Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 ✝ Þórður AlbertGuðmundsson fæddist 5. septem- ber 1978. Hann lést á Landspítal- anum 24. nóvem- ber 2018. Foreldrar Þórðar Alberts eru Þórdís Þórðardóttir, f. 2. maí 1951, og Guð- mundur Jón Al- bertsson, f. 13. október 1951. Dætur Þórdísar og fóstur- dætur Guðmundar eru Ragn- hildur Sigurðardóttir, f. 20. október 1969, gift Hermanni Jónssyni, f. 7. ágúst 1969, son- ur þeirra er Kolbeinn Mikael, f. 27. apríl 2013, og Guðrún Helga Magnúsdóttir, f. 19. des- ember 1974, gift Steinari Þór Þorfinnssyni, f. 16. júlí 1974, þeirra börn eru Þór Jök- ull, f. 19. febrúar 2007, Þórdís Tinna, f. 13. febrúar 2010, og Sigþór Máni, f. 5. nóvember 2013. Eiginkona Guð- mundar er Áslaug Traustadóttir, f. 31. desember 1958. Þórður lauk flugvirkjanámi frá Spartan College of Aeronautics and Technology í Tulsa Oklahoma í Bandaríkjunum árið 2002 og starfaði sem yfirflugvirki hjá Icelandair. Útför Þórðar Alberts fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. desember 2018, klukkan 13. Elsku Alli minn. Mikið glöddu þau mig skilaboðin sem ég fékk frá þér í vor. Við hringdumst á og ætluðum að hittast. Og við mætt- um. Báðir. Það var góð stund. Vakti von um betri tíð, meiri sam- vistir. Þú komst í brúðkaupið okk- ar og vottaðir það. Kvaddir svo með innilegu faðmlagi. Við ætluð- um að hittast aftur. En svo var hringt út. Þetta varð síðasti tíminn. Hérna megin. Hvort hringt verður inn annars staðar veit víst enginn. En ný- vöknuð vonin situr eftir. Von um eitthvað annað, eitthvað nýtt, mildara, hlýrra en var, nokkuð sem lá í loftinu í lokatímanum. Við héldum undir kistuhornið hennar ömmu þinnar í febrúar síðastliðnum og nú verður haldið undir þitt í dag. Það átti ekki að verða. Spáin er þokkaleg og það verð- ur flogið. Þú skilar kveðju til afa og ömmu. Þeim þótti betra að taka á móti en kveðja. Pabbi. Elsku bróðir, þann 4. október síðastliðinn fékk ég verstu fréttir sem hægt er að hugsa sér. Líf þitt hékk á bláþræði og þú á gjör- gæslu Landspítalans. Við tók langt og strangt ferli þar sem þú sýndir ótrúlegt hugrekki og seiglu, en allt kom fyrir ekki og líkami þinn gafst loks upp 24. nóv- ember eftir 52 daga baráttu við að komast aftur til okkar. Þú varst ótrúlega margslung- inn einstaklingur. Vinir þínir segja að þú hafir verið goðsögn í lifanda lífi, ótrúlega fyndinn og orðheppinn maður, kærleiksríkur vinur og bróðir. Þær eru ótal margar sögurnar af þér og þú hafðir sterkar skoðanir og skemmtileg sjónarhorn á öllum hlutum. Bestu sögurnar voru af einhverju sem þú lentir í, eða öllu heldur komst þér í vegna eigin vandræðagangs. Fæstar af þeim passa í minningargrein en verður haldið til haga á öðrum vettvangi. Frá því að þú fæddist fyrir rúmum fjörutíu árum hef ég hald- ið í höndina á þér. Ég, þú og Guð- rún systir brölluðum svo margt saman. Þú varst litli bróðirinn sem við fórum stundum með eins og lifandi dúkku, klæddum þig í, gáfum að borða og sinntum af al- úð, þó að það væri ekki alltaf að þínum óskum. Ég kenndi þér að reima skóna og fór með þig í kirkju á sunnudögum af því að þú varst svo hrifinn af kirkjum og því hvernig presturinn tónaði, lék við ykkur systkinin og passaði eftir bestu getu. Eftir því sem við eltumst breyttist sambandið og þroskað- ist, leikir í fjörunni á Stokkseyri urðu að skemmtilegum samræð- um, leikhúsferðum og tónleikum. Þau eru ófá kvöldin þar sem við töluðum saman fram á nótt um heima og geima og hlustuðum á skrítna tónlist eða horfðum á bíó- myndir sem enginn annar hafði smekk fyrir. Þegar þú varst á ferðalagi hingað og þangað um veröldina, annaðhvort að vinna eða skemmta þér, hringdirðu eða skrifaðir nær daglega. Þegar heim var komið droppaðir þú við í kaffi á Skeggjanum eða hringdir í mig og sagðir: „Ragnhildur, ég bauð vinum mínum í matarboð heim til þín.