Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Ásdís ’Hún ætlar ekki að láta sam-félagið stjórna sér. Ætlar ekkiað láta viðhorfin stýra sér. Húnætlar ekki að láta þetta hornauga sem hún mætti í Reykjavík stjórna sínu lífi. Ég tengi dálítið við það. Að vera kannski ekki nægilega vel tamin til að láta gildandi norm stýra öllu því sem ég segi og geri. Það getur verið snúið og lýjandi að búa yfir persónuleika sem fer ekki í einu og öllu eftir því sem samfélagið ætlast til af manni.“ ennið. Á þeim tíma hugsaði ég með mér að ég hefði enga þörf fyrir frekari kynni. Ég þyrfti ekkert að kynnast þessum manni; þótt við værum skyld ættum við ekkert sameiginlegt,“ segir Ásdís Halla. Það varð þó úr að þau náðu síðar sáttum og kynntust ágætlega. „En þessi uppákoma dugði til þess að ég hugsaði með mér að það hlyti að vera eitthvað varið í þessa konu. Fyrst maðurinn eftir öll þessi ár minnist hennar svona sterkt og sér hana í mér, þyrfti ég að vita eitthvað meira um hana.“ Hvað var það við þessa langömmu sem heill- aði þig? Var það frekjan í henni eða hvað á maður að kalla það? „Það er hægt að kalla það svo margt; kald- lyndi, frekju, ákveðni eða nota jákvæðari orð eins og styrkur, seigla og sýn. Vissulega var hún rosalega stjórnsöm! Hafði sterkar skoð- anir á öllu, bæði fólki og málefnum og þær týp- ur geta verið óþolandi. Ég skil vel að í huga unglingspilts, eins og Halldór var þegar hann kynntist henni, hafi hún verið óþolandi og sér- staklega vegna þess hversu illa hún kom fram við móður hans Unni, sem hann dýrkaði. Hann segir móður sína hafa verið bestu konu í heimi og sem betur fer minni ég hann örlítið á hana líka núna þegar við höfum kynnst betur,“ segir hún og skellihlær. „En líklega er það þannig að við erum öll með búta úr einhverju erfðamengi héðan og þaðan, og þeir eru misviðkunnanlegir. Sumar þeirra kvenna sem ég fæ genin frá eru yndis- legar og aðrar fullkomlega óþolandi. Og ég er ekkert með minna frá þessum sem geta reynt á taugarnar,“ segir hún og hlær. Karakterinn frá formæðrunum Í æsku var Ásdísi Höllu oft bent á, með bein- um og óbeinum hætti, að hún væri öðruvísi en aðrir í fjölskyldunni. Hún segir frá því að hún hafi snemma upplifað sig fullorðna; var fullorð- inslegt barn sem hafði sterkar skoðanir á öllu. „Í útliti er ég mjög ólík systkinum mínum og fengum við oft athugasemdir um það. En mér leið alltaf eins og við værum ólíkari inni í okkur en að utan. Hvorki á jákvæðan né neikvæðan hátt. Við sáum tilveruna bara frá svo gjör- ólíkum stað og systkinum mínum fannst ég fullstjórnsöm og regluföst,“ útskýrir hún. Þegar Ásdís Halla fer svo löngu síðar í lífinu að grafast fyrir um langömmu sína Ingibjörgu skilur hún ýmislegt betur en áður. „Þá rennur það upp fyrir mér að þessi grunnkarakter minn kom úr blóðinu. Ég hélt lengi vel að hann hefði mótast af umhverfinu og byggðist á ákvörðunum sem ég hefði tekið í æsku en nú er ég sannfærð um að ég fékk hann frá formæðrum sem ég hafði aldrei hitt. Auðvitað hefur umhverfið síðan töluverð áhrif og maður getur gert ýmislegt til að verða smám saman skárri útgáfa af sjálfum sér, en ég er sannfærð um það nú að grunnurinn er miklu sterkari en margan grunar,“ segir hún. „Og þegar ég sat þarna pínulítill krakki með 11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.