Alþýðublaðið - 22.12.1919, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1919, Síða 1
Alþýðublaðið O-efi.0 ait at Alþýð uflokknum. 1919 Jólaljós. Jólin nálgast, og hugir manna íyllast jólahugðum. Eitt af helztu ráðunum til þess, að lyfta hugum manna upp frá daglegu striti og áhyggjum, er það, að gera alt um- hverfi manna sem bjartast, með kertum og öðrum Ijóstækjum. í langan tímai hefir bær þessi hvíll í hálfmyrkri, upphaflega vegna gasskorts, en nú upp á síðkastið vegna sparnaðar. Aðeins® örfá ljós- ker hafa varið notuð, en hin eru nú mörg í ólagi. Nú vil eg gerast svo djarfur, að beina því til bæj- arstjórnar eða þeirra, sem hlut eiga að máli, hvort ekki mundi tiltækilegt og vel við eigandi, að gert væri við svo mörg ijósker, sem unt er nú fyrir jólin, og síð- an kveikt á þeim, svo ekki þurfl að fara hrollur um menn, þegar þeir á jólunum koma út úr vel lýstum húsum og uppljómuðum kirkjum. Óneitanlega yrði bjartara 1 hugum margra, ef augað sæi sem fæst koldimm skúmaskot og vera mætti að jólin hefðu þá meira bætandi áhrif á menn, ef birtan ljómaði víðar í kringum þá, en hversdagslega. Kostnaðurinn, sem leiddi af þess- ari Ijósaviðbót, um skamma stund, gæti aldrei orðið mikill, og eng- inn bæjarbúa mundi sjá eftir því, t>ó þetta væri gert. Enginn mundi biðja þeim mönnum bölbæna, sem kæmu þessu í framkvæmd, heldur tniklu fremur hugsa hlýlega til Þeirra. En nú hrýtur mörgum ó- þarfaorð af vörum, er þeir verða svo að segja að þreyfa sig áfram um götur höfuðstaðarins. I. Skemtunin til ágóða fyrir leik- núsbyggingarsjóðinn verður að lík- indum endurtekin milli jóla og Mýárs. Mánudaginn 22. desember 47. tölubl. b. með þessu heimsfræga merki, úr mahogni með skáp fyrirliggjandi. Seljast með smiðjuverði, — ef til vill með mánaoanegri amorgun. wramm« ötixv í miklu úrvali frá sömu verksmiðju. Nálar, Plötuburstar og Albúm ^ímsfeeyti. Khöfn. 20. des. Ensk pólitík. Lloyd George hefir skýrt frá stefnu sinni í utanríkispólitíkinni. Eranski samningurinn skal teljast gildur. Eugland á ekki að skifta sér af innri málum Eússlands. Aðstoð Bandaríkjanna er nauð- synleg til þess að geta hjálpað Austurríki. Nauðsyn að semja þegar frið við Tyrki, þó Ameríku- menn séu eigi með í því. Það verður að neyða Tyrki til þess að láta af hendi Konstantinopel. French sýnt banatilræði. French lávarði [landstjóra Eng- lendinga í írlandi] var sýnt bana- tilræði í Dublin. Erá I'jóðverjnm. Frá Berlín er símað að stjórnin hafi fengið umboð til þess að banna allan útflutning. í Bayern er óánægja með frum- varpið um að gera Þýzkaland að einu ríki. Morgunblaðið á að sögn að minka ofan í ísafoldarstærð frá nýári. Signrd Braa verður að íorfalla- lausu leikinn annan dag jóla. Hm dagiQQ og veginn. Lá við skömm .,.! í gær voru margar flutningabifreiðar á flegi- ferð um Aðalstræti og Suðurgötu, að flytja steinolíu úr skipinu Rollo, sem liggur við hafnarbakkann. Þótti ýmsum sem hraðinn mundi helst tiJ mikill á bifreiðunum og ekki vera ekið svo varlega sem skyldi, enda lá við að slys hlytist af akstrinum, því bifreið, sem kom eftir Aðalstræti rakst á aðra, sem kom úr Suðurgötu og beiglaðist sú lítið eitt, en bifreiðarstjórarnir kendu hvor öðrum um. Einar Arnórsson hefir nú sótt aftur um pvófessorsembættið í lög- um, og hefir fengið hina próíess- orana til þess að mæla með sér. Hverfur þá nafn hans að líkindum aftur af Morgunblaðinu, en hann verður ritstjóri þess á laun eítir sem áður, og berst framvegis á móti alþýðunni, fyrir borgun. óþrifnaðnr. Út úr portinu hjá Uppsölum hefir undanfarna daga runnið skólp eða vatn og gerir það fremur óþrifalegt úti fyrir dyrum kaffihússins, auk þess sem þarna myndast svellbunki, sem er veg- farendum til trafala. Ekki væri úr vegi að hlutaðeigendur sæju um, að þetta væri lagfært fyrir jólin. i.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.