“ Komst svo yfir og eldaðir eitthvað gott, gúllas eða purusteik. Þegar við bjuggum fyrir vestan komstu svo oft í heimsókn og ævintýrin sem við áttum þar, allur hláturinn, fíflagangurinn og sam- veran eru nú ómetanlegar minn- ingar. Ég sem hélt að við hefðum allan heimsins tíma til að bæta við í minningabankann. Elsku bróðir, fyrir mér varstu svo margt, það sem við áttum saman í gegnum árin er svo dýr- mætt og tengslin á milli okkar svo ólík öllum öðrum. Þú varst skemmtilegur og góður bróðir, vinur og félagi og órjúfanlegur hluti af mér og mínu lífi. Takk fyrir sorgir og gleði, takk fyrir að vera litli bróðir sem dáði stóru systur sína, takk fyrir að þurfa á mér að halda, vera sjálfur til staðar og umfram allt takk fyrir tímann, hláturinn, grátinn og allt þar á milli. Svo kveður að sinni þín systir, Ragnhildur. Þann 4. október 2018 kl. 23 fékk ég símtal um að litli bróðir minn væri á gjörgæsludeild Landspít- alans og ekki vitað hvort hann myndi halda lífi. Þetta símtal hef- ur breytt svo miklu en þú lést lífið eftir 52 daga baráttu. Núna erum við ekki þrjú systkinin. Ég er svo sorgmædd að ég er að springa. Þegar ég rifja upp stundirnar með þér síðustu 40 árin eru margar minningar til. Þegar við vorum lít- il lékum við okkur mjög oft með stóru systur okkar, við smíðuðum flugvélar, bjuggum til leikvelli, smíðuðum kofa og lékum okkur úti í fjöru, óðum út í sjóinn og tínd- um krabba og lásum bækur og þar sem þú varst litli bróðir eltir þú mig oft og vildir alltaf fá að vera með mér og gera allt sem ég gerði. Þegar við urðum eldri hjálpaði ég þér að kaupa föt og snyrti- vörur. Ekki að þú hafir endilega þurft hjálp við þetta, en þú vildir félagsskapinn og fá álit á því sem þú ætlaðir að kaupa þér. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá komst þú nokkrum sinnum að passa drenginn, þá varstu stoltur og sagðir mér að þú hefðir sungið „Ó Jesú bróðir besti“ fyrir hann. Þú varst guðfaðir hans og hafðir áhyggjur af því að koma þessu hlutverki og því sem því fylgdi til skila. Þegar ég les samskipti okk- ar á facebook sé ég að þú varst fyndnasti maðurinn, ótrúlega orð- heppinn og klár og sást hlutina í öðru samhengi en ég og það kenndi mér svo margt. Margar sögur af þér eru sögur eins og úr bókum, það sem þú gerðir og lent- ir í var oft með þinni lýsingu eins og úr skáldsögu. Þegar þú sagðir mér svo glaður frá því að þú gætir kennt öðrum og værir að gera það í vinnunni þinni þá var ég svo glöð fyrir þína hönd. Þú varst mjög stoltur af því að vera flugvirki og varst mjög stoltur af vinnunni þinni hjá Icelandair. Bostonferðin okkar 2010 var æðisleg, við fórum saman og keyptum mjög falleg föt. Þú sagð- ir að ég hefði platað þig til að kaupa dýrustu föt sem þú hafðir keypt á ævinni. En þú elskaðir merkjavörur og glæsileg föt svo við vorum mjög glöð með þessa ferð. Núna 19. desember 2018 eig- um við 20 ára stúdentsafmæli. Við fögnum því saman einhvers staðar annars staðar á öðrum tíma. Mér þótti vænt um hversu góðir vinir þú og Steini maðurinn minn vor- uð, þú trúðir Steina fyrir mörgu og þið skilduð hvor annan mjög vel. Þið deilduð saman