Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 2
HM 2019 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku og í Þýskalandi í næsta mánuði. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjunum fimmtudaginn 10. janúar í Berlín og Kaupmannahöfn. Þjóðverjar mæta Kóreubúum en Danir eiga við Síle- menn. Daginn eftir mætir íslenska landsliðið landsliði Króatíu í Ólympíu- höllinni í München. Dagana á eftir taka við hjá íslenska liðinu leikir við Spánverja, Bareina, Japani og Make- dóníumenn í riðlakeppninni sem lýkur fimmtudagskvöldið 17. janúar. Eftir það taka við annaðhvort leikir í milli- riðlakeppni eða í forsetabikarnum þar sem eigast við þrjú neðstu lið hvers riðils keppninnar en leikið verður í fjórum riðlum á fyrsta stigi mótsins. Þrjú efstu lið hvers riðils fara í milli- riðla sem teknir verða upp á nýjan leik en á undangengnum þremur HM hefur millriðlakeppninni verið sleppt en þess í stað leikið í útsláttarkeppni. Eftir helgina verður opinberaður listi með nöfnum 28 leikmanna sem hver landsliðsþjálfari hefur valið til undirbúnings og þátttöku í mótinu. Af þeim taka 16 leikmenn þátt í mótinu. Leyfilegt er að skipta leikmönnum út af 16 manna hópnum meðan á mótinu stendur. Komi til þess má aðeins kalla inn í staðinn leikmenn sem eru á 28 manna listanum sem tilkynntur er til mótsstjórnar mánuði áður en mótið hefst. Á mánudaginn er mánuður þar til flautað verður til leiks á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik feld í 28 Hu leik me ska far eða ste A Þór mö ver geg ank kal M son Gís V Ste V Óla ur M Gís Þra H úss H ars L son son V Fjó E við leg ver anl Ág Fr Hverjir  Guðmundur Þórður þátt í sínu 22. stórmóti 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans í norska landsliðinu eiga enn von um að verja Evrópumeistaratitil sinn í handbolta eftir risasigur á Ungverjalandi í Frakklandi í gær- kvöld, 38:25. Noregur náði þar með í sín fyrstu tvö stig í milliriðli 2, og jafnaði Ungverjaland að stigum. Rúmenía, Holland og Þýskaland eru efst í riðlinum með 4 stig hvert en Rúmenía og Holland eiga leik til góða og mætast á sunnudaginn. Að- eins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit og því ljóst að Noregur þarf einnig að vinna Holland næsta þriðjudag og Spán degi síðar til þess að eiga von um að komast í undan- úrslitin. Norska liðið fór á kostum í gær eins og lokatölurnar bera með sér en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12, og vann seinni hálfleikinn með nánast sama mun. Heidi Löke skor- aði sjö mörk úr sjö skotum og þær Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal komu næstar með sex mörk hvor, en Gabriella Toth var marka- hæst Ungverja með sex mörk. Fyrr í gær höfðu Þjóðverjar betur gegn Spánverjum 29:23 og þær þýsku lifa í voninni að spila um verð- laun. Þórir á enn von um verðlaun AFP Líflegur Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni í leiknum í gær.  Norska liðið sýndi sparihliðarnar Síðdegis í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí næsta sumar. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn voru tilkynntir í gær, um leið og heimslisti FIFA var birtur, og þar er athyglisverðast að Evrópumeistarar Hollands, sem komust á HM í gegnum umspil, eru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Á HM 2019 leika 24 þjóðir sem verður skipt í sex riðla og ein þjóð verður dregin úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Flokkarnir eru þannig skipaðir, sæti á heimslist- anum í sviga, en til samanburðar er Ísland er í 22. sæti á listanum: 1. flokkur: Bandaríkin (1), Þýskaland (2), Frakkland (3), England (4), Kanada (5), Ástralía (6). 2. flokkur: Holland (7), Japan (8), Svíþjóð (9), Brasilía (10), Spánn (12), Nor- egur (13). 3. flokkur: Norður-Kórea (11), Kína (15), Ítalía (16), Nýja-Sjáland (19), Skot- land (20), Taíland (29). 