Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Page 17
4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
henni úr hlaði en hann hefur búið undanfarin
ár í Noregi.
Yfir hálfan hnöttinn
Ungur fékk Hasim vindinn í fangið. Sex ára
gamall var hann settur aleinn upp í lest í
Gömlu-Delhí og endaði sólarhring síðar í Kal-
kútta, þar sem enginn tók á móti honum og
fólk talaði framandi tungumál. Næstu árin var
hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir
voru honum góðir en hann varð líka fyrir of-
beldi og kynferðislegu ofbeldi, að því er fram
kemur í kynningu JPV útgáfu sem gefur bók-
ina út.
Tólf ára var Hasim sendur yfir hálfan hnött-
inn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í
snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í
allsnægtir. Allt í einu átti hann foreldra og
systkini – en enginn skildi hann og hann skildi
engan. Og ári síðar var hann aftur einn. Beisk-
ur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungu-
máli sínu og menningu. Ættleiðingin hafði
gengið til baka; fólkið treysti sér ekki til að ala
hann upp. Eftir það lenti Hasim milli stafs og
hurðar í kerfinu á Íslandi og lifði lífi sem eng-
inn maður getur óskað sér eða yfir höfuð skilið
– án þess að hafa verið þar sjálfur. Um tíma
leigði hann herbergi með umrenningum í
miðbæ Reykjavíkur. Enn á grunnskólaaldri.
Tilfinningalega þungt
„Það er alveg rétt, líf mitt hefur ekki verið auð-
velt,“ byrjar Hasim á ljómandi góðri íslensku.
„Það var erfitt að vera unglingur á Íslandi og
tilfinningalega þungt að eiga engan að, þannig
lagað, og geta ekki talað við nokkurn mann um
það sem ég hafði alla tíð byrgt inni í mér.“
Hann kveðst hafa kynnst mörgu góðu fólki á
þessum tíma en enginn komst inn fyrir brynj-
una. Hasim treysti ekki nokkrum manni. „Ég
hafði heyrt um Hasim og langaði að kynnast
honum; saga hans vakti áhuga minn,“ rifjar
Þóra Kristín upp. „Hann langaði að segja mér
sögu sína og fljótlega kom upp sú hugmynd að
skrifa unglingabók um líf hans. Hasim var hins
vegar ofboðslega sært og reitt barn á þessum
tíma; eiginlega eins og eldspúandi dreki,
þannig að ég tók bókarskrifin út af borðinu.
Þau yrðu að bíða betri tíma, þegar fjarlægðin
væri orðin meiri. Þessar raunir voru einfald-
lega of nálægt okkur í tíma til að forsvaranlegt
væri að rifja söguna upp. Hasim var eitt stórt
gapandi sár.“
Hasim er sammála þessu mati. „Ég var alls
ekki tilbúinn á þessum tíma og er mjög feginn
að ekki varð af þessu. Sú saga hefði orðið allt
öðruvísi en sú sem liggur fyrir í dag. Það var
nógu sárt og erfitt að rifja þetta allt saman upp
núna, þegar ég bý að mun meiri þroska. Í bók-
inni er allt ferðalagið, frá vöggu og fram á
þennan dag.“
Uppsöfnuð reiði
Eftir á að hyggja kveðst Hasim hafa haft litla
sem enga stjórn á lífi sínu sem unglingur.
