Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Verði hagvöxtur á mann 1 prósent myndi það þýða 3.000 króna launaauka á mánuði. Launaaukinn yrði 8.000 krónur á mánuði miðað við 2 prósenta hagvaxtaraukningu og 13.000 miðað við 3 prósenta vöxt. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is NÝR JEEP CHEROKEE PÁSKATILBOÐ ® JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR. JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.590.000 KR. Aukahlutir að verðmæti 730.000 kr. fylgja öllum nýjum Jeep® Cherokee út apríl. 30” breyting sem innifelur 3,5cm upphækkun, 30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF ✿ Tölur sem skipta máli ✿ Fjórar leiðir eru nefndar KJARAMÁL Nýir kjarasamningar sem undirritaðir voru á ellefta tím- anum í gærkvöldi eru byggðir þann- ig upp að laun lágtekjufólks hækka meira en annarra. Gert er ráð fyrir að laun þeirra sem vinna eftir kauptöxtum, sem eru lágmarkstaxtar kjarasamn- inga, hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum. Munu taxtar hækka um 17 þúsund frá 1.  apríl síðastliðnum, um 24 þúsund 1. apríl 2020, 23 þúsund 1. janúar 2021 og 25 þúsund 1. janúar 2022. Er samið um að upphafshækkun verði hóf leg til að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun Seðlabankans. Almennar launahækkanir munu nema 68 þúsund krónum á mánuði á samningstímanum. Munu laun hækka um 17 þúsund frá 1. apríl síðastliðnum, um 18 þúsund 1. apríl 2020, tæpar 16 þúsund 1. janúar 2021 og rúmar 17 þúsund 1. janúar 2022. Einnig er að finna í samningnum sérstakt ákvæði sem tryggir launa- fólki hlut í hagvaxtaraukningu á mann sem Hagstofan birtir í mars á hverju ári. Verði hagvöxtur á mann 1 pró- sent myndi það þýða þrjú þúsund króna launaauka á mánuði. Launa- aukinn yrði átta þúsund krónur á mánuði miðað við tveggja pró- senta hagvaxtaraukningu og þret- tán þúsund miðað við þriggja pró- senta vöxt. Kemur þessi launaauki að fullu til hækkunar hjá þeim sem eru á stríp- uðum taxta en 75 prósent launa- aukans koma ofan á almenn laun. Þá er stytting vinnuvikunnar boðuð. Mun starfsfólk sjálft kjósa um það fyrirkomulag sem hentar Stytt vinnuvika og áhersla á hækkun lægstu launanna Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, svokallaðir lífskjarasamningar, byggja á krónutöluhækk- unum og meiri hækkunum til tekjulægstu. Lægstu laun hækka um 90 þúsund krónur á samningstím- anum. Almenn hækkun er 68 þúsund krónur. Opnað er á styttingu vinnuviku í 36 stundir. 17 þúsund verður hækkun allra mánaðarlauna frá 1. apríl síðastliðnum. 36 tíma vinnuvika er boðuð. Vinnuveitendum og starfs- mönnum á hverjum vinnustað er heimilt að semja um nokkrar útfærslur. 89 þúsund mun verða hækkun lægstu mán- aðarlauna á samningstím- anum. 68 þúsund verður hækkun almennra launa á mánuði á samningstímanum. 8 þúsund krónur á mánuði ofan á lægstu taxta yrði launaauki launafólks ef hag- vöxtur á mann yrði 2 prósent á árstímabili. Aðrir fengju sex þúsund krónur. Samkvæmt samningunum mun starfsfólk sjálft kjósa um það fyrir- komulag sem hentar á hverjum vinnustað en einnig verður hægt að hafa fyrirkomulagið óbreytt. Fyrr heim eða frí á föstudegi Hver vinnudagur verði styttur um 53 mínútur. Starfsmenn ljúki störfum rétt fyrir hádegi á föstu- dögum. Starfsmenn verði í fríi annan hvern föstudag.  Hvíldarhlé verði útfært á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum. 1 2 3 4 á hverjum vinnustað en einnig verður hægt að hafa fyrirkomulagið óbreytt. Fjórar útfærslur að styttingu vinnuvikunnar er að finna í samn- ingnum. Í fyrsta lagi geta starfs- menn og vinnuveitendur komist að samkomulagi um að hver vinnu- dagur verði styttur um 53 mínútur. Í öðru lagi getur samkomulag falið í sér að svigrúmið verði nýtt í lok vinnuviku þannig að starfs- menn ljúki störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Það myndi þýða styttingu vinnuvikunnar um 212 mínútur. Þriðji kosturinn felst í því að starfsmenn séu í fríi annan hvern föstudag og sá fjórði snýst um hvíldarhlé sem verði útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum. Allir þessir valmöguleikar ganga út frá því að hádegishlé haldist óbreytt en kaffitímar verði aflagðir. Verður virkur vinnutími að jafnaði um 36 stundir á viku. sighvatur@frettabladid.isSamningar voru undirritaðir í Karphúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B E -0 6 1 C 2 2 B E -0 4 E 0 2 2 B E -0 3 A 4 2 2 B E -0 2 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.