Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Síða 15
boltafélagsins Hibernian FC, sem er jú hverfislið tvíburanna Craig og Charlie Reid. Sigurganga (afsakið, of gott orðalag til að sleppa því) lagsins „500 Miles“ hefur hins veg- ar verið lengri en það tæki að ganga eitt þús- und mílur, eða 1.609,34 kílómetra, og nokkuð hæðótt. Lagið fékk fljótlega mikla spilun í út- varpi en komst þó ekki inn á topp 10 listann í Bretlandi og hefur upprunaleg útgáfa þess aldrei náð hærra en í 11. sætið þar. Þegar lagið barst til Íslands og fór í spilun á Rás 2 tóku þó íslenskir hlustendur vel við sér og lagið kom nýtt á lista beint í 9. sætið 28. október 1988. Viku síðar voru skosku tvíburarnir komnir í 2. sætið, með „Don’t Worry, Be Happy“ fyrir neðan sig og ballöðuna „A Groovy Kind of Love“ fyrir ofan sig. Það kom því fáum á óvart þegar Stefán Hilmarsson, umsjónarmaður Vinsældalista Rásar 2 tilkynnti nýtt topplag föstudagskvöldið 11. nóvember 1988. Tveir þykkhreima Skotar höfðu ýtt sjálfum Phil Collins úr toppsætinu með hinu hressa og grípandi „I’m Gonna Be (500 Miles)“ en enginn gerði sér grein fyrir því þá að þarna var um sögulega stund að ræða, því Ísland var fyrsta landið þar sem lagið náði toppsæti á vinsælda- lista nokkurs staðar í heiminum. Reyndin varð síðan sú að lagið náði einungis 1. sæti í þremur löndum því Ástralía og Nýja-Sjáland fylgdu svo tónlistarsmekk Íslendinga síðar á árinu 1989. „500 Miles“ náði þó inn á topp 10 lista víðar, ekki síst árið 1993 þegar lagið var notað í kvikmyndinni Benny & Joon og náði þá gríðarlegum vinsældum í Bandaríkjunum en sat þar efst í 3. sæti á Billboard-listanum. Vinsældir lagsins hafa komið í þremur bylgj- um; fyrst á árunum 1988-1990, en í þá daga tók það lengri tíma fyrir tónlist til að dreifast um heiminn, svo þremur árum síðar í kjölfar vin- sælda Benny & Joon og svo aftur árið 2007 þeg- ar The Proclaimers tóku bæði lagið og mynd- band upp á nýtt með grínistunum Matt Lucas og Peter Kay, í tilefni Dags rauða nefsins í Bret- landi. Þar var textanum lítillega breytt, þar sem persónur þeirra Lucas og Kay, Andy Pipkin úr Little Britain og Brian Potter úr Phoenix Nights, eru jú í hjólastólum. Þessi útgáfa lags- ins varð geysilega vinsæl og náði loks 1. sætinu í rafrænni sölu í Bretlandi og sat þar í þrjár vikur samfleytt, og varð í 8. sæti árslistans. Óhætt er að segja að hver einasti Skoti þekki þetta lag og taki undir hvenær sem það heyrist. Um leið og byrjunartónar þess óma brjótast út fagnaðarlæti og ótrúlegasta fólk stekkur út á gólf eða jafnvel upp á borð til að trampa taktfast við þennan óformlega þjóð- söng Skotlands, og hjónavígslur þar eru varla marktækar nema að „500 Miles“ sé leikið að minnsta kosti einu sinni í veislunni. Þá er það iðulega leikið fyrir landsleiki bæði í fótbolta og ruðningi, sem og fyrir leiki á heimavelli Hib- ernian FC. Einn þekktasti og harðasti aðdá- andi The Proclaimers er leikarinn David Tenn- ant, en hann þreytist seint á að lýsa yfir aðdáun sinni á þeim og sést reglulega á tón- leikum þeirra, manna kátastur. Hann kvaddi enda hlutverk Doctor Who í lok fjórðu þátta- raðarinnar