Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 24
Ef það er eitthvað sem letur til kjötbollugerðar fyrir stórar fjölskyldur er það til- hugsunin um að móta allar bollurnar með höndunum. Til þess er þetta tæki hugs- að; með einu handtaki myndast hin fullkomna kjöt- bolla og það sem meira er, það sem engum tekst; þær eru allar jafnstórar! 1 kg nautahakk (líka gott að nota nauta- og svínahakk til helminga 250 ml kjúklingakraftur ½ bolli hvítt brauð án skorpu, skorið í litla bita 1⁄3 bolli súrmjólk, meira ef þarf 1 laukur, fínt skorinn 10 hvítlauksrif, fínt skorin 50 g parmesanostur, fínt rifinn lófafylli fersk steinselja, fínt skorin 4 eggjarauður salt og pipar eftir smekk 2 tsk. óreganó eða ítölsk kryddblanda (má vera meira) Blandið brauði saman við súrmjólk og látið standa þar til brauðið hef- ur dregið vel í sig súrmjólk- ina, hrærið öðru hverju varlega í blöndunni. Þið getið skoðað hvort brauðið er fullkomlega blautt í gegn að lokum með því að kreista það milli fingranna. Bætið við súrmjólk ef það eru enn þurrir blettir á brauðinu. Blandið lauk, hvítlauk, parmesanosti, steinselju, salti og pipar, eggjarauðum og kryddi saman við brauð- blönduna. Setjið blönduna í matvinnsluvél og notið hræraraspaðann á ekki of miklum hraða, þar til bland- an er jöfn og fín. Blandið þá 1⁄3 af kjötinu saman við og notið hnoðarann núna. Bætið afganginum af kjöt- inu saman við en notið núna hendurnar til að klára verk- ið. Notið nú áhaldið til að útbúa kjölbollurnar og rað- ið þeim á bökunarpappír og hitið við 200°C á blæstri, í um 6-7 mínútur eða þar til bollurnar eru gylltar. Útbú- ið rauða tómatsósu að eigin vali (eða kaupið í krukku og hitið) og setjið bollurnar út í sósuna þegar hún er farin að malla í potti sem passar undir bollurnar. Látið þær malla í sósunni í um 10 mín- útur eða þar til þær eru eld- aðar í gegn. Hinar fullkomnu kjötbollur Kjötbolluskeið fæst til dæmis í Byggt og búið og kostar þar 1.295 kr. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018 MATUR Girnilegt með nýrri græju Nýtt og spennandi tól í eldhúsið, sem leysir af eitthvert flókið eða einfaldlega bara leiðinlegt verk, getur fært gleði og nýjungar í eldamennskuna. Eitthvað sem yfirleitt hljómar sem „vesen“ verður einfalt og fljótlegt. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Einn fullkomnasti morgun- og hádegisverður helganna er Egg Benedict, sem að uppi- stöðu er hleypt egg ofan á brauði, með Hollandaise sósu og einhvers konar kjötáleggi með, hér er hins vegar notast við reyktan lax. Að útbúa hleypt egg vefst stundum fyrir fólki en með þessu tóli er hægt að útbúa hleypt egg á þremur mínútum án þess að þurfa mikið að hugsa. Tólið er opnað, botninn lagður ofan á grunna skál og eggið brotið of- an í. Örlítill þunnur vökvi síast af en annars helst eggið í ör- fínu sigtinu og svo er það sett ofan í sjóðandi heitt vatn í þrjár mínútur og viti menn; útkoman er fullkomið hleypt egg. rúnstykki, súrdeigsbrauð, beygla eða annað brauðmeti að eigin vali reyktur lax sem álegg undir eggið 1 hleypt egg fersk basilíkublöð sjávarsalt (má sleppa) Hollandaise-sósa (sjá uppskrift) HOLLANDAISE-SÓSA 3 stórar eggjarauður 1 msk. ferskur sítrónusafi ½ bolli smjör Handþeytið eggjarauðurnar kröftuglega saman við sítrónusafann og setjið svo helminginn af smjörinu sam- an við. Bræðið saman í litlum skaftpotti við mjög vægan hita og hrærið alveg stöðugt á meðan, þar til smjörið er bráðið en látið alls ekki sjóða. Setjið þá afganginn af smjörinu út í og haldið áfram að hræra allan tímann þar til smjörið er bráðið og sósan hefur þykknað. Ef sósan skil- ur sig er hægt að setja 1 msk. saman við af sjóðandi vatni og hræra kröftuglega. Tól sem þetta til að fá hleypt egg án fyrirhafnar fæst til dæmis í Kokku og kostar 895 kr. Egg Benedict með reyktum laxi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.