Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 5FRÉTTIR Ferðaþjónustan á Hveravöllum til sölu Gistiskálar, tækjabúnaður, innviðir og öll önnur aðstaða á Hveravöllum er til sölu. Til staðar er ný vatnsveita og ný afkastamikil fráveita. Ferðaþjónusta er rekin allan ársins hring á Hveravöllum á 50 ha leigulóð. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi um uppbyggingu nýrrar hálendismiðstöðvar á Hveravöllum. Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími 586 8080 Nánari upplýsingar veita: Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali, sími 899 5159, einar@fastmos.is Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Hveravallafélagsins, sími 660 1304, thorir@grayline.is FJÁRMÁLAMARKAÐUR Háskólinn í Reykjavík hefur stofnað nýtt rannsóknarsetur á sviði fjár- tækni. „Fjártækni er eitthvað sem hefur vaxið mjög hratt á aðeins örfá- um árum,“ segir Kolbrún Eir Ósk- arsdóttir, verkefnastjóri fjártækni- setursins, í frétt á vef skólans. Hún segir viðfangsefni fjártækni vera að veita notendum fjármálafyrirtækja og stofnana betri þjónustu, einfalda greiðslukerfi og auka gagnsæi. Ein af áherslum fjártækniseturs verður fræðsla og umræður um bálkakeðjur, eða blockchain. „Flest fyrirtæki áætla að bálkakeðjur verði orðnar hluti rekstrarins árið 2020.“ Í fréttinni segir einnig að HR sé meðlimur í Fjártækniklasanum sem rekur nýsköpunarsetur og hefur það að markmiði að efla nýsköpun í fjár- málum og fjártækni. Kolbrún ásamt tveimur nemendum sem hafa verið ráðnir í Fjártækni- setrið, Sigurði Helgasyni og Brynju Dagmar Jakobsdóttur. Fjártækni- setur stofn- að við HR SJÁVARÚTVEGUR Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa nam tæpum 11,9 milljörðum króna í ágúst síðastliðnum skv. nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Eru það jafn mikil verðmæti og í sama mánuði í fyrra. Þar af nam verðmæti botnfisk- aflans að þessu sinni 6,9 milljörðum króna en uppsjávaraflans 3,2 millj- örðum. Aflaverðmæti þorsks nam 4 milljörðum króna og því reyndist hann sem fyrr langverðmætasta teg- undin sem dregin var úr sjó. Næst- mest veiddist af makríl eða fyrir tæpa 3 milljarða króna. Botnfiskaflinn jókst um 2,9% frá því í ágúst í fyrra. Uppsjávaraflinn dróst hins vegar saman um 13,6%. Verðmæti flatfisktegunda stóð í 1,3 milljörðum króna nú og verðmæti skel- og krabbadýraafurða nam 385 milljónum króna. Á 12 mánaða tímabili, frá sept- ember 2017 til ágústmánaðar 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 12,9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Þorskurinn er sem fyrr verðmætasta tegundin sem veidd er við landið. Komu með 11,9 ma. að landi í ágúst VAXTAÁKVÖRÐUN Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað í gær að halda stýrivöxt- um bankans óbreyttum og haldast þeir því áfram í 4,5%. Í ávarpi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra við vaxtaákvörðunina greindi hann frá því að taumhald peninga- stefnunnar hefði heldur losnað á ný eins og það mælist í raunvöxtum Seðlabankans. Verðbólgan hefur aukist eftir því sem liðið hefur á árið og mældist 3,3% í nóvember, þar sem þyngst vegur hækkun innflutn- ingsverðs undanfarna mánuði en gengi krónunnar hefur lækkað um liðlega 11% frá áramótum. Már greip til kunnuglegs orðalags er hann lýsti því að nefndin hefði „bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við marmkið til lengri tíma litið,“ og haldi verð- bólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið muni það kalla á „harðara taumhald peningastefn- unnar“. Már nýtti þó einnig tæki- færið til þess að greina nánar frá stöðu mála er varða losun síðasta hluta aflandskrónueignanna sem lokuðust inni við innleiðingu fjár- magnshafta í kjölfar fjármálahruns- ins. Ítrekaði hann að frumvarp af þessu tagi yrði ekki samþykkt fyrir áramót og að það mundi ekki hafa áhrif á gengi krónunnar á næstunni. Sagði hann enn fremur að af þeim 84 milljörðum aflandskrónueigna sem eru til staðar væru 64 milljarðar sem gætu farið úr landi á nokkurra vikna tímabili. Sagði hann Seðlabankann ráða vel við það að standa við þau orð að „láta ekki þennan fortíðar- vanda verða til þess að lækka gengi krónunnar“ og að gjaldeyrisinn- gripum yrði beitt en gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur 770 millj- örðum. peturhreins@mbl.is Fortíðarvandi mun ekki veikja krónuna Morgunblaðið/Hari Már segir Seðlabankann ráða vel við aflandskrónueignavandann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.