Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 1
SPENNTUR FYRIR JÓLATÖRNINNIÞARFAÞING ÁVINNUSTÖÐUM
JI Osmo Pocket tekur myndbandsupptökur upp á næsta stig. 4
Unnið í samvinnu við
Flow VR lítur á hugleiðslu í sýndarveruleika
sem gott og öflugt verkfæri til að hlúa að
vellíðan starfsfólks í fyrirtækjum. 14
VIÐSKIPTA
D
Miklar breytingar hafa átt sér stað í tískuheiminum
segir framkvæmdastjóri H&M á Íslandi. Kauphegðun
neytenda færist nær stafrænni notkun. 4
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Veltan minnkar í Kauphöll
Útlit er fyrir töluverða veltu-
minnkun í Kauphöll Íslands ef árið í
ár er borið saman við árið í fyrra.
Fram að 11. desember á þessu ári
nemur heildarvelta hlutabréfa-
viðskipta í Kauphöllinni 488 millj-
örðum króna. Árið 2017 nam veltan
632 milljörðum króna og því þyrfti
fjárfestingu upp á tæpa 144 millj-
arða króna á þeim rúmu tveimur
vikum sem eftir lifa af árinu til þess
að jafna þá tölu.
Rétt tæplega einn fimmti hluti
allra hlutabréfaviðskipta í Kauphöll-
inni var með bréf í Marel og námu
þau 92,5 milljörðum króna en fyrir-
tækið stefnir á tvíhliða skráningu er-
lendis á næstu misserum. 11% af
heildarhlutabréfaviðskiptum voru
með bréf Icelandair Group, eða um
55 milljarðar króna. Velta með bréf í
fasteignafélaginu Reitum nam 40
milljörðum, en viðskipti með bréf í
Festi 37, Högum 34 og Símanum 33.
Samanlagt nemur velta með bréf
þessara fyrirtækja 60% af heild-
arveltu Kauphallarinnar á árinu.
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, segir þessa þróun ekki
komna til að vera. „Eitt af því sem
hefur verið nefnt í þessu samhengi
og er án vafa mikilvægt er að lífeyr-
issjóðirnir hafa beint sjónum sínum
meira að erlendum kaupum. Síðan
hefur dregið úr innflæði vegna fjár-
festinga erlendra aðila. Hvort
tveggja eru þetta tímabundnir þætt-
ir,“ segir Páll en líkt og fram kom í
Morgunblaðinu í gær telur Páll að
áhyggjuefni sé hversu einsleitt eign-
arhaldið í Kauphöllinni er þar sem
lífeyrissjóðirnir eiga um 50% af
skráðu markaðsvirði samkvæmt
nýtútgefinni hvítbók.
Óvissa haft letjandi áhrif
„Varðandi erlenda fjárfesta og
fleiri markaðsaðila hefur verið
óvissa og markaðurinn verið til-
tölulega flatur. Það hefur ekki virk-
að hvetjandi til þess að koma inn á
markaðinn. Ég held að það hafi haft
letjandi áhrif,“ segir Páll sem á ekki
von á öðru en að þetta breytist.
Hann reiknar með að erlendir aðilar
komi í auknum mæli inn. „Þetta eru
alveg örugglega tímabundnir þættir
sem þarna hafa áhrif,“ segir Páll.
Aðspurður segir hann afskráningu
Össurar í fyrra ekki skipta verulegu
máli í þessu sambandi enda hafi
fyrirtækið ekki verið á meðal veltu-
mestu fyrirtækja á síðasta ári. „Það
verður nokkur lækkun á milli ára.
En við höfum ekki áhyggjur af þró-
uninni í ár sem einhverri vísbend-
ingu um langtímaþróun. Þetta eru
fyrst og fremst skammtímaþættir.“
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Velta í Kauphöllinni er langt
frá því að vera jafn mikil og í
fyrra. Forstjóri Kauphall-
arinnar segir að um tíma-
bundið ástand sé að ræða.
Morgunblaðið/Kristinn
Velta hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands mun dragast töluvert saman á
milli ára en þróunin er ekki komin til að vera að sögn Páls Harðarsonar.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
13.6.‘18
13.6.‘18
12.12.‘18
12.12.‘18
1.739,78
1.610,43
140
135
130
125
120
125,35
140,1
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veri-
tas, segir að kostnaður í lyfjageir-
anum muni aukast vegna nýrrar
reglugerðar ESB sem innleiða á hér
á landi. Hún segir að ESB vilji
tryggja að fölsuð lyf komist ekki á
markað, en freistandi sé fyrir
óprúttna aðila að skipta dýrum lyfj-
um út fyrir lyfleysu.
Hrund segir að um vaxandi
vandamál sé að ræða, sem þó hefur
ekki orðið vart við hér á landi ennþá.
Við þessu hafi lyfjaiðnaðurinn
brugðist með því að tryggja rafræna
skráningu á hverri einustu pakkn-
ingu. Við það aukist kostnaður í
greininni gróft áætlað um eina evru
á hverja einustu pakkningu.
Eitt af því sem felst í reglugerð-
inni er að erlendir lyfjaframleið-
endur verða að prenta íslenska fylgi-
seðla, en þar sem Ísland er
örmarkaður þá séu ekki allir fúsir til
þess. Þar með gæti lyfjum
fækkað á markaðnum.
Lyfjakostnaður mun aukast
Morgunblaðið/Hari
Hrund segir að fölsuð lyf séu vax-
andi vandamál um alla Evrópu.
Ný reglugerð ESB um föls-
uð lyf gæti aukið kostnað
allra lyfja um eina evru.
8
Öflug kínversk tæknifyrirtæki
eins og Alibaba, Baidu og Ten-
cent standa öll frammi fyrir
mjög alvarlegum
áskorunum.
Tæknirisana gæti
dagað uppi
10
Slack er sennilega á leið á
hlutabréfamarkað, en fyrst
þarf að ákveða hvort skiptir
meira máli: vöxtur
eða hagnaður.
Slack fær ekki
að slaka á
11