Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, æli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla K Veður víða um heim 4.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Hólar í Dýrafirði -8 léttskýjað Akureyri -7 alskýjað Egilsstaðir -6 snjókoma Vatnsskarðshólar -2 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 3 rigning Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 5 léttskýjað Brussel 6 þoka Dublin 5 skýjað Glasgow 3 skýjað London 6 léttskýjað París 8 súld Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 5 skúrir Berlín 5 heiðskírt Vín 8 skýjað Moskva -3 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 5 þoka Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 19 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -8 skýjað Montreal -5 snjóél New York 3 heiðskírt Chicago 0 snjókoma  5. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:57 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 11:35 15:12 SIGLUFJÖRÐUR 11:19 14:54 DJÚPIVOGUR 10:34 15:03 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Austan 10-18 m/s, en 18-25 við S- ströndina. Slydda eða rigning S- og SA-lands og snjókoma NA-til, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost norðan heiða. Gengur í A 8-13 m/s og 13-18 syðst á landinu síðdegis en hægari á N- og A-landi. Él SA-lands og við S-ströndina en snjókoma á Austfjörðum síðdegis. Frost N heiða en dregur úr frosti syðra. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimil- isins Lundar á Hellu, segir að bolt- inn sé nú hjá Sjúkratryggingum Ís- lands hvort samningar um við- eigandi mönnun náist þannig að Tryggvi Ingólfsson, sem lamaður er frá hálsi, geti flutt á Lund. Tryggvi hefur beðið eftir dvalarúrræði frá því í vor eftir að hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli, þar sem hann var búsettur áður, treysti sér ekki til þess að veita honum þjónustu lengur. Tryggvi hefur ekki getað út- skrifast af Landspítalanum eftir að- gerð sem gerð var á honum í vor vegna skorts á búsetuúrræði. Langar samningaviðræður „Samningar við velferðarráðu- neytið hafa tekið langan tíma. Af hálfu Lundar erum við öll af vilja gerð til þess að taka á móti Tryggva ef við getum tryggt nægjanlega mönnun. Þegar samningar við ráðu- neytið um sértækt hjúkrunarrými náðust ekki sáum við þann eina kost í stöðunni að láta gera úttekt á okkar kostnað hjá KPMG á mönnunar- þörf,“ segir Margrét, sem lagði út- tektina fyrir ráðuneytið en það hafi ekki liðkað fyrir samningum og ráðuneytið ákveðið að senda Rang- árþingi ytra erindi til þess að leita lausna. Margrét segir að í gær hafi hún svo fengið símtal frá Sjúkra- tryggingum Íslands sem hún gat ekki skilið á annan veg en Sjúkra- tryggingar væru teknar við samn- ingaviðræðum við Lund. Sveitarfélagið greiði ekki Margrét segir að Lundur sé í Rangárþingi ytra en sveitarfélagið eigi ekki að koma að greiðslu dag- gjalda vegna hjúkrunarrýma á nokk- urn hátt. Hlutverk sveitarfélagsins sé að sinna félagsþjónustu við íbúa svo sem akstri, liðveislu og þess háttar. „Við erum í biðstöðu þar til samn- ingar takast. Þá fyrst getum við haf- ið leit að starfsfólki sem uppfyllir mönnun við sértækt hjúkrunar- rými,“ segir Margrét Ýrr, sem hefur áhyggjur af því að erfitt geti reynst að fá fólk til vinnu í þessi störf sem önnur á Hellu. Boltinn er hjá Sjúkratryggingum  Tryggvi bíður í óvissu á meðan Morgunblaðið/Hjörtur Samningar Sjúkratryggingar Ís- lands eiga næsta leik í máli Tryggva. