Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 9

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 9VIÐTAL þurfa ákveðin lyf. Menn sjá engan hag í því að senda lyfin hingað á markað. Við lendum út und- an.“ Hrund segir að það sé eiginlega kraftaverk að þó þetta mörg lyf séu í boði hér á landi, en alls voru 967 lyf seld hér árið 2017, samkvæmt nýrri rannsókn sem Intellicon vann um verðlagningu heildsölulyfja á Íslandi. Þar kemur einnig fram að árið 2017 hafi tekjur fyrir 179 lyf ekki náð upp í kostnað vegna ýmiss konar umsýslu, sé gengið út frá því að sá kostnaður sé um 850 þúsund á hvert lyf. „Þjónustufyrirtæki þurfa því að reiða sig á tekjur af veltuhærri lyfjum til þess að geta haldið þessum lyfjum á markaði,“ segja skýrslu- höfundar. Enn annað sem veldur óvissu um næstu fram- tíð á lyfjamarkaði hérlendis er fyrirhugað útboð ríkisins á lyfjum, að sögn Hrundar. „Ríkið ætlar í norrænt sameiginlegt útboð á stærstu lyfjunum. Það eru þessi 10-20 lyf sem borga í raun allt hitt niður. Ríkið vill fleyta rjómann af þeim lyfjum sem búa til afkomuna fyrir íslenska lyfja- heildsala.“ Mikil óvissa ríkir sem stendur um það hvernig hið opinbera hyggst standa að sínum lyfja- innkaupamálum, að sögn Hrundar. „Ætlar það að byggja upp eigin innflutning og eigin dreifingar- miðstöð, með tilheyrandi milljarðafjárfestingu,“ spyr Hrund. „Og ætlar það að liggja með tveggja milljarða lyfjalager, eins og gert er í Distica í Garðabænum,“ bætir hún við. „Við vöktum athygli á þessu þegar farið var í breytingar á lögum um opinber útboð á síðasta ári.“ Fyrirtækjum meinað að sameinast Hrund er líka gagnrýnin á Samkeppniseftir- litið í þessu samhengi og segir skorta á skilning á markaðnum. „Íslenskum fyrirtækjum er meinað að sameinast og hagræða svo þau verði ekki of stór fyrir íslenskan markað. Það er alltaf litið á ís- lenska markaðinn sem lokað kerfi, en svo er ekki. Er ríkið eini aðilinn sem ekki hefur heyrt af Ali- baba og Amazon?“ Ennfremur skjóti það skökku við að hið opin- bera sjálft skuli ætla sér að sækja tilboð frá hin- um stóra heimi í lyf og hvers kyns hluti aðra. „Þá er það spurningin: Hvernig ætlarðu að skilgreina markaðinn? Ef mér eða öðrum er ætlað að keppa við risafyrirtæki t.d. í Skandinavíu, þá verð ég að geta brugðist við og hagrætt. Þú getur ekki bæði étið kökuna og átt hana. Ef farið verður með bestu bitana úr landi, eins og ríkið virðist ætla að gera hvað lyfjakaup varðar, þá mun atvinnu- starfsemin deyja hér innanlands ef hún fær ekki að hagræða. Það verður að hugsa þetta til enda.“ Hún segir að einnig verði að hugsa um sjúk- lingana, hvernig lyfjaframboði verði háttað þvert á markaðinn varðandi bæði ný og gömul lyf. Einnig séu frumlyfjafyrirtækin að sinna lyfjagát, öryggislager og fræðslu varðandi rétta notkun á lyfjunum til að tryggja gæði og öryggi fyrir sjúk- linga. „Það er ofboðslega mikil skammsýni fólgin í þessu. Ég vil líka vekja athygli á því að þetta á ekki bara við um lyf, heldur öll opinber útboð, s.s. tölvubúnað, bíla o.s.frv.“ Spurð hvort sala dótturfyrirtækja á stoðtækj- um og heilsubótarvörum sé hugsuð til að vega upp á móti framlegðinni úr lyfjaheildsölunni játar Hrund því. „Það lifir enginn á því í dag að selja bara lyf. Framlegðin í greininni er ekki nægjan- leg og það væri líka ofboðsleg áhætta í því fólgin. Bæði gengisþróun og ákvarðanir stjórnvalda spila þar inn í.“ Hrund ítrekar hve mikil þekking búi í Veritas og erfitt sé að byggja upp slíkt fyrirtæki frá grunni með þeim gæðaferlum sem þar séu fyrir hendi. „Við flytjum inn 40-50% af öllum lyfjum landsins og dreifum fyrir enn fleiri. Í gegnum okkar lager fara 65% af öllum lyfjalager landsins þannig að við gerum okkur grein fyrir ábyrgðinni sem á okkur hvílir.“ Hindra á innkomu falsaðra lyfja á markað Annað sem óvissa ríki um sé ný reglugerð ESB um fölsuð lyf sem innleiða á hér á landi. „ESB vill tryggja að ekki komist fölsuð lyf á markað. Lyf eru dýr vara í litlum umbúðum og fyrir óprúttna aðila getur verið freistandi að skipta þeim út fyr- ir lyfleysu. Þetta er vaxandi vandamál, þótt við höfum ekki orðið þessa vör hérlendis, og lyfja- iðnaðurinn hefur brugðist við þessu með því að tryggja rafræna skráningu á hverri einustu pakkningu.