tækja- áhugamálum, enda báðir miklir tækjamenn og höfðuð mikin áhuga á tækni. Þú talaði líka alltaf opinskátt um líf þitt við okkur Steina, þú sagðir okkur frá öllum þeim vandræðum sem þú komst þér gjarnan í og þá byrjaði setn- ingin alltaf á „nú er ég búinn að koma mér í vandræði“ og þá viss- um við alltaf hvað klukkan sló, þú hafðir lent í einhverju sem enginn annar lendir í. Þú lifðir spennandi lífi sem þú varst svo sáttur við, eignaðist vini út um allan heim þar sem þú ferðaðist mikið vegna vinnunnar þinnar. Allir segja það sama um þig að þú hafir verið frá- bær maður, einstaklega orðhepp- inn, hjálpsamur og góður. Lífið verður aldrei samt en við lærum að lifa því á ný án þín, elsku bróð- ir, það mun taka tíma og verður erfiður lærdómur. Sjáumst síðar fallegi drengur, Guðrún Helga Magnúsdóttir. Elsku systursonur minn, Þórð- ur Albert Guðmundsson, sem stundum var kallaður Alli, kvaddi þennan heim á lungnadeild Land- spítalans 24. nóvember aðeins nokkrum vikum eftir 40 ára af- mælisdaginn. Fjölskyldan er harmi slegin og það er ekki hægt að yfirfæra í orð hversu mikið við söknum hans. Minningin um góð- an dreng mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Fallegar ljúfar minningar frá fæðingardegi Þórðar fá mig til að brosa í gegnum tárin. Ég gleymi aldrei fyrstu orðunum, krúttlega hlýja brosinu og fallegu bláu aug- unum sem tóku á móti mér þegar ég kom að passa hann á Hellu fyrsta veturinn sem fjölskyldan bjó á Geitarsandinum. Ég er svo þakklát fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar og hversu ná- in við vorum einnig árin sem ég bjó á bernskuheimili hans tíma- bundið um nokkurra ára skeið. Ég trúi því varla að elsku fallegi ljúfi og góði frændi minn sem var mér svo kær sé farinn. Þórður Albert fór í flugvirkja- nám til Bandaríkjanna en á þeim árum hittumst við aðeins um jól og áramót. Þórður ferðaðist mikið um allan heim. Hann dvaldi lengi erlendis, meðal annars í Madríd og í Moskvu. Ég var ekki í miklu sambandi við hann síðustu árin en eftir standa ljúfar minningar um yndislegan mann sem ég mun aldrei gleyma en ávallt geyma í hjarta mér. Elsku Dísa, Gummi og fjöl- skylda. Megi fallegar minningar um Alla ylja ykkur um hjartaræt- ur og gefa ykkur styrk og kraft á þessum sorgarstundum. Elsku Alli, megir þú hvíla í friði, ég sakna þín sárt og vil óska þér alls hins besta í því verkefni sem þér verður falið á æðri stöð- um. Ég kveð þig með lagi og texta eftir Bubba Morthens: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Inga Hildur Þórðardóttir. Bróðursonur minn, Þórður Al- bert, fékk nöfn afa sinna beggja og þannig var hann ætíð nefndur Þórður í móðurættinni en Albert í föðurættinni. Hann var raunar fyrsta barnabarn föðurforeldra sinna sem tóku strax miklu ást- fóstri við barnabarnið og vildu styðja hann í einu og öllu. Þegar afi hans, Albert, var ekki lengur fær um að keyra, kom ekkert ann- að til greina en að nafni hans fengi bílinn, sem dugði í allmörg ár. Við urðum strax miklir vinir allt frá því að hann var barn þó svo að fyrstu árin væri langt á milli okkar en foreldrar hans bjuggu þá á Hellu þar sem þau störfuðu sem kennarar. Á unglingsárunum kom Alli til okkar í Flatey á Breiðafirði og var gaman að sjá hvað hann átti auð- velt með að tengjast lífinu þar. Hann var fljótur að læra að fara til fiskjar og til fuglaveiða og lið- tækur til allra verka. M.a. lagði hann stétt úr fjörugrjóti við húsið hjá okkur og stendur hún enn. Þórður Albert fór til