Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 3
k, hefur að undanförnu legið undir
di og velt fyrir sér hverja skal velja
8 manna hópinn og hverja ekki.
uga þarf að því að eiga öfluga 12
kmenn í allar stöður, leikmenn sem
eð stuttum fyrirvara geta hlaupið í
arðið fyrir einhvern þeirra 16 sem
ra til Þýskalands komi upp meiðsli
a af öðrum ástæðum á meðan HM
endur yfir.
Afar sennilegt er að Guðmundur
rður velji a.m.k. 18 af þeim 19 leik-
önnum sem hann valdi fyrir síðasta
rkefni landsliðsins sem voru leikir
gn Grikkjum og Tyrkjum í und-
keppni EM í lok október. Þá voru
llaðir til:
Markverðir: Aron Rafn Eðvarðs-
n, Björgvin Páll Gústavsson, Viktor
sli Hallgrímsson.
Vinsta horn: Bjarki Már Elísson,
efán Rafn Sigurmannsson.
Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson,
afur Andrés Guðmundsson og Ólaf-
Gústafsson.
Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson,
sli Þorgeir Kristjánsson, Haukur
astarson.
Hægri skyttur: Ómar Ingi Magn-
son, Rúnar Kárason.
Hægra horn: Arnór Þór Gunn-
sson, Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Línumenn: Arnar Freyr Arnars-
n, Ágúst Birgisson, Ýmir Örn Gísla-
n.
Varnarmaður: Daníel Þór Ingason.
órir markverðir
Eina spurningarmerkið sem ég set
ð þennan hóp er Viktor Gísli. Senni-
ga velur Guðmundur fjóra mark-
rði og þar með gæti hann hugs-
lega sleppt Viktori Gísla og valið
gúst Elí Björgvinsson og Daníel
ey Andrésson. Báðir hafa þeir
meiri reynslu en Viktor Gísli ef til
þess kemur að kalla þurfi inn þriðja
markvörðinn í hópinn. Þekkt er frá
fyrri mótum íslenska landsliðsins
undir stjórn Guðmundar Þórðar að
hann hefur skipt út markvörðum í
miðju móti hafi hann verið óánægður
með frammistöðu þeirra. Ósennilegt
verður að teljast að Guðmundur veðji
á Viktor Gísla sem þriðja kost, ef til
þess kemur að Aron Rafn eða Björg-
vin Páll heltist úr lestinni. Þess utan
hefur Aron Rafn verið talsvert frá
keppni síðustu mánuði.
Fullvíst er að Guðjón Valur Sig-
urðsson gefur kost á sér í HM-
hópinn. Þar með er nokkuð víst að
annaðhvort Bjarki Már eða Stefán
Rafn fara ekki með til Þýskalands.
Guðjón Valur var ekki með í leikj-
unum í október en ekki er annað vitað
en hann sé klár í að taka slaginn á
sínu 22. stórmóti enda sjaldan verið í
betra leikformi en nú um stundir.
Aðrir sem koma sterklega til
greina í 28 manna hópinn eru Heimir
Óli Heimisson, línumaður Hauka, sem
sennilega hefur aldrei verið betri en
um þessar mundir. Hann hefur þann kost
að geta leikið jafnt í vörn sem sókn og hef-
ur nýtt marktækifæri sín vel.
Janus Daði eða Ólafur Bjarki
Janus Daði Smárason, miðjumaður hjá
Aalborg í Danmörku, verður vafalaust
einnig í 28 manna hópnum þótt hann hafi
ekki átt upp á pallborðið hjá landsliðs-
þjálfaranum í síðustu verkefnum. Eins er
ekki hægt að útiloka að Ólafur Bjarki
Ragnarsson verði í hópnum, að því til-
skildu að hann glími ekki við meiðsli.
Hann hefur átt góða leiki með West Wien
í Austurríki.
Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður
ÍBV, er sennilega einnig inni í myndinni
þrátt fyrir að hafa oft leikið betur en upp á
síðkastið. Theodór kom til greina fyrir
leiki landsliðsins í október en gaf ekki kost
á sér af persónulegum ástæðum. Óðinn
Þór Ríkharðsson hlýtur einnig að koma til
álita eftir gott tímabil hjá GOG í dönsku
úrvalsdeildinni.
