Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018
LESBÓK
LEÐUR Rob Halford er meiri leðurtöffari en Freddie heitinn
Mercury. Þetta fullyrðir K.K. Downing, fyrrverandi gítarleik-
ari Judas Priest, í nýlegri bók, þar sem svonefndur rokkaðall
lætur gamminn geisa um hið goðsögulega rokkband
Queen. „Þetta er ein besta spurning sem ég hef fengið
um dagana,“ segir Downing. „Munurinn er sá að þetta
varð ímynd og varanlegt lúkk hjá Rob meðan Freddie
gerði þetta meira sér til gamans og yndisauka.“
Halford, söngvari Judas Priest, er samkynhneigður,
eins og Mercury, en beið lengi með að koma út úr
skápnum af ótta við að það færi illa í aðdáendur
sveitarinnar, líkt og Mercury. Halford og Mercury var
ágætlega til vina en náðu aldrei að syngja saman. Judas
Priest er væntanleg til Íslands eftir áramót.
Meiri leðurtöffari en Freddie
Rob Halford
púllar leðrið.
AFP
KVIKMYNDIR Leikkonan Viola Davis er
mjög stolt af nýjustu mynd sinni, Widows,
sem fjallar um nokkrar ekkjur sem leggja á
ráðin um rán eftir að eiginmenn þeirra týna
lífi við sams konar iðju. Það er þó ekki sögu-
þráðurinn sem slíkur sem stendur upp úr í
huga Davis, heldur það að hún, þeldökk kona,
leikur ástina í lífi Liams Neeson, hvítrar
kvikmyndastjörnu. „Hann er ekki þrælahald-
ari og ég er ekki vændiskona. Við erum bara
ástfangið par þar sem húðlitur skiptir engu
máli. Þetta sáuð þið ekki í gær í kvikmyndum
og sjáið þetta ekki á morgun. Hvers vegna?“
spyr Davis í samtali við BBC.
Þar sem enginn spyr um húðlit
Viola Davis í góðum gír á rauða dreglinum.
AFP
Mikið er á unga menn lagt. Þetta fékk Anton nokkur, þeldökkur banda-rískur námsmaður, að reyna þegar hann fyrir hreina tilviljun lenti á„ródtrippi“ með tveimur miðaldra hvítum karlmönnum í tilvistar-
kreppu um liðna helgi. Umgjörðin um trippið var drungadramað The Affair,
sem Sjónvarp Símans hefur sýnt undanfarin misseri.
Ég sá á sínum tíma nokkra þætti af The Affair en gafst á endanum upp enda
barlómurinn og eymdin algjör; persónunum er fyrirmunað að sjá nokkuð já-
kvætt við tilveruna. Þess utan hlýtur aðalsöguhetjan, rithöfundurinn og
kennarinn Noah Solloway, að geta gert tilkall til þess að vera leiðinlegasta
persóna sem sögur fara af í sjónvarpi. Og er þó af ýmsu að taka. Aðrar lykil-
persónur eru lítið skárri.
Eftir langa og kærkomna hvíld datt ég óvart inn í þáttinn um liðna helgi og
mér til ómældrar undrunar kvað við nýjan tón; það örlaði á húmor. Handrits-
höfundurinn hefur örugglega verið
veikur og ær íhlaupamaður komist
með puttana í söguþráðinn.
Alltént var þetta þríeyki, táningur-
inn Anton, hinn síspræki Noah Sol-
loway og kviðmágur hans, Cole Lock-
hart, meinfyndið saman. Noah kennir
Antoni og var á leið með hann að skoða
einhvern háskóla þegar örlögin gripu
inn í; fluginu þeirra var aflýst og þeir
enduðu í jeppanum hans Coles sem var
að hefja leit að horfinni fyrrverandi eig-
inkonu sinni, Alison að nafni, en hún er
einnig fyrrverandi eiginkona Noah. Já,
ég sagði ykkur það, þetta er hádrama.
Cole sá raunar langar leiðir í gegn-
um Noah; hann væri ekki þarna sem
kennari drengsins. „Hvað er hann að gera hérna? Þú ert að sofa hjá móður
hans!“ Auðvitað, eins og Noah er leiðinlegur nýtur hann fádæma kvenhylli.
Noah og Cole hafa ímugust hvor á öðrum, eins og gengur með kviðmága, og
fyrir vikið var andrúmsloftið nokkuð þrúgandi í jeppanum. Anton karlinn
reyndi eftir fremsta megni að létta samreiðarsveinum sínum lundina en það er
einfaldlega ekki vel séð í The Affair. Fyrr birtast geimverur og rassálfar en
léttlyndir menn á þeim vettvangi.
Nema hvað, púki hljóp í íhlaupahandritshöfundinn (skemmtilegt orð!) sem
sendi þremenningana sem leið lá inn á lítið gistiheimili við þjóðveginn. Stúlkan í
móttökunni starði á þá í forundran og þegar þeir báðu um tvö samliggjandi
herbergi sá hún þann kost vænstan að kalla á föður sinn sem var í símanum
inni í einhverju sem líktist einna helst kústaskáp. Faðirinn skannaði félagana
frá hvirfli til ilja og sagði svo þvert nei. Sú sena var meinfyndin.
Eigi að síður fengu kapparnir inni á gistiheimilinu, þar sem hljóp á snærið
hjá Antoni. Dóttirin í móttökunni vildi ólm hafa við hann kynmök, svo undir tók
í sýslunni. Afar vandræðalegt augnablik fyrir kviðmágana í næsta herbergi.
