Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 1
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég get því miður ekkert tjáð mig um framtíð mína á þessu stigi máls- ins,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýsku bikarmeistaranna Rhein-Neckar Löwen, við Morgun- blaðið í gær þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við óstaðfestum fregnum franska dagblaðsins Le Parisien í fyrradag þess efnis að Guðjón gengi til liðs við franska meistaraliðið PSG í sumar. „Ég get þó sagt þér að engin ákvörðun hefur verið tekin af fjöl- skyldunni og ég hef ekki skrifað undir neina samninga,“ sagði Guðjón Valur ennfremur við fyrirspurn Morgublaðsins. Samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út um mitt næsta ár. Guðjón Valur kom til RNL sumarið 2016 eftir tveggja ára veru hjá Barcelona. Áður hafði hann leikið með THW Kiel, RNL, Gum- mersbach og Tusem Essen í Þýska- landi auk AG Köbenhavn og íslensku liðanna KA og Gróttu/KR. Atvinnu- mannsferill Guðjóns Vals í Evrópu spannar tæp 18 ár og sér svo sann- arlega ekki fyrir endann á honum. Vangaveltur hafa verið uppi um skeið að núverandi aðal vinstri hornamaður PSG, Þjóðverjinn Uwe Gensheimer, yfirgefi liðið næsta sumar og haldi á ný heim til Þýska- lands. Guðjón Valur mun þar með leysa Gensheimer af hjá PSG líkt og hann gerði hjá RNL sumarið 2016 þegar Gensheimer flutti til Parísar. „Að sjálfsögðu höfum við áhuga á að fá Gensheimer til liðs við okkur á nýjan leik. Þess vegna höfum við rætt við hann,“ sagði Jennifer Kette- mann, framkvæmdastjóri RNL, í samtali við Mannheimer Morgen á dögunum. „Það er hinsvegar ljóst að ef af komu hans verður þurfum við að fá öflugan styrktaraðila í lið með okkur,“ sagði Kettermann. Gensheimer lék með RNL frá 2003 til 2016. Hann er 32 ára gamall, sjö árum yngri en Guðjón Valur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon París? Verður franska höfuðborgin næsti áfangastaður Guðjóns Vals. Hef ekki skrifað undir neitt  Guðjón Valur kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíðina FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Stjarnan hefur verið á meðal efstu liða á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu um árabil eða frá því uppgangur liðs- ins hófst á ný fyrir um áratug. Eins og fram hefur komið í blaðinu að undan- förnu verða geysilega miklar breyt- ingar á liði Stjörnunnar á milli ára af ýmsum ástæðum. Leikmenn hafa skipt um lið innanlands og farið utan auk þess sem meiðsli og barneignir setja svip sinn á leikmannahópinn. Nýr þjálfari liðsins, Kristján Guð- mundsson, fær nú það verkefni að vinna úr stöðunni og móta svo að segja nýtt lið. Morgunblaðið tók púls- inn á Kristjáni og leitaði viðbragða hans við fréttum síðustu vikna. „Já, þetta eru óvenjumikið, það er rétt. Við getum orðað það þannig að verkefnið í dag er ekki sama verkefnið og þegar ég samdi fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Kristján en hann segir Garðbæ- inga vera að vinna í leikmannamálum um þessar mundir. „Það skiptir höfuðmáli að búa til lið sem vinnur saman. Við erum að fín- pússa og komin töluvert langt í þeirri vinnu. Við munum sækja leikmenn er- lendis en það verða ekki fleiri en tveir til þrír. Við munum ekki hrúga inn er- lendum leikmönnum. Við höfum feng- ið nokkra íslenska leikmenn til að þétta hópinn. Við fylgjumst með ís- lenska markaðnum ef einhver hreyf- ing verður þar en annars munum við færa leikmenn úr 3. og 2. flokki upp í meistaraflokk. Núna eru ansi margir leikmenn úr 2. og 3. flokki að æfa með okkur og það eru fínar stelpur. Við munum reyna að stilla upp sterku liði,“ segir Kristján. Átta leikmenn hafa yfirgefið Stjörnuna og