Alexander Júlíusson verður vafalaust
með í vangaveltum Guðmundar um valið á
hópnum. Alexander er sterkur varnar-
maður og fékk eldskírn með landsliðinu á
móti Noregi í apríl, rétt eftir að Guð-
mundur tók við þjálfun liðsins.
Egill Magnússon, stórskytta Stjörn-
unnar, kemur einnig til greina eftir að
hafa leikið afar vel með Stjörnunni á síð-
ustu vikum og skorað átta mörk að jafnaði
í leik í Olís-deildinni.
Að lokum er það spurningin um hver
verður þriðja örvhenta skyttan í 28
mannahópnum. Maður sem væri tilbúinn
að leysa af Ómar Inga og Rúnar ef eitt-
hvað bjátar á hjá þeim. Þar gætu Ásgeir
Örn Hallgrímsson, Ragnar Jóhannsson og
Viggó Kristjánsson komið til greina. Af
þeim þremur ætla ég að veðja á að
reynslumaðurinn Ásgeir Örn verði til
taks.
r fara á HM í Þýskalandi?
Morgunblaðið/Eggert
HM 2019 Guðmundur Þórður Guðmundsson fer með sextán leikmenn til
Þýskalands en tólf til viðbótar verða til taks ef gera þarf breytingar á hópnum.
opinberar 28 manna landsliðshóp sinn eftir helgi Guðjón Valur með á ný og tekur
i á ferlinum Hvaða markverðir verða í hópnum? Flautað til leiks eftir mánuð
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Morgunblaðið/Ómar
Heimkoma Björn Daníel Sverrisson gæti klæðst
búningi FH á ný eða gengið til liðs við Val.
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, seg-
ir að félagið sé í leit að miðjumanni til öryggis
ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir Aron Ein-
ar Gunnarsson landsliðsfyrirliða. Aron var
ekki með Cardiff framan af tímabili þar sem
hann vann í að komast af stað eftir meiðsli.
Eftir að Aron byrjaði að spila hefur Cardiff
unnið þrjá af sjö leikjum sínum en það eru einu
þrír sigrar liðsins á tímabilinu, og er liðið í 16.
sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Warnock ræddi
um hugsanleg leikmannakaup Cardiff í janúar,
á fréttamannafundi í gær, og viðurkenndi að
væri að leita að hægri bakverði og framherja: „Síðan erum við að
litast um eftir miðjumanni ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir Ar-
on Gunnarsson. Við höfum engan í hópnum sem getur leikið í
hans stöðu eins vel og Aron gerir,“ sagði Warnock. sindris@mbl.is
Þarf mann fyrir Aron
Neil
Warnock
Ísland tapaði fyrir sterku liði Hollands 5:0 í
fyrsta leik sínum í forkeppni EM landsliða í
badminton en keppt er í Portúgal. Fyrirfram
er búist við að Holland sé sterkasta liðið í
riðli Íslands og bendir ýmislegt til að það sé
rétt miðað við úrslitin. Í riðlinum keppa einn-
ig Portúgal og Sviss og hafði Sviss betur 4:1.
Liðið sem vinnur riðilinn vinnur sér þar með
inn keppnisrétt á EM sem fram fer í Dan-
mörku í febrúar. Kári Gunnarsson og Arna
Karen Jóhannsdóttir töpuðu leikjum sínum í
einliðaleik. Kári 21:18 og 21:10 en Arna 21:6
og 21:7. Í tvenndarleik töpuðu Kristófer Darri Finnsson og Mar-
grét Jóhannsdóttir 21:7 og 21:17. Margrét og Sigríður Árna-
dóttir töpuðu í tvíliðaleik 21:10 og 21:15, og Kristófer Darri og
Davíð Bjarni Björnsson töpuðu 21:10 og 21:11. sport@mbl.is
Stórt tap gegn Hollandi
Kári
Gunnarsson
Gærkvöldið var gott fyrir karlaliðin hjá Fjölni
í vetraríþróttunum handknattleik og körfu-
knattleik en bæði leika þau í b-deildum Ís-
landsmótsins og virðast líkleg til að berjast um
sæti í efstu deildunum.
Fjölnir jafnaði við lið Vestra, Hamars og
Hattar að stigum í 2.-5. sæti fyrstu deildar
karla í körfunni með mikilvægum sigri á
Vestra á heimavelli, 98:93. Hamar vann Sindra
á Hornafirði, 104:98.
Fjölnismenn eru á réttri leið í tilraun sinni
til að snúa strax aftur upp í Olís-deild karla í
handboltanum eftir að hafa fallið þaðan í vor.
