Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 12
FORRITIÐ Það er alkunna að þeir sem venja sig á að viða í sífellu að sér þekk- ingu eiga auðveldara með að skara fram úr í starfi. Snjallasta fagfólk- ið reynir þannig að nýta hverja lausa stund til að lesa fræðandi greinar, grúska í bókum, hlýða á fyrirlestra á netinu og hlusta á hljóð- bækur. Fyrir þá sem vilja dýpka þekk- inguna á bók- menntasviðinu er vert að benda sér- staklega á for- ritið Librivox (www.- LibriVox.org). Þar má nálgast stórt safn hljóðbóka sem hægt er að hlusta á ókeypis og því kjörin leið til að t.d. kynna sér heimsbókmenntirnar án þess að þurfa að punga út stórum fjár- hæðum. Nær öll þau verk sem finna má á Librivox eru svo gömul að höf- undar- og útgáfurétturinn er runninn út. Þýðir það að ekki er hægt að stóla á Librivox til að finna nýjustu reyfarana og sjálfs- hjálparbækurnar, en hægur vandi að finna sígild öndvegisrit eins og Furstann eftir Machiavelli, eða rit heimspekinga, hugsuða og andans jöfra á borð við Nietzsche, Mark- ús Árelíus og Dostojevskí. Þar sem sjálfboðaliðar annast lestur- inn eru gæði hljóðbókanna misjöfn, en margar þeirra eru fáanlegar í fleiri en einni útgáfu og þá hægt að velja þann lestur sem þykir hæfa hverju verki best. Má t.d. mæla með lestri Pauls nokkurs Adams á Furstanum og Sögu tveggja borga eftir Dickens. Einnig hefur Librivox að geyma ágætis leiklestur BBC á Found- ation-bókaflokki Asimovs. ai@mbl.is Stórt safn hljóðbóka sem er öllum opið 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018SJÓNARHÓLL EGGERT Íslenskir auglýsendur vörðu ríflega 14 milljörðumkróna til kaupa á auglýsingum á innlendum vett-vangi árið 2017 en þetta kemur fram í nýlegri frétt á vef Hagstofunnar. Fátt kemur þar á óvart nema kannski sú staðreynd að samdráttur varð á milli ár- anna 2016 og 2017 eftir stöðugan vöxt undanfarin ár. Þetta verður að teljast til tíðinda þar sem ágætis vöxt- ur einkenndi flest ef ekki öll svið efnahagslífsins árið 2017. Tölur Hagstofunnar eru fengnar úr ársreikn- ingum og frá rekstraraðilum. Einnig eru auglýsinga- tekjur áætlaðar út frá virðisaukaskatti og því verður að hafa hugfast að tölur Hagstofunnar eru að einhverju leyti áætlaðar. Fjölmiðlanefnd hefur áður birt tölur yfir auglýsinga- markaðinn en þá einungis töl- ur sem byggjast á veltu frá birtingarhúsum. Veltan frá þeim er einungis um helm- ingur af heildarveltu birtinga þannig að þær tölur gefa ekki rétta mynd af heildarmark- aðnum. Fjölmiðlanefnd hefur á hverju ári óskað eftir upp- lýsingum frá fjölmiðlum um auglýsingatekjur en heimtur hafa hingað til ekki verið fullnægjandi. Það er hins vegar forsenda þess að nákvæm stærð auglýsinga- markaðar liggi fyrir. Það sem helst skilur íslenskan auglýsingamarkað frá erlendum mörkuðum er hátt hlutfall auglýsingabirtinga í fréttablöðum en 37% af birtingarveltu hér á landi renna til þeirra. Sjónvarpsauglýsingar eru næstar í röðinni með rúmlega fimmtungs hlutdeild. Þessu er yfirleitt öfugt farið á erlendum mörkuðum þar sem hlutur sjónvarpsauglýsinga er ráðandi. Hlutdeild innlendra vefmiðla er 13% en hún hefur vaxið hægt undanfarin ár. Þessi hlutdeild er mun hærri á erlendum mörkuðum. Tekjur til erlendra vefmiðla eru ekki inni í tölum Hagstofunnar en áætlað er að 20- 25% af greiðslum til birtinga á vef renni til erlendra aðila. Áætlað er að íslenskir auglýsendur hafi varið 600 milljónum króna til auglýsingakaupa á erlendum vef- síðum á móti tæplega 1.900 milljónum króna hjá inn- lendum aðilum. Að lokum má nefna að hlutdeild út- varpsauglýsinga er óvenju há hér og er hún til dæmis þreföld á við það sem gerist innan Evrópusambands- ins. Stærð og fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsinga- markaði hefur oft og lengi verið til umræðu. Af tölum Hagstofunnar má lesa að hlutdeild RÚV á heildar- auglýsingamarkaðnum er 17%. Miðað við markaðinn í heild er tæplega hægt að tala um að fyrirferð RÚV sé mikil og þaðan af síður að hún sé markaðsráðandi. Á hinn bóginn er hlutur RÚV á sjón- varps- og hljóðvarpsmarkaði mikill og þar er RÚV eflaust markaðs- ráðandi, reyndar ásamt öðrum fjöl- miðlum. Í frétt Hagstofunnar eru færð rök fyrir því að samþjöppun sé mikil á íslenska auglýsingamark- aðnum og er þar stuðst við Herfindahl-Hirschman-stuðulinn. Meðal annars kemur fram að 75% auglýsingatekna renni til fimm rekstraraðila. Hlutur RÚV á aug- lýsingamarkaðnum nam sem fyrr segir 17% af heildarmarkaðnum en 22% ef aðeins er miðað við þá fimm stærstu á markaðnum. Út frá þessu er áhugavert að velta fyrir sér hvað myndi breytast ef RÚV hyrfi af markaðnum. Brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði gæti ýtt und- ir fákeppni á sjónvarps- og hljóðvarpsmarkaði þar sem fyrir eru aðilar með mjög háa markaðshlutdeild. Einn- ig er líklegt að samþjöppun á auglýsingamarkaði myndi aukast enn frekar. Þetta gæti stuðlað að hærra verði á auglýsingaplássi. Hærra auglýsingaverð myndi væntanlega styrkja rekstrarstöðu fjölmiðlanna á kostn- að auglýsenda. Aukið streymi auglýsinga til erlendra aðila yfir netið gæti líka orðið raunin við þessa breyt- ingu á markaði. Á hinn bóginn gæti brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði allt eins opnað fyrir innkomu nýrra fjölmiðla og þannig myndi markaðurinn leita jafnvægis. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands Samþjöppun á auglýsingamarkaði ” Það sem helst skilur íslenskan auglýsinga- markað frá erlendum mörkuðum er hátt hlut- fall auglýsingabirtinga í fréttablöðum en 37% af birtingarveltu hér á landi renna til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.