4. flokkur: Argentína (36), Síle (38), Nígería (39), Kamerún (46), Suður-Afríka (48), Jamaíka (53). vs@mbl.is Dregið í HM-riðlana í dag Gísli Eyjólfsson mun freista gæfunnar hjá sænska B- deildarliðinu Mjällby á næsta tímabili en félagið greindi frá því í gærkvöldi að Gísli væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Ekki er um kaup á leikmanninum að ræða held- ur er hann lánaður frá Breiðabliki. Hjá Mjällby hittir Gísli fyrir þjálfarann Milos Milojevic sem þjálfaði hann hjá Breiðabliki en var einnig þjálfari Vík- ings hér heima. Milos, sem er íslenskur ríkisborgari, tók við Mjällby í C-deildinni og kom liðinu örugglega upp í B-deild þar sem það leikur á næsta tímabili. Gísli, sem er 24 ára gamall, átti mjög gott tímabil með Breiðabliki í síðasta sumar og varð til að mynda efstur í M- einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi- deildinni á síðasta keppnistímabili. Gísli hefur leikið með Breiðabliki stærstan hluta síns ferils en verið lánaður þaðan til Augnabliks, Hauka og Víkings í Ólafsvík. sport@mbl.is Gísli fer til Svíþjóðar Gísli Eyjólfsson Holland Fortuna Sittard – AZ Alkmaar.............. 0:3  Albert Guðmundsson sat á varamanna- bekk AZ. PSV Eindhoven – Excelsior ................... 6:0  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 35 mín- úturnar en Mikael Anderson var ekki í leik- mannahópi Excelsior. England B-deild: WBA – Aston Villa................................... 2:2  Birkir Bjarnason hjá Aston Villa er frá keppni vegna meiðsla. Staða efstu liða: Norwich 20 12 4 4 35:22 40 Leeds 20 11 6 3 33:17 39 WBA 21 10 6 5 44:30 36 Middlesbro 20 9 8 3 22:13 35 Nottingham F. 20 8 10 2 32:21 34 Sheffield Utd 20 10 4 6 32:24 34 Derby 20 10 4 6 30:24 34 Aston Villa 21 8 8 5 41:32 32 Ítalía Juventus – Inter Mílanó .......................... 1:0 Staða efstu liða: Juventus 15 14 1 0 32:8 43 Napoli 14 10 2 2 28:14 32 Inter Mílanó 15 9 2 4 27:13 29 AC Milan 14 7 4 3 24:18 25 Spánn Leganés – Getafe...................................... 1:1 Þýskaland Werder Bremen – Düsseldorf................ 3:1  Aron Jóhannsson hjá Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Staða efstu liða: Dortmund 13 10 3 0 37:13 33 M’gladbach 13 8 2 3 30:16 26 RB Leipzig 13 7 4 2 24:10 25 Bayern Münch. 13 7 3 3 25:18 24 KNATTSPYRNA EM kvenna í Frakklandi Milliriðill 2: Ungverjaland – Noregur.................... 25:38  Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Spánn – Þýskaland............................... 23:29 Staðan: Rúmenía 2 2 0 0 60:47 4 Holland 2 2 0 0 56:52 4 Þýskaland 3 2 0 1 86:84 4 Noregur 3 1 0 2 93:89 2 Ungverjaland 3 1 0 2 82:92 2 Spánn 3 0 0 3 76:89 0 Grill 66 deild karla Þróttur – Víkingur ............................... 32:22 Haukar U – Fjölnir .............................. 23:27 Staðan: Fjölnir 10 9 0 1 297:250 18 Valur U 10 7 1 2 302:240 15 Haukar U 10 7 0 3 261:241 14 HK 10 5 1 4 270:275 11 Þróttur 9 4 2 3 281:265 10 FH U 9 4 1 4 253:268 9 Víkingur 9 4 1 4 239:250 9 ÍR U 10 2 1 7 271:299 5 Stjarnan U 10 2 1 7 275:312 5 ÍBV U 9 0 0 9 237:286 0 Þýskaland B-deild: Hamburg – Lübeck-Schwartau......... 18:21  Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í marki Hamburg.  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði ekki fyrir Lübeck-Schwartau. Austurríki HSG Graz – West Wien ....................... 26:27  Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir West Wien, Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 og Guðmundur Hólmar Helgason 2. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Bregenz – Schwaz............................... 24:26  Ísak Rafnsson skoraði 4 mörk fyrir Schwaz. HANDBOLTI 1. deild karla Fjölnir – Vestri ..................................... 98:93 Sindri – Hamar ................................... 98:104 Staðan: Þór Ak. 9 8 1 872:731 16 Fjölnir 9 6 3 868:781 12 Höttur 8 6 2 719:643 12 Vestri 9 6 3 801:722 12 Hamar 9 6 3 879:834 12 Selfoss 9 3 6 759:766 6 Sindri 10 1 9 805:954 2 Snæfell 9 0 9 547:819 0 Þýskaland Alba Berlín – Frankfurt ..................... 87:74  Martin Hermannsson hjá Alba er frá keppni vegna meiðsla. NBA-deildin Boston – New York .......................... 