Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018
HEILSA
Í upphafi átaks er mesta hræðslangjarnan tengd þeim möguleikaað manni muni mistakast. Hug-
myndin um átakið byggist á þörf eða
löngun til að koma sér í betra form í
einhverri mynd, grennast, byggja
upp vöðva eða auka þol, jafnvel allt í
senn. Óttinn við að þörfin eða löng-
unin verði ekki uppfyllt er jafnvel yf-
irsterkari kvíðanum um að maður sé
að hella sér út í eitthvað sem sé
erfiðleikum bundið eða muni kosta
„blóð, svita og tár“.
En að sama skapi getur árangur-
inn, þegar hann lætur á sér kræla,
reynst meiri orkuinnspýting og
hvatning en nokkuð annað. Eftir
fyrstu vikuna skynjaði ég þá tilfinn-
ingu mjög sterkt. Þá fuku hvorki
meira né minna en 1,9 kg og það var
langt umfram það sem ég hafði þor-
að að vona eða láta mig dreyma um.
Það læddist reyndar sá grunur að
mér að hið verulega þyngdartap eft-
ir fyrstu vikuna myndi verða til þess
að ekkert myndi ganga í kjölfarið. Þótt 1,9 kg séu fínn árangur, þá eru
það ekki nema 19% af því markmiði
sem ég hafði sett mér.
Mögulegt á 10 vikum?
En svo steig ég á vigtina sjö dögum
eftir fyrstu vikuna og þá varð niður-
staðan aftur mjög hvetjandi. Kíló til
viðbótar fokið út í veður og vind. Og
þannig hefur þetta gengið fram til
dagsins í dag. Í síðustu viku var ég
kominn í 84,4 kg, úr 92,9. Ég var
jafnvel farinn að trúa því að þetta
myndi ganga svona fyrir sig áfram,
eitt kíló á viku og að markmiðið
myndi í raun nást á 10 vikum. Það
hefði verið æðisgenginn árangur –
en kannski gert mér erfitt fyrir í
skrifunum næstu 16 vikurnar á eftir,
því markmiðið er að skrifa um þessa
vegferð í hálft ár eða svo.
En svo kom að því. Vigtin segir
stopp og meira en það, örlítið upp á
við. Breytingin frá fyrri viku er ekki
marktæk nema að því marki að hún
sýnir svo ekki verður um villst að sá
mikli byr sem ég fékk á leið minni að
markmiðinu er dottinn í logn. Og nú
krossar maður fingur og vonar að nú
verði ekki um mikinn mótbyr að
ræða á þeirri leið sem enn er ófarin.
Jákvæð hugsun skiptir máli
Þótt það flokkist eflaust undir ein-
skært vanþakklæti þá voru það von-
brigði að sjá tölurnar á voginni. Þótt
allir góðir hlutir taki enda þá er það í
eðli þess sem nýtur velgengni að
trúa því að hún muni halda áfram,
þótt ekki sé það nema eitt skref enn,
eitt ár að auki.
Og nú þarf að halda vel á spil-
unum. Þar skiptir jákvæð hugsun
ekki síst sköpum. Þar þarf ég í
fyrsta lagi að þakka fyrir þann ár-
angur sem nú þegar er kominn í hús.
Það eru hvorki meira né minna en
8,3 kg á átta vikum, ríflega kíló á
viku. Og til að setja það í samhengi
við líkamsþyngdina þá hef ég losað
mig við 9% af henni og það er dágott
á alla mælikvarða. Og um leið og ég
þakka fyrir árangurinn þá þarf ég
einnig að láta hann minna mig á að
það er undir mér sjálfum komið
hvort lengra verði gengið eða staðar
numið. Árangurinn vitnar fyrst og
síðast um að verkefnið er hvorki
yfirstíganlegt né leiðinlegt. Hvert
einasta skref á leiðinni hingað til
hefur verið skemmtilegt og gefandi.
Vonandi verður það reyndin áfram.
Mér finnst sem ég hafi lent á gólfi
núna en verkefnið felst í finna leið
niður úr því, niður fyrir 84,6 kg. Að
því leyti vona ég, ólíkt þeim sem
fjalla um stöðu hagkerfisins, að
þetta hafi verið hörð lending, en ekki
mjúk.
Verður þetta
mjúk eða
hörð lending?
Og nú kom að því, eftir átta frábærar vikur, þar sem
árangurinn hefur ekki látið á sér standa – ég er hætt-
ur að léttast. Eða hvað? Er ástæða fyrir fólk í átaki að
örvænta þegar árangurinn lætur á sér standa?
Það er erfitt að rífa sig af stað og maður er óvenjuþunglamalegur í fyrstu ræktartímunum. Þess skal getið, til að fyrirbyggja
allan misskilning, að meðfylgjandi mynd er ekki af mér en hún fangar ágætlega stemninguna fyrsta kastið í ræktinni.
Getty Images/iStockphoto
Fyrsta skref í hverju átaki felst í að losna við þann
vökva sem maður hefur safnað utan á sig að óþörfu.
Svo tekur „harðari“ vinna við sem felst í að brenna
fitu og auka vöðvamassa. Það tekur meiri tíma og
krefst af augljósum ástæðum meiri þolinmæði.
En það eru til ýmsar leiðir sem fólk notar til að
auka brennslu, keyra þyngdina hraðar niður en tæk-
ist með óbreyttu mataræði og jafnvel að „hreinsa“
líkamann, eins og það er gjarnan orðað.
Mig langar meðan á átakinu stendur að prófa leið-
ir í þessum efnum. Vandinn er sá að þær eru æði
margar og ef maður vafrar um hið víðáttumikla
internet dregur síst úr valkvíðanum.
Af þeim sökum leita ég nú á náðir lesenda. Hvaða
leiðir hafa þeir prófað sem virka og virka ekki? Eru
það föstur eða fitusnauður matur, djúskúrar eða
grænmetisfæði sem hafa dugað fólki best? Hvet ég
lesendur til að senda mér línu með upplýsingum þar
um. Það er von mín að einhverjar aðferðir af þessu
tagi haldi mér á tánum og brjóti upp vanafestuna
sem ég hef áður gert að umtalsefni í þessum
pistlum. Viðjar vanans eru mesta hindrunin á leið til
betri heilsu.
HUGMYNDIN ER AÐ GERA TILRAUNIR MEÐ MATARÆÐIÐ
Spennandi leiðir
Íslensk fyrirtæki bjóða upp á safakúra sem fólk notar til
að skera út fasta fæðu um lengri eða skemmri tíma.
Ljósmynd/Gló
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,4 kg
84,6 kg
Upphaf:
Vika 7:
Vika 8:
51.279
33.807
12.810
12.749
3 klst.
3 klst.
HITAEININGAR
Prótein
26,3%
Kolvetni
35,1%
Fita
38,6%
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is