„Reiðin var uppsöfnuð. Ég var brotinn þegar
ég kom hingað og ekki bætti úr skák að fjöl-
skyldan sem tók mig að sér hafnaði mér; setti
mig út á götu. Ég þekkti svo sem hvernig það
var að vera á götunni en Indland og Ísland eru
hins vegar eins og svart og hvítt. Í því sam-
bandi eru veðurfarið og menningin bara byrj-
unin. Það var vissulega erfitt að vera á götunni
á Indlandi en þar voru samt fjölmörg önnur
börn í sömu stöðu og ég. Hérna á Íslandi skar
ég mig úr. Öll önnur börn áttu fjölskyldu og
samastað. Fyrir vikið var mun erfiðara að vera
á götunni hér en á Indlandi og höfnunin ennþá
meiri. Oft hafði mér liðið illa en aldrei eins og á
þessum tíma. Ég var gjörsamlega umkomu-
laus. Hafði engan til að tala við þegar mér leið
illa og engan til að gleðjast með mér þegar vel
gekk. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi?“
Það tók Hasim þrjú ár að ná tökum á ís-
lenskunni en hann fékk meðal annars hjálp frá
Námsflokkum Reykjavíkur. „Það var gott
fólk,“ segir hann með áherslu. „Auk þess að
kenna mér íslensku var alltaf eitthvað gott að
borða þar en ég var alltaf svangur og ofboðs-
lega horaður. Eitthvað annað en núna.“
Hann hlær.
Hver er ég?
„Ég var ennþá reiður út í umhverfi mitt og
lærdómurinn hjálpaði mér; gaf mér tilgang.
Grundvallarspurningar brunnu á mér: Hver er
ég og hvar á ég að vera? Ég þekkti ekki mitt
eigið sjálf. Ég var öðruvísi en önnur börn í út-
liti og var reglulega spurður hvaðan ég væri.
Því gat ég ekki svarað. Það var sárt.“
– Varstu erfiður?
„Svaraði ég þessu neitandi væri ég að
skrökva. Ég var erfiður; vandræðaunglingur,
eins og það er kallað. Ég geri mér fulla grein
fyrir því. Ég gerði ýmislegt sem ég hefði ekki
átt að gera og sé eftir því í dag. Ég hafnaði
fólki, eins og fólk hafnaði mér. Ég kunni ekk-
ert annað.“
Þóra Kristín segir mikilvægt að skoða málið
í samhengi. „Hasim var bara tólf ára þegar
hann kom til Íslands, hafði upplifað ótrúlega
margt og mætt gríðarlegum áskorunum á
stuttri ævi. Hann hafði farið mikils á mis til-
finningalega. Þegar hann kom hingað þurfti
hann að læra allt upp á nýtt; tungumálið, að
borða, klæða sig og svo framvegis. Auk þess
sem veðurfarið var honum framandi. Þetta gat
ekki verið ólíkara þeim heimi sem Hasim hafði
kynnst. Erfiðleikarnir stigmögnuðust og svo
fór allt í háaloft.“
– Hefurðu hitt þessa fyrrverandi fjölskyldu
þína aftur, Hasim?
„Já, ég reyndi það nokkrum árum seinna en
er ekki í neinu sambandi við þau í dag.“
Þóra Kristín þekkir ekki önnur dæmi þess
að ættleiðing hafi farið forgörðum hér á landi,
eins og í þessu tilviki. Rætt var að senda Ha-
sim aftur til Indlands en úr varð að tveir kenn-
arar hans í Þorlákshöfn tóku hann tímabundið
upp á sína arma. Síðan lenti hann á vergangi.
„Fólk vildi vel,“ segir Þóra Kristín, „en
Hasim var hins vegar mjög skaddaður eftir
það sem á undan var gengið, tortrygginn og
treysti ekki nokkrum manni. Lokaði sig af.
Börn þurfa skilyrðislausa ást. Í stað þess að
undið væri ofan af henni stigmagnaðist reiðin.“
Enginn tók ábyrgð á honum
– Þetta hlýtur að vera áfellisdómur yfir kerf-
inu hér heima?
„Svo sannarlega. Kerfið brást Hasim gjör-
samlega. Í því var glufa sem gerði fólki kleift
að gera hann að sveitarómaga. Enginn tók
ábyrgð á honum. Þetta er auðvitað ófor-
skömmuð meðferð á barni sem tekið getur æv-
ina að vinna úr,“ segir Þóra Kristín og Hasim
tekur sjálfur í sama streng:
„Maður verður ennþá reiðari þegar maður
hugsar um þetta vegna þess að Ísland er svo
gott land og allar boðleiðir í kerfinu eiga að
vera svo stuttar.“
Þau gera stutt hlé á máli sínu.