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Launaþróun starfsmanna hjá fjármálafyrir- tækjum hefur nokkurn veginn verið í takt við kjarasamninga, samkvæmt nýlegri kjarakönnun Sam- taka starfsmanna fjármála- fyrirtækja (SSF). Meðaltal heildarlauna greiddra 1. október sl. samkvæmt könnuninni var 838 þúsund krónur fyrir skatt. Hækk- un heildarlauna á milli mælinga er 21,1%. Þá voru um 38,6% starfsmanna mjög eða frekar ánægð með laun sín en 29,2% mjög eða frekar óánægð með þau. „Það sem kemur á óvart og ekki á óvart er bara miðað við þá þróun sem maður hefur séð, miðað við kjarasamninga og launaþróun, þá er þetta bara nokkurn veginn í takti sem maður má reikna með. Þetta er bara mjög í samræmi við þróunina þannig að það eru ekki svakalega miklar breytingar í neinu,“ segir Ari Skúlason, varaformaður SSF. „Þessi heimur á íslenskum vinnumarkaði er nokkuð stöðugur þannig séð,“ bætir Ari við. Mjög marktæk könnun Hann segist fyrst og fremst ánægður með svarhlutfallið í kjarakönnuninni, en 74% fé- lagsmanna svöruðu könnuninni, eða 2.786 manns af 3.764 manna úrtaki. „Það er næst- um því einstakt og því er mikið að marka þetta,“ segir Ari. Spurður út í komandi kjarasamninga segist Ari vera bjartsýnn en bendir á að þetta sé lít- ill hópur starfsmanna. „Já, við erum bjartsýn. Okkar kjarasamningar fara mjög mikið eftir því sem aðrir gera. Við erum lítill hópur og aldrei í forystu og aldrei leiðandi þannig að við komum svona hægt og sígandi í kjölfarið þegar aðrir eru búnir að klára sín mál,“ segir Ari og bætir við að flest annað sem kom úr könnuninni sé í samræmi við því sem félagið reiknaði með. Stytting vinnuvikunnar og laun Af þeim málefnum sem starfsmenn vilja helst að Samtökin leggi áherslu á í næstu kjarasamningsviðræðum eru hækkun launa og stytting vinnuvikunnar efst á baugi. 41,9% segja að mesta áherslu eigi að leggja á stytt- ingu vinnuvikunnar og 39,1% á hækkun launa. Þróun í takt við kjarasamninga  Meðaltal heildarlauna hjá starfsmönnum fjármálafyrirtækja er 838 þúsund kr.  74% þátttökuhlut- fall í kjarakönnun  Bjartsýn á komandi kjarasamninga  Áhersla lögð á að stytta vinnuvikuna Morgunblaðið/Golli Bankar Starfsmenn fjármálafyrirtækjanna vilja hærri laun og styttri vinnuviku. Ari Skúlason Hafnartorg. Þessar byggingar mynda nær samfelldan vegg vestan við götuna. Hann sagði að til væru aðferðir til að reikna út vindmögn- unina út frá aðstæðunum. „Lækjargatan er orðin dæmi- gerð fyrir svona vindgöng, sér- staklega nú með þessum nýju byggingum. Þarna erum við að breyta veðurlaginu en það gildir bara í norðanátt og væntanlega líka í sunnanátt, sem er fátíðari og við finnum því minna fyrir henni. Við sjáum svona áhrif mjög vel á sumr- in í Pósthússtrætinu þegar hafgol- an finnur sér farveg eftir því og Guðni Einarsson gudni@mbl.is Napur norðanstrengurinn sem blés á háa og lága framan við Stjórnar- ráðshúsið á aldarafmæli fullveldis- ins á laugardag var líklega magnaður upp af mannavöldum, að mati Einars Sveinbjörns- sonar veður- fræðings. „Þegar norðanátt er kemur kaldur gjóstur af hafi yfir miðborgina og vestur á Seltjarnarnes. Við töl- um gjarnan um Hvalfjarðar- streng,“ sagði Einar. „Það er vel þekkt að þegar reistar eru bygg- ingar sem eru ákveðið háar miðað við breidd aðliggjandi götu magn- ast upp vindur sem blæs samsíða byggingunum. Lækjargata hefur verið þekkt fyrir að þar hefur nætt um vegfarendur, ekki síst í hafgolu á sumrin, og Lækjartorg er ekki beinlínis skjólsælt.“ Einar sagði að meðan Seðla- bankahúsið hefði staðið eitt hárra húsa að austan við Kalkofnsveg hefði þetta ekki verið vandamál. Svo reis Harpa, hótelbyggingin sunnan við hana og húsin við magnast upp í þröngri götunni. Á sama tíma er skjól á Austurvelli,“ sagði Einar. Hann sagði að farið væri að huga að áhrifum bygginga á veður við hönnun nýrra hverfa. Þannig var hann kallaður til ráðgjafar við hönnun nýs hverfis í Smáranum í Kópavogi. Þá var skoðað hvar gæti myndast skjól og hvar vindur gæti magnast og reynt að hafa það til hliðsjónar við hönnun hverfisins. Einar sagði að Danir hefðu lært fyrir löngu að byggja þvert á ríkjandi suðvestan vindáttir og mynda skjól. Vindstrengur í miðborginni magnaður af mannavöldum  Nýbyggingar í miðborg Reykjavíkur magna upp norðan- strenginn sem leggur af hafi, að mati veðurfræðings Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lækjargatan Húsin við götuna mynda vindgöng fyrir norðanáttina. Einar Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.