Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 22
Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/leiga Gott tækifæri í Mjódd Öflugur rekstaraðili Í Mjódd er áhugavert tækifæri fyrir verslun og veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. Vagnstjórar Strætó verða með aðstöðu vestast á jarðhæð hússins. Ný starfsemi á að auka fjölbreytni þjónustu á svæðinu, laða til sín fólk og vera öllum opin. Rýmið er tæplega 400 m2. FA R 04 19 -0 3 Áhugasamir sendi umsókn með tillögu að leiguverði á netfangið sea@reykjavik.is fyrir 10. apríl 2019 ásamt lýsingu á væntanlegum rekstri og upplýsingum um rekstraraðila. Heimurinn stendur frammi fyrir ákveðnum kaf laskil-um. Ég hef allt eins kosið að kalla þau f lekaskil. Á öðrum f lekanum eru gömlu íhaldsöf lin. Á hinum eru ný öf l sem vilja nýja hugsun og verklag í samfélaginu. Líka í pólitíkinni. Með hverjum deginum sem líður verða skilin skýrari og sprungurnar gleiðari, bæði hér á Íslandi og á megin- landinu. Truflun á hefðbundinni nálgun Á öðrum f lekanum standa öf l sem greina málefni á grundvelli f leiri gilda en hins gamla hægri/vinstri áss. Þau hafa truf landi áhrif á heim hinnar hefðbundnu nálgunar í pól- itík. Þessi öf l viðurkenna að f leiri gildi en efnahagsleg hafa áhrif á lífsgæði okkar. Öf l sem eru frjáls- lynd og framsýn, sjá samfélagið sem litskrúðugt, fagna fjölbreyti- leikanum og berjast fyrir mannúð og jafnrétti. Öf l sem tala fyrir öf l- ugu atvinnulífi og einföldu skatt- kerfi en viðurkenna á sama tíma mikilvægi þess að tryggja félags- legan stöðugleika. Öf l sem segja að atvinnulíf og umhverfisvernd fari saman, eitt útiloki ekki annað og öfl sem tala máli neytenda. Öfl sem eru fullviss um að alþjóðasamstarf styrki fullveldi þjóða og sjálfstæði og sé lykillinn að því að tryggja stöðugleika fyrir heimilin í landinu og ómetanlegan frið í álfunni. Fortíðarþrá og þjóðernispopúlismi Á hinum f lekanum standa svo öf l sem eru föst í ákveðinni fortíðar- þrá og þjóðernispopúlisma. Þau verja tíma sínum í að telja fólki trú um að þau séu einu öf lin sem eru stjórntæk og geti komið á stöðug- leika í landinu, án þess að horfast í augu við að aðgerðir þeirra hafa oftar en ekki skapað þann óstöðug- leika sem við búum við. Búast má við miklum jarðhræringum á f lek- anum hjá þessum öf lum um leið og femínismi, málefni innflytjenda og hælisleitenda, Evrópusamvinna, gjaldmiðillinn, ýmis frelsis- og sjálfsögð nútímaleg mannréttinda- mál ber á góma. Þetta eru sömu öf l og eru með endalaust blæti fyrir Brexit, f innst Trump f lottur og hinn ungverski Orban vera góður. Sömu einstaklingar og nota mál eins og þriðja orkupakkann, Brexit eða nýjan dóm Mannréttindadóm- stóls Evrópu vegna Landsréttar til að veikja dýrmætt Evrópusamstarf okkar. Allt til að vekja ótta, búa til tortryggni og telja okkur trú um að þeir séu að standa vörð um þjóðina. Hugsunin hvað sé tekið af okkur en ekki hvað við getum gefið er alls- ráðandi. Hvað þá öðlast í gegnum markvisst Evrópu- og alþjóðasam- starf. Enga hálfvelgju Sömu f leka má vissulega finna á Alþingi. Sumir f lokkar og einstakl- ingar innan þeirra raða standa nú klofvega á f lekaskilunum og þurfa að taka ákvörðun um hvorum megin þeir ætla að standa. Aðrir eru skýrir hvar þeir vilji staðsetja sig. Hálfvelgja í þessum efnum getur nefnilega verið hættuleg opnu lýð- ræðissamfélagi. Haltu mér, slepptu mér dugar hér skammt þegar vegið er að grundvallarmannréttindum og hagsmunum íslensks samfélags til framtíðar. Þess vegna þarf að tala skýrt gagnvart þeim sem leynt og ljóst beita hræðsluáróðri og for- dómum í rökræðu sinni fyrir svart- hvítri veröld fyrri ára. Þeir hafa þegar komið sér huggulega fyrir á