Banda- ríkjanna og lauk flugvirkjanámi í Oklahoma 2002. Atvinnuhorfur fyrir flugvirkja gjörbreyttust eftir atburðina 11. september 2001 og fyrstu árin var litla vinnu að fá í því fagi. Þórður Albert var alltaf maður hinna stóru véla – og eftir heimkomuna fékk hann vinnu við að grafa fyrir ljósleiðurum víða um landið. Síðar var hann hjá Flytjanda og ók flutningabílum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hann komst svo á enn stærri vél- ar, gröfur og jarðýtur, hjá Suður- verki sem m.a. sá um ýmsar fram- kvæmdir við Kárahnjúka. Þegar hagur flugsins glæddist aftur byrjaði Þórður Albert að starfa sem flugvirki hjá Flugleið- um sem nú heita Icelandair. Hon- um var þar vel tekið og var sein- ustu árin í stöðu yfirflugvirkja. Einnig var hann kosinn til trún- aðarstarfa fyrir sitt stéttarfélag og skipaður af samgönguráðu- neyti í prófanefnd vegna flug- virkjanáms þegar slíkt nám hófst á Íslandi. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja kæran frænda sem féll frá rétt fertugur að aldri. Ég og mitt fólk færum foreldrum hans, systrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurmar Albertsson. Það er sárt að minnast samveru við fertugan vin sinn sem horfinna tíma en það er engu að síður raun- in. Þó mér finnist við hafa þekkst heila eilífð eru það þó sennilega ekki nema rúm 15 ár síðan ég sat með kollu á Grand Rokk og skim- aði öðru hvoru á útidyrnar, í von um að nýr kunningi minn myndi mæta því ég vissi að hann gat snú- ið hversdagslegu dægurjarmi upp í hátíðarsamkomu. Þessi rúmlega tvítugi maður vann á gröfu lengst uppi í sveit fjarri mannabyggðum og plægði fyrir ljósleiðara. Hann kunni vel við sig í svona úthöldum og stytti sér stundir á milli með bóklestri og tónlist. Hann var bæði víðlesinn og vel lesinn og hikaði ekki við að nota bókmál til að skreyta samræðurnar. Það ríkti oft karnívalísk samræðu- skemmtun þegar hann náði sér á flug. Í tónlistinni hélt hann upp á bandaríska sveitatónlist og ís- lenska tóna frá sjötta áratugnum. Þórður Albert var nefnilega róm- antískur og í huganum stendur hann með viskíglas í annarri og sígarettu í hinni og syngur: „Ég vil fara upp í sveit“ með áherslu á lækinn sem hlustar einn. Okkur varð fljótlega vel til vina og deild- um í nokkur ár saman húsnæði. Fyrst leigði hann hjá mér og svo nokkrum árum síðar leigði ég hjá honum. Alltaf fór vel á með okkur og mikið var spjallað yfir kaffiboll- um eða eðal viskídrykkjum með Hauk eða Elly á fóninum. Plötu- spilarann gáfum við honum nokkrir í þrítugsafmælisgjöf og það gladdi hann mjög að geta þá aftur farið að spila plötur. Fyrsta platan sem var spiluð var í miklu uppáhaldi hjá honum: Guðrún Á. Símonar og Karlakór Reykja- víkur. Svo fylgdu plötur eins og „Ljúfþýtt lag“ með Jóni Kr. Ólafs- syni. Síðan kom kannski Dylan, Megas eða Patsy Cline. Þórður var glæsilegur maður, fastur fyrir og fylginn sér, stoltur og mikill prinsippmaður, allt eiginleikar sem eru heillandi og hefðu svo vel getað nýst til að koma honum á þann stað sem hugur hans stóð til í lífinu. Því miður fór ekki saman gæfa hans og gjörvileiki. Það var alltaf undir- liggjandi óyndi sem plagaði hann, en manni fannst að það myndi enda þegar hann næði að sættast við sjálfan sig og byggja framtíð sína á þeim frábæru eiginleikum sem hann var gæddur. Það var samt stundum eins og hann væri flóttamaður undan sjálfum sér á vegferð angurs og óhamingju. Þórður var ekki maður sem bar raunir sínar á torg eða leitaði ásjár í