lykilmenn í sumum til- fellum. Fimm eru komnar í staðinn. Þá er ein hætt, ein ófrísk og tvær með slitið krossband. Þær Harpa Þor- steinsdóttir og Telma Hjaltalín Þrast- ardóttir slitu krossband og Katrín Ás- björnsdóttir á von á barni. Kristján segist ekki geta reiknað með því að nota þessa leikmenn næsta sumar en heldur í vonina að þær geti nýst liðinu. „Telma hefur slitið þrívegis í sama hné og ákveðið var að gera ekki að- gerð heldur þjálfa hnéð og prófa spelku í byrjun næsta árs og sjá hvernig það gengur. Harpa fór hins vegar í aðgerð og við vitum ekki alveg hvenær hún verður leikfær. Það gæti mögulega orðið seinni hluta sumars. Þetta er ákveðin tilraun varðandi Telmu og vonandi gengur það upp. Erfitt er fyrir mig að reikna með þeim en ég vonast eftir því að geta nýtt þær. Katrín verður væntanlega ekk- ert með næsta sumar þar sem hún er að eignast barn. Munum reyna að stilla upp sterku liði  Stefnt að því að sækja tvo til þrjá erlenda leikmenn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ófrísk Katrín Ásbjörnsdóttir missir líklega af næsta keppnistímabili. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 ÍÞRÓTTIR HM í handbolta Guðmundur Þ. Guðmundsson tilkynnir 28 manna hóp á næstu dögum. Mánuður í fyrsta leik á mánudag. Guðjón er á leið á sitt 22. stórmót. Hvaða markverðir verða í hópnum? 2-3 Íþróttir mbl.is Áhugaverðar fréttir voru fluttar á vefmiðl- inum Kooora.com í gær um að Heimir Hall- grímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, kæmi til greina sem næsti þjálfari Al Arabi sem leikur í efstu deild í Katar. Þar var fullyrt að Heimir væri nú í Katar að kanna aðstæður hjá félaginu. Vefmiðillinn Fótbolti.net segist hafa heimildir fyrir því að Heimir hafi farið utan á dögunum til viðræðna við erlent knatt- spyrnufélag en þar kemur ekki fram um hvaða land kunni að vera að ræða. Hlé verður gert á deildakeppninni í Katar frá og með 15. desember og er Al Arabi í 7. sæti af 12 liðum. Liðið á sér þó glæsilega sögu um mun hafa orðið meistari sjö sinnum, síðast 1997, samkvæmt Wikipedia. sport@mbl.is Heimir sagður skoða aðstæður í Katar Heimir Hallgrímsson Róbert Ísak Jónsson er búinn að landa tveimur sigrum á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem fram fer í Oulu í Finn- landi þessa dagana. Róbert Ísak, sem keppir fyrir Fjörð í flokki S14, er einn sex íslenskra keppenda á mótinu. Hann varð Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:00,60 mínútum, eða tæpum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Hann bætti svo við öðrum titli með því að vinna 100 metra bringusund á 1:10,44. Guðfinnur Karlsson varð í 6. sæti í þeirri grein á 1:26,58. Þórey Ísafold Magnúsdóttir vann silfurverðlaun í 100 metra bringusundi á 1:26,22 mínútu. Thelma Björg Björnsdóttir varð þar í 4. sæti á 1:56,58. sport@mbl.is Róbert Ísak sigursæll á NM í Finnlandi Róbert Ísak Jónsson Seltirningurinn Viggó Kristjánsson var markahæstur og skoraði sigurmarkið þeg- ar West Wien vann 27:26-útisigur á HSG Graz í austurrísku úrvalsdeildinni í hand- bolta í gærkvöld. Viggó skoraði sjö mörk í leiknum, þar af síðasta markið þegar 45 sekúndur voru eft- ir. Heimamönnum tókst ekki að nýta þann tíma til að jafna. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir West Wien og Guðmundur Hólmar Helgason tvö, en Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Ísak Rafnsson skoraði fjögur mörk fyrir Schwaz í 26:24- útisigri á Bregenz í sömu deild. West Wien er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, fimm stig- um frá toppnum en Schwaz er í 6. sæti með 16 stig. Viggó drjúgur í marka- skorun í Austurríki Viggó Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.