Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 27
Matamata, Nýja-Sjálandi Þarna lifnaði Hringadróttinssaga við á hvíta tjaldinu en nálægur bóndabær var töku- staður myndanna og gengur undir nafninu Hobbiton. Aðdáendur geta farið í fótspor hobbitanna og skoðað sig um með leiðsögn. Hobbitinn og framhaldsmyndir voru teknar upp þarna síðar. Griffith Observatory, Los Angeles, Bandaríkjunum James Dean lést því miður áður en kvikmyndin Rebel Without a Cause var frumsýnd en mikilvæg atriði í myndinni voru tekin upp í stjörnuathugunarstöðinni. Frá stöð- inni er gott útsýni yfir miðborg Los Angeles. Notting Hill, London, Englandi Hin dásamlega rómantíska gamanmynd Richards Curtis með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverki heitir Notting Hill eftir hverfinu. Húsin eru falleg og þarna er er líka hinn skemmtilegi Porto- bello-markaður, sem heitir eftir Portobello Road, en stór hluti myndarinnar var tekinn upp þar. Páfagarður Kvikmyndin Englar og djöflar sem gerð var eftir samnefndri bók Dans Brown gerist í Páfagarði. Tom Hanks leikur táknfræðinginn Robert Langdon í þessum spennutrylli. Ýmis útiskot voru tekin upp í Páfagarði en kaþólska kirkjan var ekki hrifin af fyrstu myndinni, Da Vinci lyklinum, og bannaði því tökur í kirkjum sínum svo að þær fóru fram í myndveri Sony í Kaliforníu. Í Páfagarði er margt að sjá og ættu þeir sem heimsækja Róm ekki að sleppa því að fara í Vatíkanið og horfa á listmunina og byggingarnar með augum Langdon. Doune-kastali, Skotlandi Breska gamanmyndin Monty Python and the Holy Grail var tekin upp að hluta til í og við kastalann árið 1974. Framleið- endurnir höfðu fengið leyfi til að taka upp í fleiri kastölum en leyfið var aftur- kallað, svo að Doune-kastali þurfti að gegna mörgum hlutverkum í myndinni. 4.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Skinnhúfa kr. 19.800 Vargur kr. 37.000 Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hálsmen kr. 13.900 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.