Faðirinn rann að lokum á hljóðið. Foxillur. Og þremenningarnir komust undan
á harðakani. Það var líka fyndið.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar hér er komið sögu reis gamli hand-
ritshöfundurinn úr rekkju, ruddi íhlaupamanninum úr vegi og sullaði yfir
okkur meiri eymd og volæði en nokkurn hefði getað órað fyrir. Keyrði niður
spéstigið. Heitir það ekki að bæta upp fyrir glataðan tíma?
Alison blessunin reyndist alla vega látin; hafði annaðhvort fyrirfarið sér eða
verið myrt. Það skýrist væntanlega síðar. Og vonarglætan og spévísirinn í
þættinum fylgdu henni í gröfina.
Eldhressar aðalpersónur
í The Affair; Cole, Alison,
Noah og Helen.
Showtime
Raunir kviðmága
ÓVÆNT GLENS Í DRUNGADRAMANU THE AFFAIR
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
Á skjánum
’Þegar hér er komiðsögu reis gamli hand-ritshöfundurinn úrrekkju, ruddi íhlaupa-
manninum úr vegi og
sullaði yfir okkur meiri
eymd og volæði en nokk-
urn hefði getað órað fyrir.
Undir sama himni nefnist þýskspennuþáttaröð í sex hlutumsem RÚV byrjar að sýna annað
kvöld, mánudagskvöld. Hún fjallar um
austurþýskan njósnara á áttunda áratug
síðustu aldar sem fær það verkefni að fara
til Vestur-Þýskalands, táldraga vest-
urþýskar konur sem vinna hjá rík-
is- og varnarstofnunum og njósna
um þær. Nokkuð óvenjulegt
starf en menn þurfa vitaskuld að
leggja ýmislegt á sig á við-
sjárverðum tímum. Aðal-
hlutverk leika Tom Schilling,
Friederike Becht og sænska
leikkonan Sofia Helin sem
landsmenn tóku miklu ást-
fóstri við í Brúnni, þar sem
hún lék hina sérlunduðu
rannsóknarlögreglukonu
Sögu Norén. Ugglaust bíða
ýmsir spenntir eftir því að
sjá Helin í öðru hlutverki.
Mun henni ef til vill
stökkva bros? Hermt er að
hún tali bæði þýsku og ensku í
þáttunum.
Síðasta þriðjudag hóf RÚV sýn-
ingar á Týnda vitninu (The Level),
breskri glæpaþáttaröð um Nancy
Devlin sem er í rannsóknarlögregl-
unni og er dregin inn í morðrann-
sókn á eiturlyfjasala. En það sem
enginn í kringum hana veit er að
hún er týnda vitnið sem bæði lög-
reglan og morðinginn eru að leita
að. Aðalhlutverk leika Karla Crome,
Noel Clarke og Laura Haddock.
Á sunnudagskvöldum er Patrick
karlinn Melrose kominn á stjá. Til
að byrja með hélt maður að hér væri
um að ræða leiklistarlega leikfimis-
æfingu fyrir skapgerðarleikarann
Benedict Cumberbatch; hann fetti sig og
bretti og sprautaði sig í æð, án þess að aðrir
kæmust, að, en í öðrum þættinum var breytt
um kúrs og hjólinu snúið aftur í tímann.
Synd væri að segja að faðir kappans hafi
verið geðfelldur maður.
Á fimmtudögum er Glæpahneigð (Crim-
inal Minds) enn og aftur komin á sinn stað
en þrettánda serían er nú í gangi. Þykir
eflaust einhverjum nóg um enda liggur
her manna í valnum eftir raðmorðingja af
öllum stærðum og gerðum. Alltaf eru
þeir þó stöðvaðir að lokum, að undan-
genginni skeleggri greiningu, þar sem
undarlega auðvelt er að nálgast per-
sónulegustu upplýsingar.
En svona er heimurinn í dag.
Mikið mæðir á þeim stöllum Lauru Had-
dock og Körlu Crome í Týnda vitninu
sem RÚV sýnir á þriðjudögum.
ITV
AF NÝJU EFNI Í SJÓNVARPINU
Ný saga hjá Helin
Sofia Helin, eins
og við þekkjum
hana alls ekki.
Leiknir framhaldsþættir í Ríkissjónvarpinu eru af ýmsum gerðum. Lítum
aðeins á þá sem eru eða hafa verið að hefja göngu sína eða snúa aftur.
MÁLMUR Lars Ulrich, trommuleik-
ari Metallica, segir bandið eiga mik-
ið inni og vonast til að það eigi eftir
að starfa í 20-25 ár í viðbót. Þetta
kom fram í viðtali við hann á banda-
rísku útvarpsstöðinni 93.3 WMMR
Rocks! á dögunum. 37 árum eftir að
Metallica steig fyrst á svið er bandið
enn að fylla leikvanga úti um allan
heim og gjarnan þarf að kaupa miða
með margra mánaða fyrirvara. Og
kynslóðirnar koma saman en Ulrich
kveðst ekki hafa séð eins margt ungt
fólk lengi, auk þess sem konum fari
jafnt og þétt fjölgandi. „Ætli það sé
ekki 50/50 í dag, ólíkt því sem var
fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“
Vill rokka í aldarfjórðung í viðbót
Lars Ulrich á tónleikum í Texas í október.
AFP
AFP