo djarfur, að beina því til bæj- arstjórnar eða þeirra, sem hlut eiga að máli, hvort ekki mundi tiltækilegt og vel við eigandi, að gert væri við svo mörg Ijósker, sem unt er nú fyrir jólin, og síð- an kveikt á þeim, svo ekki þurfi að fara hrollur um menn, þegar þeir á jólunum koma út úr vel lýstum húsum og uppljómuðum kirkjum. Óneitanlega yrði bjartara í hugum margra, ef augað sæi sem fæst koldimm skúmaskot og vera mætti að jólin hefðu þá meira bætandi áhrif á menn, ef foirtan ljómaði víðar í kringum þá, «n hversdagslega. Kostnaðurinn, sem leiddi af þess- ari Ijósaviðbót, um skamma stund, gæti aldrei orðið mikill, og eng- inn bæjarbúa mundi sjá.eftir því, þó þetta væri gert. Enginp mundi tóðja þeim mönnum bölbæna, sem kæmu þessu í framkvæmd, heldur öiiklu fremur hugsa hlýlega tii Þeirra. En nú hrýtur mörgum ó- þarfaorð af vörum, er þeir verða svo að segja að þreyfa sig áfram «m götur höfuðstaðarins. I. Skemtnnin til ágóða fyrir leik- SiUsbyggingarsjóöinn verður að lík- ioduni endurtekin milli jóla og oýárs. með þessu heimsfræga merki, úr mahoani með skáp undir, 0 .,..,.„ ,. » , Sin Herres Stemmf fyrirhggjandi. Seljast með verk- smiðjuverði, — ef til vill með mánaðarlegri afborgun. Gramm- ófónplötixr í miklu úrvali frá söníú verksmiðju. Nálar, Plötuburstar og Albúm. Hljóðfærahús Reykjavíkur. ^íinslseyti. Khöfn W. des. Ensk pólitík. Lloyd George hefir skýrt frá stefnu sinni í utanríkispólitíkinni. Eranski samningurinh skal teljast gildur. England á ekki að skifta sér af innri málum Rússlands. Aðstoð Bandaríkjanna er nauð- synleg til þess að geta hjálpað Austurríki. Nauðsyn að semja þegar frið við Tyrki, þó Ameríku- menn séu eigi með í því. Það verður að neyða Tyrki til þess að láta af hendi Konstantinopel. French sýnt banatilræði. French lávarði [landstjóra Eng- lendinga í írlandi] var sýnt bana- tilræði í Bublin. Frá Pjóðverjnm. Frá Berlín er símað að stjórnin hafi fengið umboð til þess að banna allan útflutning. í Bayern er óánægja með frumr varpið um að gera Þýzkaland að einu ríki. Morgnnblaðið á að sögn að minka ofan í ísafoldarstærð frá nýári. Signrd Braa verður að forfalla- lausu leikinn annan dag jóla. Um daginn 09 leijion. Lá við skömm .,.! í gær voru margar flutningabifreiðar á flegi- ferð um Aðalstræti og Suðurgötu, að flytja steinolíu úr skipinu Rollo, sem liggur við hafnarbakkann. Þótti ýmsum sem hraðinn mundi helst ti) mikill á bifreiðunum og ekki vera ekið svo varlega sem skyldi, enda lá við að slys hlytist af akstrinum, því bifreið, sem kom eftir Aðalstræti rakst á aðra, sem kom úr Suðurgötu og beiglaðist sú lítið eitt, ón bifreiðarstjórarnir kendu hvor öðrum um. Einar Arnórsson hefir nú sótt aftur um prófessorsembættið ílög- um, og hefir fengið hina próíess- orana til þess að mæla með sér. Hverfur þá nafn hans að líkindum aftur af Morgunblaðinu, en hann verður ritstjóri þess á laun eftir sem áður, og berst framvegis á móti alþýðunni, fyrir borgun. Óþrifnaðnr. Út úr portinu hjá Uppsölum hefir undanfarna daga runnið skólp eða vatn og gerir það fremur óþrifalegt úti fyrir dyrum kaffihússins, auk þess sem þarna myndast svellbunki, sem er veg- farendum til trafala. Ekki væri úr vegi að hlutaðeigendur sæju um, að þetta væri lagfært fyrir jólin. L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.