Fjölnir er með þriggja stiga forskot á toppi Grill 66 deild-
arinnar eftir sigur á Haukum U í gær , 27:23, á Ásvöllum. Fjöln-
ismenn voru 16:9 yfir í hálfleik. sport@mbl.is
Fínir sigrar Fjölnis
Kári Garðarsson,
þjálfari Fjölnis.
Nýliðar Aftureldingar í 1. deild karla
í knattspyrnu fengu í gær til liðs við
sig Ásgeir Örn Arnþórsson frá Fylki.
Ásgeir, sem er 28 ára gamall og hefur
áður verið í láni hjá Aftureldingu, á að
baki 113 leiki með Fylki í úrvalsdeild-
inni og hefur skorað í þeim níu mörk
en hann spilaði ellefu leiki í deildinni á
síðasta tímabili.
Enska knattspyrnufélagið Everton
staðfesti í gær ráðningu Grétars
Rafns Steinssonar, fyrrverandi lands-
liðs- og atvinnumanns, til félagsins.
Hann verður „yfirnjósnari“ félagsins í
Evrópu, utan Bretlandseyja, og yfir-
gefur Fleetwood Town eftir fjögur ár
þar sem yfirmaður knattspyrnumála.
Sadio Mané og Dejan Lovren verða
ekki með Liverpool í dag þegar liðið
sækir Bournemouth heim í úrvals-
deildinni í knattspyrnu en liðin mæt-
ast í hádegisleik dagsins klukkan
12.30. Jürgen Klopp knattspyrnustjóri
staðfesti í gær að þeir væru ekki leik-
færir vegna meiðsla.
Topplið
Manchester
City sækir
Chelsea heim
síðdegis en
þar vantar
bæði Sergio
Agüero og Kevin De
Bruyne sem eru
meiddir. City er
með tveggja stiga
forskot á Liver-
pool en bæði liðin
eru taplaus eftir
fimmtán umferðir.
Eitt
ogannað
Skagamenn greindu frá því á heimasíðu sinni í gær
að ÍA hefði gengið frá sölu á tveimur ungum knatt-
spyrnumönnum, Ísak Bergmann Jóhannessyni og
Oliver Stefánssyni, til sænska félagsins Norrköp-
ing. Ísak er 15 ára og Oliver 16 ára og báðir léku
þeir sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA í loka-
umferð 1. deildar karla í haust.
Báðir hafa þeir spilað mikið með yngri landsliðum
Íslands. Ísak hefur á rúmu ári leikið 14 leiki með
U15 til U17 ára liðunum og Oliver 11 leiki með U16
til U18 ára liðunum.
Oliver fer þar með á sömu slóðir og faðir hans,
Stefán Þór Þórðarson, sem lék með Norrköping á
árunum 2005 til 2009 og var einn vinsælasti leik-
maður liðsins um það leyti, og frændi hans Þórður
Þórðarson sem varði mark liðsins 1999-2000. Faðir
Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, núverandi
þjálfari ÍA, sem sjálfur var atvinnumaður í 14 ár.
Með Norrköping spila þeir Guðmundur Þórarins-
son og Alfons Sampsted en félagið seldi Skaga-
manninn Arnór Sigurðsson til Rússlands í sumar,
sem og Jón Guðna Fjóluson. vs@mbl.is
Ísak og Oliver
til Norrköping
Ljósmynd/kfia.is
Norrköping Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann
Jóhannesson í treyjum frá sínu nýja félagi.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olís-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – ÍBV .................... L16
Höllin Ak.: Akureyri – KA..................... L18
Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. S17
Origo-höllin: Valur – Fram ............... S19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH U – ÍBV U................ S15.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
MG-höllin: Stjarnan – KR ................. S19.15
Hertz-hellirinn: ÍR – Njarðvík ......... S19.15
Smárinn: Breiðablik – Tindastóll ..... S19.15
Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ ............ S19.15
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
MG-höllin: Stjarnan – Skallagrímur L16.30
Stykkishólmur: Snæfell – KR ............... L17
1. deild kvenna:
Hveragerði: Hamar – Njarðvík............. L14
Mustad-höll: Grindavík – Tindastóll L16.30
Hertz-hellirinn: ÍR – Þór Ak ................. L17
Dalhús: Fjölnir – Tindastóll................... S14
UM HELGINA!