með myndbandi þar sem hann og aðrir leikarar og kvikmyndatökulið þáttanna syngja „500 Miles“ og má þar einnig glitta í Charlie og Craig sjálfa. Það kom enda ekki annað til greina en að þeir tækju lagið og kynntu David á svið þegar hann var heiðraður á bresku sjónvarpsverðlaunahátíðinni árið 2015, þar sem hann gekk að sjálfsögðu upp á sviðið í takt við „500 Miles“. Ljósmynd/Murdo MacLeod 4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Árið 1988 var ungur og upprennandi söngvari, Stefán Hilmarsson að nafni, umsjónarmaður Vin- sældalista Rásar 2 ásamt tæknimann- inum Georg Magn- ússyni. Stefán var einnig stjórnandi Poppkorns í Sjónvarpinu og sýndi þar tónlistarmyndbönd, meðal annars með The Proclaimers, og man því nokkuð vel eftir því þegar skosku tvíburarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Manstu eftir því þegar þú fyrst heyrðir þennan smell? „Nei, ég man ekki hvenær ég heyrði það fyrst, en man þó að það öðlaðist strax sérstöðu í huga manns vegna hins sterka skoska hreims, því flestir breskir tónlistar- menn temja sér sléttmildan drottning- arhreim þegar komið er í hljóðverið, jafnvel þó að talhreimur sé annar.“ Áttirðu von á því að lagið og The Proclaimers næðu eins miklum vinsæld- um og síðar varð raunin? „Ég get nú ekki sagt að ég hafi leitt hugann að því sérstaklega. En það er svo sem ekki á hverjum degi sem tvíburar með gler- augu og þykkan sönghreim slá í gegn, þannig að vinsældirnar hafa líklega komið nokkuð á óvart.“ Hvað er það við þetta tiltekna lag sem gerir það að þvílíku „fenómeni“ að 30 árum síðar byrjar fólk að klappa og stappa um leið og fyrstu tónarnir heyr- ast? „Lagið er nú grípandi og fljóttekið, það hjálpar. Mér finnst það líka sverja sig nokkuð í ætt við kráar- eða fótbolta- slagara, en slík lög eru jafnan mikil stemningslög. Svo er það þetta með þykka hreiminn, hann gefur laginu skemmtilegt yfirbragð.“ Manstu eftir fleiri lögum The Pro- claimers sem urðu vinsæl á Íslandi? „Ég man eftir „Letter from America“ og mig rámar í lagið „Sunshine on Leith“, sem er ljúf ballaða. Fleiri þekki ég nú ekki.“ Vissirðu að Ísland var fyrsta landið í heiminum þar sem „500 Miles“ komst í toppsætið? „Ekki hafði ég hugmynd um það. Mér finnst líklegt að þann árangur eigi þeir ekki síst að þakka atfylgi ein- hvers á Rás 2 á sínum tíma. Þegar ég íhuga það, þá er eins og mig minni að þeir Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason hafi haldið nafni The Pro- claimers á lofti í þáttum sínum. Kannski eru þeir nokkurs konar ljósfeður þess- arar velgengni?“ Stefán Hilmarsson Íslenskir ljósfeður lagsins fundnir? Tvíburarnir hafa verið að í yfir 30 ár og eru hvergi nærri hættir enda einhverjir vinsælustu tón- listarmenn Skotlands en á tón- leikum þeirra er jafnan mikil og skosk „sveitaballastemning“. ’Óhætt er að segja að hver einasti Skoti þekkiþetta lag og taki undir hvenær sem það heyr-ist. Um leið og byrjunartónar þess óma brjótastút fagnaðarlæti og ótrúlegasta fólk stekkur út á gólf eða jafnvel upp á borð til að trampa taktfast við þennan óformlega þjóðsöng Skotlands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.