Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Sveitarfélagið Vogar er staðsett á Suðurnesjum, í u.þ.b. 20 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvöll. Íbúar sveitarfélagsins eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Búist er við áframhaldandi vexti og mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu næstu árin, með tilheyrandi fjölgun íbúa. Nemendur í grunnskólanum eru um 175 talsins, og rúmlega 60 börn eru í leikskólanum. Áhersla er lögð á fjölbreytt og metnaðarfullt félagsstarf eldri borgara í samstarfi við félag eldri borgara í Vogum. Sveitarfélagið starfrækir einnig félagsmiðstöð unglinga, þar sem börn og ungmenni finna ýmsa afþreyingu og tómstundastarf við sitt hæfi. Ungmennafélagið Þróttur rækir öflugt íþrótta- og ungmennastarf í sveitarfélaginu. Fjölmörg frjáls félagasamtök starfa í sveitarfélaginu, m.a. á vettvangi líknarmála, menningarmála og tómstunda. Sveitarfélagið skerpir nú áherslur í starfseminni, og leitar að traustum og öflugum liðsauka til að takast á við þau fjölmörgu og krefjandi verkefni sem framundan eru. Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar ný störf menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúi Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða í báðum tilvikum. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018. Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu. Menningarfulltrúi Verksvið: Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Hann undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd árlegra fjölskyldudaga, í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu. Menningarfulltrúi veitir jafnframt félagsstarfi eldri borgara forstöðu, og er næsti yfirmaður starfsfólks félagsstarfsins. Hann ber ábyrgð á að starfsemi sem undir hann heyrir sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Menningarfulltrúi annast samskipti við félagasamtök á vett- vangi menningarmála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Menningarfulltrúi er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Menningarfulltrúi hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu, auk þess sem hann hefur aðstöðu í Álfagerði þar sem félagsstarf eldri borgara hefur aðstöðu sína. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði menningarstjórnunar er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum. • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni. Íþrótta- og tómstundafulltrúi Verksvið: Íþrótta- og tómstundafulltrúi veitir félagsmiðstöð unglinga forstöðu. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar og ber ábyrgð á rekstur hennar sé í samræmi við fjárhagsheimildar og innan samþykktrar fjárhags- áætlunar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi starfar jafnframt náið með stjórnendum grunnskólans, um málefni ungmenna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi annast samskipti við íþrótta- og æskulýðsfélög innan sveitarfélagsins og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Íþrótta- og tómstundafulltrúi situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar og menningarfulltrúa sveitarfélagsins (starfs- manns nefndarinnar). Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur starfsaðstöðu bæði í félagsmiðstöð unglinga og í grunnskólanum. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræða er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum, ekki síst við börn og unglinga • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni. Viltu vaxa með okkur? Gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi af rekstri Sveitarfé- lagsins Árborgar á næsta ári, sam- kvæmt fjárhagsáætlun sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í vik- unni. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúð- arhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitar- félaginu. Lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, eða um 15,4%, að því er fram kemur í frétt frá sveitar- félaginu. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórn- arlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki á næsta ári miðað við framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. Auka velsæld og ánægju „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitar- félaginu. Myndarlegur rekstrar- afgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum inn- viðum á borð við leikskóla, grunn- skóla, íþróttahús og fráveitu,“ segir í tilkynningu. Í Árborg verður fjárfest í inn- viðum fyrir rúmlega 10 milljarða króna á næstu fjórum árum. Upp- bygging íbúabyggðar í Björkur- stykki, með um 650 íbúðum og nýj- um grunnskóla, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli og hreinsistöð fráveitu verða stærstu einstöku fjár- festingarnar á komandi árum. Í sögu sveitarfélagsins hefur aldrei áður verið farið í jafn miklar fjárfestingar í innviðum og nú stendur fyrir dyr- um, en á slíku er mikil þörf nú vegna íbúafjölgunar. Af henni leiðir jafn- framt að nú verður settur kraftur í orku- og vatnsöflun fyrir veitukerfi sveitarfélagsins. Miklar fjárfestingar  Fjárhagsáætlun  Afgangur í Árborg  Fasteignagjöld lækkuð  Nýtt hverfi og skólar byggðir á næstu árum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í bænum, þar fjölgar fólki nú jafnt og þétt sem kallar á ýmsar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins. Áherslu þarf að leggja á jöfnun launa í komandi kjarasamningum og vinda ofan af því launaskriði sem hefur verið í efstu lögum samfélagsins. Þetta segir í stjórnmálaályktun haustfundar Framsóknarflokks- ins sem haldinn var um síðast- liðna helgi. „Hér á landi eiga að vera jöfn tækifæri og samtal stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins um stefnu í húsnæðismálum, launa- þróun, atvinnuleysistryggingar, stefnu í menntamálum, samspil launa, bóta og skatta er lykillinn að farsælli lausn fyrir allt sam- félagið,“ segir í ályktuninni. Vikið er að menntamálum í ályktun Framsóknarflokksins og ríkisstjórnin þar hvött til þess að halda áfram þeirri sókn sem sé hafin í menntamálum landsins. Mennta- og atvinnustefna verða að haldast í hendur enda geti skortur á vinnuafli í ýmsum fag- stéttum haft neikvæð áhrif á verðlagsþróun og hagvöxt í land- inu. „Í því samhengi þarf að halda áfram að efla sérstaklega verk-, iðn-, og starfsnám á landinu öllu og auka nýliðun í kennarastétt. Mennta- og námslánakerfið á að tryggja jöfn tækifæri fólks til að auka færni sína og þekkingu. Klára þarf heildarendurskoðun námslánakerfisins á kjörtíma- bilinu með það að markmiði að skapa jákvæða hvata fyrir náms- menn til náms og vinnu. Huga þarf að vellíðan nemenda á öllum skólastigum og tryggja greiðan aðgang þeirra að nauð- synlegri sérfræðiþjónustu,“ segja framsóknarmenn. Tækifæri verði jöfnuð og verkmenntun efld Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í október síðastliðnum, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Það jafngildir 81,2% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 198.700 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnu- afli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir októbermánuð í fyrr og í ár sýnir að vinnandi fólki fjölgaði um 3.900 manns milli ára, en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,6%. Starfandi fólki fjölgaði um 5.200 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda var nákvæmlega það sama. Atvinnulausir í október 2018 mældust 1.400 færri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 7.400 eða 3,7% af vinnuaflinu. Störfum fjölgar en atvinnuleysið 2,9%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.