Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 14
Atvinnueign kynnir til sölu: Gott 1.029,8 fermetra skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á frábærum stað að Fossaleyni 16 í Grafar- vogi. Um er að ræða allan framhluta húss- ins. Rýmin sem um ræðir eru um 300 fm iðnaðar-/lagerrými með allt að 6 metra lofthæð og um 700 fm skrifstofurými á tveimur hæðum. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika þar sem auðvelt er að endurskipuleggja rýmin. Húsið lítur mjög vel út að utan, stórt malbikað bílaplan er við húsið með nóg af bílastæðum. Leigu- samningar við traustan leigutaka eru í gildi í megninu af húsinu en um 350 fm rými er laust til leigu frá áramótum, þar af um 200 fm iðnaðarrými. Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða á net- fangið jonoskar@atvinnueign.is Síðumúli 13 108 Reykjavík S. 577 5500 atvinnueign.is Fasteignamiðlun FJÁRFESTINGAKOSTUR FOSSALEYNIR 16 Jón Óskar Karlsson Löggiltur fasteignasali 693 9258 jonoskar@atvinnueign.is 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018FÓLK SPROTAR Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ViðskiptaMogginn sagði fyrst frá hugbúnaðarsprotanum FlowVR árið 2016. Í dag framleiðir FlowVR hugleiðslu-hugbúnað fyrir sýndar- veruleika sem leiðir notandann í gegnum stuttar en öflugar hug- leiðsluæfingar. Tilraunir á notagildi hugbúnaðarins benda til þess að FlowVR geti verið mikið þarfaþing á vinnustöðum og hjálpað starfsfólki að glíma betur við álag og áreiti. Á dögunum varð FlowVR hlut- skarpast í nýsköpunarsamkeppninni Gullegginu með nýrri viðbót við hug- búnaðinn: „Við höfum orðið vör við að notendur vilja ekki bara fá að hugleiða, heldur vilja líka sjá hvaða áhrif hugleiðslan hefur og langar að mæla árangurinn,“ segir Þóra Björk Elvarsdóttir, fjármálastjóri fyrir- tækisins. „Þess vegna er næsta skref hjá okkur að tengja saman sýndarveruleikann, snjallsímann og tæki sem t.d. mæla hjartslátt og öndun, svo að notendur sjái svart á hvítu hverju hugleiðslan breytir fyr- ir líkamann.“ Einangrar frá umhverfinu Að hugleiða með FlowVR er merkileg upplifun. Sýndarveruleik- inn færir notandann yfir í óspillta ís- lenska náttúru og þýð rödd hjálpar honum að hreinsa hugann við óminn af íslenskri tónlist úr smiðju hljóm- sveita á borð við Sigur Rós. Forritið býður upp á sex mismunandi æfing- ar sem einblína t.d. á slökun, einbeit- ingu eða öndun, og tekur hver æfing fjórar mínútur. Sumum lesendum gæti þótt það skrítið að hægt sé að stunda hug- leiðslu á aðeins fjórum mínútum og hafa margir þá mynd í huganum að til að hugleiða almennilega verði að sitja í lótusstellingu á jógamottu svo tímunum skiptir. Þóra segir sýnd- arveruleikatæknina breyta þessu. „Við getum blekkt bæði heyrn og sjón og einangrum notandann alveg frá umhverfi sínu. Hann er laus við allt það sem gæti truflað eða dreift huganum og útkoman er sú að á að- eins fjórum mínútum er hægt að ná jafn djúpri hugleiðslu og margir ná á klukkustund.“ Ekki þarf að fjölyrða um þann fjölbreytta ávinning sem felst í hug- leiðslu. Þeir sem á annað borð kom- ast upp á lagið með að hugleiða geta varla án þess verið, og finnst hug- leiðslan bæði bæta heilsu og líðan. „Við gerðum nýlega tilraun með ís- lenska fjártæknifyrirtækinu Meniga þar sem starfsmönnum stóð til boða að stunda hugleiðsluæfingar með FlowVR. Vakti athygli að ávinning- urinn kom ekki fram um leið, en eftir tveggja vikna notkun fóru þátttak- endur að greina frá greinilegum já- kvæðum áhrifum. Okkar nálgun þýðir að önnum kafið fólk getur not- ið gagnlegra áhrifa hugleiðslu án þess að þurfa að taka frá mikið lengri tíma en það tekur að sækja nýjan bolla af kaffi.“ Beðið eftir byltingu Þó að FlowVR hafi fengið góðar viðtökur þá hefur sett strik í reikn- inginn að sýndarveruleikatæknin hefur ekki náð þeirri útbreiðslu sem vonast var til. Hafði því verið spáð að sýndarveruleikahjálmar yrðu bráðum jafn algengir á heimilum og sjónvarpstæki en byltingin hefur látið á sér standa. Þóra segir fram- leiðendur samt ekki skorta metnað og hefur Facebook, sem á sínum tíma keypti Oculus, eitt af leiðandi merkjunum í sýndarveruleikatækni, lýst því yfir að 100 milljón sýnd- arveruleikahjálmar verði komnir í hendur neytenda árið 2024. Ef þær áætlanir ganga eftir mun FlowVR hafa mikla sérstöðu á risastórum markaði því aðeins tvö önnur sýnd- arveruleika-hugleiðsluforrit hafa náð einhverri útbreiðslu. „Þeirra áhersla er á tannlækna- stofur en við höfum hins vegar auga- stað á fyrirtækjum og stofnunum og lítum á Flow VR sem gott verkfæri til að hlúa að vellíðan starfsmanna,“ útskýrir Þóra en nú þegar á FlowVR í samvinnu við sænskt ráðgjafarfyr- irtæki og er unnið að því að kynna fyrirtækjum á Norðurlöndum þá möguleika sem felast í hugleiðslu í sýndarveruleika. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þóra Björk Elvarsdóttir (f.m.) ásamt Tristan Gribbin og Stefáni Árna hjá FlowVR. Fjórar mínútur af hugleiðslu í sýndarveruleika hafa mikil áhrif. Sýndarveruleiki eflir hugleiðsluna Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tilraunir benda til að hug- leiðsla í sýndarveruleika geti haft góð áhrif á starfs- fólk. FlowVR er m.a. byrjað að þreifa fyrir sér á Norður- landamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.