Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 11FRÉTTIR
Ert þú að spila í
myrkri?
Borgartúni 20
105 Reykjavík
sími 585 9000
www.vso.isV E R K F RÆÐ I S T O F A
Af síðum
Það góða við notendur Slack er að þeir eiga það til að eiga ágætis vel-
gengni að fagna á vinnumarkaði. Helsti keppinautur Slack, vinnustaða-
spjallforritið Microsoft Teams, er með meiri útbreiðslu, en í notendahópi
Slack virðist hægt að finna meira af forriturum, tæknifyrirtækjum og
fjölmiðlasamsteypum sem hafa gaman af að hreykja sér af þeim tólum og
tækjum sem þau nota. Þetta kann að skýra bæði hversu áberandi Slack
er orðið og hve hátt fyrirtækið er verðmetið. Boðar þetta tvennt gott fyr-
ir þá hrinu frumútboða sem von er á á næsta ári.
Það er skiljanlegt að sumir hafi brugðist við með „hissa“-brosköllum
þegar Slack var metið á 7,1 milljarð dala í síðustu fjármögnunarlotu enda
er það á við 36-faldar tekjur fyrirtækisins. En fastar tekjur félagsins
vaxa hratt, og tvöfaldast á milli ára. Þegar kemur að því að Slack reyni að
fá kauphallarfjárfesta á sitt band má reikna með að tekjumargfeldið
verði komið niður í 18 eða jafnvel enn lægra en það.
Verðmiðinn virðist samt nokkuð hár, í ljósi samkeppninnar. Það væru
ýkjur að segja að Slack sé að „gera út af við tölvupóst“ – spjallforrit á
vinnustöðum eru notuð samhliða tölvupósti, en koma ekki í staðinn fyrir
hann. Og þó svo að Slack kunni að hafa laðað til sín 8 milljónir notenda
frá því forritið fór í loftið árið 2014 þá borga aðeins 3 milljónir þeirra
áskriftargjald fyrir þjónustuna. Jafnvel þó að notendurnir verði orðnir
meira en 10 milljónir talsins á næsta ári þá verður Slack bara búið að ná
til lítils brots af þeim hundruðum milljóna vinnandi fólks sem situr fyrir
framan tölvuskjá alla daga og langar að eiga í betri samskiptum við koll-
ega sína.
Af þessum hundruðum skrifstofumanna er líklegt að meirihlutinn
temji sér að nota Microsoft Teams frekar en Slack. Teams er kannski
ekki jafn „kúl“ en er ókeypis fyrir þá sem þegar nota Office 365 pakkann.
Slack getur ekki boðið neitt sem jafnast á við hugbúnaðarpakka Micro-
soft, á borð við t.d. Excel og Skype, og fyrirtæki sem eru þegar í áskrift
að Office 365 hafa litla ástæðu til að borga í ofanálag fyrir áskrift að
Slack. Markaðsgreiningarfyrirtækið Spice Works spáir því að árið 2020
verði meira en 40% allra fyrirtækja í Bandaríkjunum, Mið-Austur-
löndum, Afríku og Evrópu farin að nota Microsoft Teams en minna en
20% muni nota Slack. Er best að segja sem minnst um Workplace frá
Facebook sem er spáð aðeins 1% markaðshlutdeild.
Ef Slack vill hella sér í slaginn um stærri markaðshlutdeild þá þýðir
það mikil útgjöld vegna auglýsingakaupa og afsláttartilboða. Það myndi
valda því að rekstrarkostnaðurinn hækkaði svo að ganga þyrfti á það sem
enn er eftir af þeim 1,3 milljörðum sem fjárfestar hafa lagt í fyrirtækið.
Slack stendur því frammi fyrir erfiðu vali: að ráðast í mikil útgjöld til
að reyna að vaxa hraðar, eða draga saman seglin, fara sparlega með pen-
ingana og reyna að sýna fram á að fyrirtækið geti byggt upp arðbærðan
rekstur og þá gert það hraðar en ella. Við getum reiknað með að
fyrri kosturinn verði ofan á.
LEX
Slack og Microsoft:
markaðsspjall
Fjögur stærstu endurskoðunar-
fyrirtæki Bretlands hafa upplýst
að tugum háttsettra starfsmanna
hafi verið vikið frá störfum vegna
ósæmilegrar hegðunar á borð við
einelti og kynferðislega áreitni.
EY greindi frá því á fimmtudag
að á undanförnum fjórum árum
hefðu fimm meðeigendur verið
látnir taka pokann sinn vegna
„hegðunar sem ekki er í samræmi
við siðareglur okkar, s.s. að áreita
kynferðislega eða níðast á koll-
egum sínum“.
PwC, sem hefur á að skipa 915
meðeigendum í Bretlandi, kveðst
hafa rekið fimm á síðastliðnum
þremur árum.