„En þetta gerðist,“ heldur Þóra Kristín svo
áfram. „Það er blákaldur veruleiki og við þurf-
um að horfast í augu við það og læra af því. Við
vitum um fjölda flóttabarna sem er snúið við
frá Íslandi og sent í yfirfullar flóttamannabúð-
ir eftir að hafa gengið hér í skóla og skotið
hérna rótum. Þau fylgja vissulega foreldrum
sínum, öfugt við Hasim, sem átti engan að, en
börn eiga alltaf að njóta vafans og við verðum
að gera allt sem í okkar valdi stendur til að
standa vörð um réttindi þeirra enda eigum við
aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“
Hasim var þó ekki afskiptur, þannig lagað,
fólk reyndi áfram að nálgast hann. „Hægt og
rólega kom fólk inn í líf mitt, til dæmis kenn-
arar í Austurbæjarskóla, þangað sem ég var
sendur. Ég eignaðist líka góðan vin sem vann
hjá Rauða krossinum,“ segir Hasim. „Um leið
og ég fór að tala við þetta fólk, létta á mér, fór
mér að líða betur. Brynjan féll auðvitað ekki
strax, fólk þarf að vera mjög opið og þolinmótt
til að nálgast og hjálpa svona unglingi en þessi
viðleitni skipti máli. Ég elska þetta fólk í dag.“
Klessti á vegg
Hann var þó sannarlega ekki kominn í var.
Þvert á móti. „Hasim varð reiðari og reiðari,“
útskýrir Þóra Kristín. „Að því kom að reiðin
bar hann ofurliði og hann klessti á vegg.
Ástandið var grafalvarlegt og um tíma leit ekki
út fyrir að hann kæmi til með að ná sér á
strik.“
– Hugleiddirðu að svipta þig lífi?
„Já, og það gekk raunar svo langt að ég
reyndi að fyrirfara mér. Sá enga aðra leið út úr
þessu öngstræti,“ svarar Hasim.
Hægt og bítandi byrjaði Hasim að rétta úr
kútnum. Tæplega tvítugur kynntist hann ís-
lenskri stúlku og eignaðist með henni son. Að
sögn Þóru Kristínar leikur enginn vafi á því að
það hjálpaði honum að þroskast og ná tökum á
lífi sínu enda þótt reiðin hafi áfram kraumað
undir niðri. „Fjölskylda hennar reyndist hon-
um afskaplega vel.“
Upp úr sambandinu slitnaði en Hasim
reyndi eftir föngum að taka þátt í uppeldi son-
ar síns, Hafsteins. „Hann er orðinn átján ára
og býr hjá móður sinni, sem heldur mjög vel
utan um hann. Þetta var ekki alltaf auðvelt
meðan hann var að vaxa úr grasi en samband
okkar er gott í dag. Hafsteinn er dæmigerður
íslenskur unglingur,“ segir Hasim brosandi.
Líður vel í Noregi
Síðar ferðaðist Hasim til Pakistans og kynntist
pakistanskri konu, Attia. Þau gengu í hjóna-
band og eiga saman fjögur börn í dag, á aldr-
inum þriggja til ellefu ára, og búa í Noregi.
„Eftir hrun gekk mér illa að fá vinnu á Ís-
landi, þannig að ég ákvað eins og svo margir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’Ég var brotinn þegar ég kom hingað og ekki bætti úr skák að fjöl-skyldan sem tók mig að sér hafnaði mér; setti mig út á götu. Ég þekktisvo sem hvernig það var að vera á götunni en Indland og Ísland eru hinsvegar eins og svart og hvítt. Í því sambandi eru veðurfarið og menningin
bara byrjunin. Það var vissulega erfitt að vera á götunni á Indlandi en
þar voru samt fjölmörg önnur börn í sömu stöðu og ég. Hérna á Íslandi
skar ég mig úr. Öll önnur börn áttu fjölskyldu og samastað.