sínum íhaldsf leka. Sem er svo sem ágætt. En frið fyrir málf lutningi sínum fá þeir ekki. Hugmyndafræðilegar jarðhræringar Mótlæti er til að sigrast á. Þó manni mistakist þá er það í góðu lagi. Það skiptir miklu meira máli hvernig maður stendur upp. Ég hef gert mörg mistök. En þegar ég lít til baka þá hafa öll þessi mis- tök gert mig sterkari og kennt mér það eitt að hræðast ekki. Því þegar upp er staðið verða þau að sigrum og stækka mann. Tolli bróðir minn segir alltaf: mistök eru í raun ekki til og það er nokkuð til í því. Sem listamaður hef ég gert það sem mig langar til hverju sinni og reynt að vinna með nýju fólki allan minn feril til að viðhalda fersk- leika. Ég hef samið allt í allt um 8oo lög og ég tel ekkert þeirra vera mistök. Ég hef skrifað barnabækur, smásögur og bækur um veiði, ort ljóð og gefið út ljóðabækur. Í æsku lenti ég í gapastokki íslenskunnar eins og svo mörg börn á þeim tíma og jafnvel enn í dag. Skólakerfið hafði engan áhuga á skapandi hugs- un né taldi það börnum til tekna að hafa frjóan huga heldur var okkur sem vorum á þeim akri refsað fyrir að vera forvitin og „erfið“. Mér var sagt af kennara að ég myndi aldrei verða neitt nema þá helst öskukarl, það var starf sem f lestir litu á sem mestu niðurlægingu sem hægt væri að lenda í. Án gríns. Ég var greindur skriftblindur í Danmörku 1971. Þar var sagt við mig: Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tón- leika fyrir nemendur. Þarna hófst upprisa mín. Mér fannst ég vera kominn til para- dísar. Ég átti alltaf mjög erfitt í skóla hér heima. Skólinn var mér hreinasta helvíti, því þar sem ég var skriftblindur og talnablindur féll ég ekki inní normið. Ég fékk sannarlega að heyra að ég væri lúser, en svo skrítið sem það hljómar þá vissi ég inní mér að mér tækist það sem ég ætlaði mér – sem var að verða tónlistar- maður sem semdi sín eigin lög og texta. Og ég lét engan segja mér að ég gæti það ekki. Ég fylgdi og hef alltaf fylgt þessari rödd sem býr innra mér. Víst var leiðin grýtt og oft erfið, sérstaklega voru æsku- árin og unglingsárin mér erfið. En ég hafði markmið og ætlaði mér að ná því. Í bráðum 40 ár hef ég lifað á því að semja mína eigin tónlist og texta og á undanförnum árum hef ég samið ljóð og gefið út ljóða- bækur. Ég hef hinsvegar notið hjálpar fóstru minnar, Silju Aðal- steinsdóttur, þegar ég hef sent inn handrit að bókum mínum og eins með þennan pistil. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að það virðist vera að sumir séu farnir að átta sig á því að tungumálið sé lif- andi og ungt fólk megi nota það á sínum eigin forsendum. Það er hellingur að gerast í þróun máls- ins. Orðið þágufallssýki er þrútið af hroka enda hafa menn gegnum tíðina notað tungumálið nánast sem valdatæki þeirra sem töluðu rétt mál og skrifuðu rétt og beitt því gegn þeim sem notuðu það ekki rétt eða gátu ekki skrifað rétt. Þeir voru settir á lúsera- básinn og urðu niðursetningar íslenskrar tungu. Því miður þá eru æði margir á þeirri skoðun að íslenskan sé eitthvað allt annað en tjáningartæki. Málfarslögreglan er kannski ekki á hverju horni að fylgjast með þér en hún er samt þarna á netinu, á fésinu, tilbúin að hýða þig með málfarshnúta- svipunni. Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragð- tegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauð- ann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur. Ást og friður. Aldrei gefast upp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Bubbi Morthens skáld og tón- listarmaður 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B E -2 3 B C 2 2 B E -2 2 8 0 2 2 B E -2 1 4 4 2 2 B E -2 0 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.