hugarangri sínu, hann hélt fast um taumana og hleypti fólki passlega nálægt sér, eða réttara að segja, frá sér. Undanfarin ár hittumst við með stopulli hætti en áður en allt- af fylgdi því sama tilhlökkunin um það hvert samræður og sögur hans bæru okkur í hvert skipti. Vitanlega var hann misjafnlega fyrirkallaður eins og gengur og gerist með fólk, en aldrei renndi ég í grun að hann stefndi í öng- stræti með líf sitt. Ég kveð hér kæran vin og votta foreldrum hans og systrum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Jón Benjamín Einarsson. Á köldu og snjóþungu vetrar- kvöldi fyrir hartnær 24 árum rölti hópur af ungu fólki um Þingholtin, aftast í hópnum var ungur lagleg- ur maður, ljós yfirlitum í bláum ullarfrakka með rússneska loð- húfu á höfðinu og bar sig valds- mannslega. Þegar komið var á Ara í Ögri fékk ungi maðurinn sér sæti, tróð í pípu og bað um tvö- faldan vodka í klaka, Þórður Al- bert var mættur í framhaldsskóla. Mig grunaði ekki, frekar en aðra í hópnum, að sá sem gerði vodkanum skil eins og hann hefði aldrei gert annað væri rétt 16 ára gamall en þannig voru oft kynni samferðamanna af Þórði. Hann kom þeim á óvart. Það má segja að Þórður hafi ekki alltaf verið maður hinna fyrstu kynna; gat verið eilítið hrokafullur og gefið lítið af sér. Hins vegar féll sú gríma niður eftir stutta viðkynn- ingu og við tók gáfaður og sam- ræðugóður maður, sem hafði skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í grafgötur með þær. Við urðum strax góðir vinir og eins og Meistarinn orti „bísuðum gjarnan saman tveir … tróðum glapstigu og margan gæfulausan veg“. En það var Þórður sem fyrst kynnti Megas fyrir mér eins og hann kynnti mér svo margt og verð ég honum ævarandi þakklát- ur fyrir það. Þórður var á margan hátt „sér- lundaður“ en hann var mikill smekkmaður og bar sig oft höfð- inglega. Árin sem við vorum sam- tíða í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla eru í minningunni sveipuð goðsagnarblæ. Kannski er það þannig um framhaldsskólaár flestra. Margar voru kvöldstund- irnar sem við eyddum saman á Norðurstígnum, með vodka í Brazza í glösunum og Dean Mart- in á fóninum. Þórður kunni betur við sig á öldurhúsum borgarinnar en margur, „félagsheimilin“ urðu þegar á leið nokkur. Hann átti sér góðan samastað á Gamla Grand Rokk og á Kaffibarinn kíkti hann oft í bjór og skot og naut sín best í góðra vina hópi. Hann tók sér nokkurn tíma í að átta sig á styrkleikum sínum þeg- ar hann komst á fullorðinsár. Var ágætur á bókina enda bókhneigð- ur og kom það mér satt best að segja á óvart þegar hann brá sér bæjarleið til Tulsa í Oklahoma og rúllaði upp flugvirkjun eins og hann hefði aldrei gert annað. Flugvirkjastarfið hafði þann kost fyrir Þórð umfram aðra at- vinnu að það útheimti ferðalög. Þórður Albert Guðmundsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR BJÖRN BJÖRNSSON, áður Safamýri 75, Reykjavík, andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 7. desember klukkan 13. Edda Björk Hauksdóttir Ómar Bjarki Hauksson Erla Jóna Guðjónsdóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR SÆMUNDSSON, Lundi 86, Kópavogi, andaðist í Skógarbæ föstudaginn 23. nóvember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Starfsfólki í Maríuhúsi og Skógarbæ er þökkuð frábær alúð og umönnun. Ragnhildur Guðmundsdóttir Reynir A. Guðlaugsson Þórunn Sigþórsdóttir Gerður R. Guðlaugsdóttir Ágúst Orri Sigurðsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.