KPMG segir að á undanförnum
fjórum árum hafi sjö af 635 með-
eigendum í Bretlandi sagt skilið
við fyrirtækið vegna óviðeigandi
hegðunar, s.s. kynferðislegrar
áreitni og eineltis.
Þeim sem til þekkja í geiranum
þykir ánægjuefni að félögin auki
með þessum hætti gagnsæi í mála-
flokknum, nú þegar misbeiting
valds og kynferðisleg áreitni eru
undir smásjánni.
Deloitte reið á vaðið
Endurskoðunarstofurnar upp-
lýstu um brottrekstrana eftir að
David Sproul, forstjóri Deloitte,
tjáði Financial Times að á undan-
förnum fjórum árum hefði fyrir-
tæki hans rekið 20 meðeigendur
vegna ósæmilegrar hegðunar.
Hin endurskoðunarfyrirtækin
vildu í fyrstu ekki veita upplýs-
ingar um brottrekstur meðeigenda
en hafa greint frá sínum tölum
eftir að ummæli Sproul voru birt.
Justine Campbell, yfirmaður
mannauðsmála hjá EY – sem er
með samtals 681 meðeiganda
Bretlandi – sagði: „Ásakanir um
ósæmilega hegðun eru alltaf tekn-
ar mjög alvarlega og rannsakaðar
í þaula. Gripið er til agaaðgerða,
þar á meðal brottreksturs, eins og
við á í hverju tilviki fyrir sig.“
Í tilkynningu frá PwC sagði:
„Við leggjum okkur fram um að
skapa vinnustað þar sem fjöl-
breytni, jafnræði og sanngirni
ráða för, og leyfum ekki áreitni
eða einelti að líðast. Ef fólk hegð-
ar sér ekki í samræmi við þær
kröfur sem við gerum þá tökum
við það mjög alvarlega og bregð-
umst við með viðeigandi hætti.“
Grant Thornton, fimmta stærsta
endurskoðunarfyrirtæki Bretlands
mælt í tekjum, segir að á undan-
förnum fjórum árum hafi félagið
ekki þurft að reka neinn meðeig-
anda „vegna áreitni eða eineltis af
nokkru tagi“.
BDO, sjötta stærsta endurskoð-
unarstofan, kveðst á undanförnum
fjórum árum hafa beðið einn með-
eiganda um að taka sér frí frá
störfum fyrir að hafa brotið gegn
„gildum fyrirtækisins og þeim
siðareglum sem meðeigendur
þurfa að fylgja“.
Má ekki fara leynt
Í bloggfærslu sem hann birti á
LinkedIn á mánudag sagði Sproul
að hann hefði viljað hafa allt uppi
á borðum um hvernig fyrirtæki
hans tekur á vandamálum á borð
við áreitni, „svo að ekki fari milli
mála vilji okkar til að skapa
uppbyggilega menningu á vinnu-
staðnum“.
Bætti hann jafnframt við: „Vita-
skuld hefði léttari leiðin verið að
gera sem minnst úr ósæmilegri
hegðun starfsmanna og fást við
þessi mál í kyrrþey. En ég tel
brýnt að ganga hreint til verks og
gera það með sýnilegum hætti –
og þar á meðal að víkja úr starfi
almennum starfsmönnm og með-
eigendum ef þeir gerast uppvísir
að hegðun sem gengur þvert á það
sem við ætlumst til hjá Deloitte.“
„Til skemmri tíma litið þýðir
þetta að taka þarf erfiðar ákvarð-
anir og eiga erfið samtöl, en ef á
að takast að gera gagnkvæma
virðingu og sanngirni að
ófrávíkjanlegum þáttum í menn-
ingu fyrirtækisins þá þurfa stjórn-
endurnir að bregðast við með við-
eigandi hætti, láta verkin tala
þegar þess er þörf og segja hlut-
ina tæpitungulaust – og koma því
skýrt til skila hvaða máli vinnu-
staðamenningin skiptir og hvaða
gildi hún hefur fyrir starfsfólkið.“
„Það er ekki líklegt til árangurs
að ætla að innleiða góða vinnu-
staðamenningu með gátlistunum
einum saman – það þarf að efla
starfsmennina í því að gera það
sem er rétt, og tryggja að þau viti
að við munum bregðast rétt
við.“
Endurskoðendur reknir
fyrir ósæmilega hegðun
Eftir Madison Marriage
Stóru endurskoðunar-
skrifstofurnar í Bretlandi
hafa á síðustu árum gripið
til aðgerða og losað sig við
stjórnendur sem uppvísir
hafa orðið að ósæmilegri
hegðun á borð við einelti
og kynferðislega áreitni.
Nú hafa þau einnig gefið
upp hversu margir dólgar
hafa verið látnir fjúka.
AFP
David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi, reið á vaðið og gaf upp hversu
margir hefðu verið látnir fara frá fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið.