Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Forstjóra Matís sagt upp störfum Þurfa að millilenda á leiðinni vestur Vilja semja eins fljótt og auðið er Lengsta áætlunarflug íslenskrar ......... Óljóst hvort Skúli verði ......................... Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Soffía Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri nýstofnaðs leigu- félags Íbúðalánasjóðs, Leigu- félagsins Bríetar ehf., segist í skriflegu svari við fyrirspurn Við- skiptaMoggans reikna með að um 270 íbúðir í eigu sjóðsins muni flytjast til félagsins. Mun Bríet yf- irtaka eignarhald og rekstur á fasteignum ÍLS um land allt, en sjóðurinn á um 300 eignir í dag og af þeim eru 200 í leigu nú þegar. Tilgangur Leigufélagsins Bríet- ar ehf. er langtímaleiga íbúðar- húsnæðis á landsbyggðinni og seg- ir Soffía að félagið muni leita samstarfs við sveitarfélög í þeim tilgangi. Útfærsla þess samstarfs sé þó enn í undirbúningi. Spurð að því hvort aðrar eignir sem ÍLS kunni að leysa til sín í framtíðinni muni renna inn í Bríeti, segir Soffía að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það ennþá. Að sögn Soffíu er ástæða þess að stofnað er sérstakt leigufélag sú að sjóðnum er gert að leigja þær eignir sem hann á í dag. „Við teljum það henta betur að setja eignirnar í sér félag til að ná utan um þetta ábyrgðarmikla verkefni.“ En kom aldrei til álita að selja öðrum íbúðaleigufélögum eign- irnar, félögum eins og Heimavöll- um eða Félagsstofnun stúdenta? „Það var ekki skoðað á þessum tíma enda eru flestar þessara eigna á landsbyggðinni og falla ekki að þeim viðmiðum sem þau félög hafa vegna stærðar, stað- setningar eða annarra þátta.“ Spurð að því hvort Bríet muni bæta við sig eignum á frjálsum markaði í framtíðinni, segir Soffía að ekki sé hægt að svara því að sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilgangur Leigufélagsins Bríetar ehf. er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Leitað verður eftir samstarfi við sveitarfélögin. Bríet eignast 270 ÍLS-íbúðir Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Leigufélagið Bríet mun taka yfir eignarhald og rekstur á fasteignum Íbúðalánasjóðs. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hart er nú deilt um bágan fjár-hag Íslandspósts og því miður virðist þar birtast hversu eitrað ástand getur myndast þegar ríkis- fyrirtæki blanda sér í samkeppnis- rekstur. Úr þeirri stöðu þarf að greiða og heppilegast væri ef eðlileg skref yrðu stigin í þá átt að afnema að fullu þann einkarétt sem fyrir- tækið hefur á sínum herðum í tengslum við bréfsendingar. Eitt af því sem fram hefur komið íumræðu um stöðu Póstsins er það gríðarmikla magn bögglasend- inga sem nú berast til landsins að ut- an. Það á ekki síst við um sendingar frá Kína. Forsvarsmenn Póstsins segja þessa holskeflu valda stórum hluta þess taps sem fyrirtækið burðast nú með. Það kemur til af þeirri staðreynd að samkvæmt samningum Alþjóðapóstsambands- ins ber samningsríkjum að greiða niður sendingar sem berast frá þró- unarríkjum. Kína fellur í þann flokk þótt um annað mesta efnahagsveldi jarðarkringlunnar sé að ræða. Nýlega hótaði Donald Trump þvíað segja upp þessum óláns- samningi og vísaði til þess að það væri andstætt bandarískum hags- munum að viðhalda niðurgreiðslu- kerfi á sendingum frá Kína. Enn hefur ekkert orðið af því hjá Trump en eftir hverju er að bíða hjá ráða- mönnum hér á landi? Þeir ættu að taka á sig rögg og segja upp þessum samningi. Liggur það ekki í augum uppi? Verum nú fyrri tilFlestir gera sér grein fyrir mikil-vægi varaflugvalla. Enginn vill vera um borð í flugvél sem ekki get- ur lent. Ef ein leið lokast fyrir flugvél til lendingar, verður önnur að vera fær, að öðrum kosti er mikil vá fyrir dyrum. Bent hefur verið á mikilvægi þess að tryggja uppbyggingu vara- flugvalla fyrir Keflavíkurflugvöll, einkum í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Flugbrautirnar sem slíkar eru brúklegar en flughlöðin sem notast þarf við, ef margar vélar þurfa að nýta vellina á tilteknum tíma, eru afar takmarkandi þáttur. Það virðist stjórnvöldum erfittað ráða úr þessu en víst er að enginn vill bera ábyrgð á ástandi þar sem vél ætti ekki í neina „höfn“ að venda. Ólíkt skipum geta flug- vélar ekki lónað lengi úti fyrir sín- um höfnum. Á sama tíma og lítið fjármagn fæst til að byggja upp varaflugvellina heldur gríðarleg fjárfesting áfram á Keflavík- urflugvelli og mun hún að öllu óbreyttu slaga í 200 milljarða á næstu árum. Innherji hefur áður bent á að þessari fjárfestingu fylgir áhætta, enda byggist upp- byggingin á spálíkönum um fjölg- un ferðamanna á komandi áratug- um. Það er ekki til hugarhægðar að spálíkan það hefur nær aldrei spáð rétt um framtíðina, ekki einu sinni þá sem þó er rétt handan við horn- ið. Og nú hefur forstjóri Skipulags-stofnunar stigið fram og rætt hina miklu uppbyggingu á Miðnes- heiði. Í forvitnilegu viðtali á sjón- varpsstöðinni Hringbraut segir for- stjórinn að stækkun flugstöðvar- innar sé í raun á „sjálfstýringu“. Gagnrýnir hún að uppbyggingin sé á hendi opinbers hlutafélags en sé ekki beint á hendi stjórnvalda, þótt hún varði landið allt. Bendir hún á þau furðulegheit að þessi gríðarlega fjár- festing sé ekki hluti af samgöngu- áætlun! Bendir hún á að í núverandi áætlun sé „hógværa og litla umfjöll- un um Keflavíkurflugvöll“ að finna. Það skýtur skökku við og þarnamættu dugandi stjórnmála- menn, sem bera ábyrgð á fjármálum hins opinbera, stíga inn í og tryggja að varlega verði stigið til jarðar. Verði fjöldi þeirra sem fara um Keflavíkurflugvöll árið 2040 ekki 24 milljónir, gæti þessi framkvæmda- gleði snúist upp í allt aðra og miður gleðilega stöðu. Þeir sem borga myndu brúsann í þeim aðstæðum eru allt aðrir en þeir sem núna stofna til hinna gríðarmiklu skuldbindinga, án skýrs umboðs frá almenningi eða fullnægjandi umræðu um fjárfest- inguna. Sjálfstýring á jörðu niðri KPMG og Deloitte í Bretlandi hafa losað sig við 27 meðeig- endur vegna óviðeig- andi hegðunar þeirra Losa sig við meðeigendur 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.