128:100 Portland – Phoenix............................. 108:86 Utah – Houston .................................. 118:91 KÖRFUBOLTI Pernille Harder frá Danmörku, samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska meistaraliðinu Wolfsburg, er besta knattspyrnukona heims 2018, samkvæmt kosningu enska fjölmiðilsins The Gu- ardian sem birti í gær lokaniðurstöðu sína í valinu á þeim 100 bestu. Harder, sem er 26 ára gömul, varð markadrottning þýsku 1. deildarinnar 2017-18 og var í ágúst útnefnd besta knattspyrnukona Evrópu. Hún hefur skorað 32 mörk í 42 mótsleikjum fyrir Wolfsburg, og 53 mörk í 105 landsleikjum fyrir Dan- mörku, þar sem hún er næstmarkahæst frá upphafi. Sam Kerr frá Ástralíu, leikmaður Perth Glory í heimalandi sínu, varð önnur og Ada Hegerberg frá Noregi, leikmaður Lyon í Frakklandi, sem á dög- unum fékk Gullboltann hjá France Football, hafnaði í þriðja sæti. Sara Björk varð í 31. sæti eins og birt var í fyrradag og hún er í sjötta sæti af leikmönnum Wolfsburg. Þýska meistaraliðið á tíu leikmenn á 100 manna listanum en Lyon, sem vann Wolfsburg í úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor, á hinsvegar tíu leikmenn í fyrstu 30 sætunum og þrettán í 100 manna hópnum. vs@mbl.is Pernille Harder fremst allra 2018 Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Pernille Harder lék með Wolfsburg gegn Þór/KA á Þórsvellinum í Meistaradeildinni í haust. Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson hef- ur ákveðið að snúa heima úr atvinnumennskunni og ætlar að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur Björns Daníels við danska úrvals- deildarliðið AGF rennur út eftir tímabilið og hefur hann ákveðið að koma heim eftir það. „Ég veit af áhuga þriggja til fjögurra liða en ég mun fara yfir stöðuna með umboðsmanni mínum í byrjun janúar,“ sagði Björn Daníel við mbl.is í gær en samkvæmt heimildum vilja FH-ingar fá Björn aftur í sínar raðir og þá hafa Íslandsmeistarar Vals mikinn áhuga á að fá miðjumanninn til liðs við sig. Björn Daníel er uppalinn FH-ingur en yfirgaf fé- lagið eftir tímabilið 2013 þar sem hann var kjörinn leikmaður ársins. Hann gekk fyrst í raðir norska úr- valsdeildarliðsins Viking og lék með liðinu í tvö ár áður en hann fór til AGF. Hann var í láni hjá Vejle í Danmörku í fyrra og spilaði í B-deildinni en sneri aftur til AGF fyrir þetta tímabil. Björn hefur komið við sögu í 7 af 18 leikjum AGF í deildinni en liðið er í 11. sæti af 14. Björn er 28 ára gamall miðjumaður og á að baki 8 A-landsleiki. gummih@mbl.is Björn leikur á Ís- landi á næsta ári Mér fróðara fólk sagði mér í Kænugarði í vor að verið væri að taka ansi mikla áhættu með því að „slíta“ úrslitaleik Meistara- deildar kvenna frá úrslitaleik Meistaradeildar karla í fótbolta. Í vor voru sem sagt í síðasta sinn, í bili að minnsta kosti, báðir leik- ir spilaðir í sömu borg í sömu viku. Með því að hafa leikina að- skilda er vonast til þess að úr- slitaleikur kvenna fái að njóta sín betur, og sé ekki í þeim skugga af karlaleiknum sem hann svo sannarlega var síðasta vor. Að sama skapi er áhætta fólgin í því að nýta ekki þann gríðarlega áhuga sem er á úrslitaleik karla til að skapa meiri áhuga í kring- um kvennaleikinn. Með því að hafa keppnirnar aðskildar opnaði UEFA betur á möguleikann á að gera sérstakan styrktarsamning vegna knatt- spyrnu kvenna og það hefur sambandið nú gert, með tíma- mótasamningi til ársins 2025 við VISA. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA gerir samning sérstaklega vegna knattspyrnu kvenna en samningurinn tekur til móta á öllum stigum, þ.e. Evrópumóta landsliða, yngri landsliða og fé- lagsliða. Báðir aðilar bera þá von í brjósti að með þessu verði enn hægt að auka áhuga á fótbolta kvenna sem hefur aukist mikið á undanförnum árum. Þetta hljóma eins og góðar fréttir í viku þar sem besta knattspyrnukona heims, Ada Hegerberg, var heiðruð með því að hljóta fyrst kvenna Gullbolt- ann en svo spurð að því uppi á sviði hvort hún kynni að „twerka“. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.