“ Við þetta eykst kostnaður í greininni, að sögn Hrundar. „Það má áætla gróft að kostnaður á hverja einustu pakkningu aukist um eina evru.“ Hrund segir að framan af hafi stefnt í að reglugerðin yrði tekin upp hér á landi án sér- aðlagana. Það veki spurningar um merkingar lyfjanna. „Við gerum kröfur hér á landi um að öll lyf séu með íslenskum fylgiseðli og leiðbein- ingum. Framleiðendur úti í heimi eru stundum ekki fúsir að prenta og pakka fylgiseðlum sem innihalda íslensku fyrir 350 þúsund hræður,“ segir Hrund, en hingað til hefur Distica séð um umpökkun lyfja og gerð fylgiseðlanna hér á landi fyrir þau lyf, sem sé mjög umfangsmikil starfsemi. Eftir að nýja reglugerðin tekur gildi er slíkt orðið mun erfiðara og stundum andstætt gæðakerfi framleiðandans, að sögn Hrundar. „Það þýðir að lyfjaframleiðendur verða að taka tillit til íslenskra aðstæðna. Ef þeir gera það ekki, vegna þess örmarkaðar sem hér er, þá munum við þurfa að afskrá lyf. Lyfjum gæti þannig fækkað á markaðnum. Þarna er ég að tala um að við erum ekki alltaf nógu praktísk hér á landi. Við tökum reglugerðir upp of hrá- ar.“ Morgunblaðið/Hari fja eins og þróunaraðstoð ” Það lifir enginn á því í dag að selja bara lyf. Fram- legðin í greininni er ekki nægjanleg og það væri líka ofboðsleg áhætta í því fólgin. Bæði gengis- þróun og ákvarðanir stjórnvalda spila þar inn í. Íslenskum fyrirtækjum er meinað að sam- einast og hagræða svo þau verði ekki of stór fyrir íslenskan markað. Það er alltaf lit- ið á íslenska markaðinn sem lokað kerfi, en svo er ekki. Er ríkið eini aðilinn sem ekki hefur heyrt af Alibaba og Amazon? 1998-2016 Hlutfall lyfja í heilbrigðisútgjöldum hins opinbera 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 Heimild: Hagstofa Íslands og Sjúkratryggingar Íslands Almenn lyf Almenn og S-lyf Hrund Rudolfsdóttir hefur verið atkvæða- mikil í íslensku athafnalífi síðustu árin. Auk þess að stýra Veritas situr hún í stjórnum þriggja stórra fyrirtækja og félagasamtaka. „Ég er nýtekin við sem varaformaður stjórnar Eimskips, en hef verið í stjórn þar síðan árið 2013 sem hefur verið bæði skemmtilegt og krefjandi á sama tíma. Nú erum við í því ferli að finna nýjan forstjóra fyrir félagið.“ Hrund hefur verið stjórnarformaður stærsta sjóðastýringarfyrirtækis landsins frá árinu 2009, Stefnis, sem er í eigu Arion banka. „Stefnir er með um 340 milljarða króna í stýringu. Það hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og einn stærsti skóli sem ég hef gengið í gegnum. Þegar ég fór þar inn var hrunið nýafstaðið og það þurfti að byggja margt upp aftur, þó ekki úr rúst- um, því Stefnir kom ágætlega út úr hruninu. En það þurfti að endurskoða ansi margt, til dæmis varðandi stjórnarhætti.“ Hrund segir fjármálageirann endur- fæddan. „Þetta er ekki sama umhverfi og áður. Geirinn er þó nokkuð niðurnjörvaður í dag, sem er að mörgu leyti af hinu góða. Menn gengu e.t.v of langt í frjálsræðinu fyr- ir hrun, en nú hef ég meiri áhyggjur af því að gengið sé of langt í eftirliti og skrif- ræði.“ Stjórnarmenn vegi hver annan upp Ennfremur situr Hrund í stjórn og fram- kvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands. „Ís- land er lítið land, og það er auðvelt fyrir mann að lokast inni í sínum heimi. Því er gott og ákveðin forréttindi að geta stigið inn í veröld annarra fyrirtækja, og fengið tækifæri til að taka þátt í þeirra stærstu ákvörðunum.“ Bestu stjórnirnar eru að mati Hrundar þær sem settar eru saman af ólíkum ein- staklingum, sem vega hver annan upp. „Við stjórnarmenn þurfum líka að tryggja að inn- an fyrirtækjanna sé gott og ólíkt fólk í öll- um stöðum og ferlar virki.“ Hrund kom upphaflega að Veritas árið 2009. „Ég var áður viðskiptavinur fyrirtæk- isins í gegnum Lyf og heilsu, þar sem ég var framkvæmdastjóri. Þannig kynntist ég Hreggviði Jónssyni, sem þá var forstjóri Veritas. Síðan fór ég yfir til Marel 2009 og þá biður Hreggviður mig að koma í stjórn Veritas. Árið 2013 höfðum við svo sæta- skipti og ég varð forstjóri en hann varð, og er enn, stjórnarformaður.“ Fjármálageirinn er endurfæddur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.