Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 58
Skosku tvíburabræðurnir Craig og Charles Reid í The Proclaimers slógu eftirminnilega í gegn fyrir rúmum 30 árum með laginu I’m gonna be (500 Miles), hressilegum óð um mann sem er tilbúinn til þess að ganga 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar í nafni ástarinnar. Þeir bræður hafa notið og njóta enn mikilla og stöðugra vinsælda í heimalandinu og víðar og eru nú loksins á leiðinni til Íslands. Þrjátíu árum of seint myndu kannski ein- hverjir segja þar sem Íslendingar voru fyrstir allra til þess að lyfta I’m gonna be í efsta sæti vinsældalista en nú ætla þeir að þakka fyrir sig með tónleikum í Hörpu þann 15. apríl. „Já, það er rétt. Lagið komst fyrst í efsta sæti á Íslandi,“ sagði Craig þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Edinborg. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta og ég komst bara að þessu fyrir tilviljun þegar ég var staddur á veitingastað í London eitthvert sunnudagskvöldið. Þar vatt ung kona sér að mér og sagði að við værum númer eitt í landinu hennar,“ segir Craig þegar hann rifjar upp þessi óvæntu gleðitíðindi sem hann fékk 1988. „Ég spurði þá bara hvaða land það væri og hún sagðist vera frá Íslandi. Útgáfufyrirtækið vissi þetta ekki einu sinni en við fórum þangað daginn eftir og þeir fengu staðfest að við værum í raun og veru númer eitt á Íslandi. Þannig að Ísland er fyrsta landið þar sem við náðum þessum árangri.“ Craig segist aðspurður ekki hafa vitað mikið um Ísland þá en hann vissi að landið væri til og að þar væri mikið um jökla. „Þetta voru frábærar fréttir enda áttum við ekki von á því að komast á toppinn neins staðar,“ segir hann og segir síður en svo hafa skyggt á gleðina að Edinborg hafi verið og sé enn mun fjölmennari en Ísland eins og það leggur sig. „Þetta var bara frábært og nokkr- um mánuðum síðar gerðist þetta líka á Nýja-Sjálandi og nokkrum vikum seinna í Ástralíu og okkur fannst þetta mjög spennandi, í raun bara að komast á toppinn í einhverju landi.“ Sólin skín enn á Leith I’m gonna be er án efa þekktasta lag bræðranna en það er af annarri breiðskífu þeirra, Sunshine on Leith, sem kom út 1988 og er öðrum þræði óður til hverfisins þar sem þeir ólust upp í Edinborg. Og enn skín sólin á Leith og The Proclaimers en Craig naut einmitt morgunsólarinnar þegar Fréttablaðið náði sambandi við hann. „Já, já. Ég bý enn þá í Edinborg og sólin lét einmitt sjá sig í morgun og ég vona að hún haldi áfram að skína,“ segir Craig sem kemst þó ekki hjá því að láta Brexit-óveðursskýin fara í taugarnar á sér. „Það er ómögu- legt að leiða þetta hjá sér og þetta fer ofboðslega í taugarnar á mér og ég vildi óska þess að við yrðum um kyrrt,“ segir Craig um Brexit-deiluna sem hann lítur á sem klúður sem „bókstaflega versnar með hverjum degi“. „Ég held það verði stórslys ef við göngum út. Ég er ekki einu sinni viss um að við munum fara en ef við gerum það þá held ég að það séu mistök. Við bræður erum og höfum alltaf verið ákafir í sjálfstæðisbar- áttu Skotlands og ég get vel ímyndað mér að einn daginn verði Skotland sjálfstætt og ef það verður ekki í ESB verði tengslin við bandalagið samt miklu meiri og sterkari heldur en hjá útgöngusinnunum á Englandi.“ 1.000 mílna ferðalag til Íslands Hermt er að gróf lega reiknað og mælt megi verja það að um það bil 1.000 mílur, 500 og svo aðrar 500 til Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. Proclaimers slógu í gegn 1988, eru enn í fullu fjöri og eru á leiðinni til Íslands að syngja um 500 mílna gönguna sem endaði í 1.000. NORDICPHOTOS/GETTY The Proclaimers heilluðu Íslendinga sem þeyttu þeim, fyrstir allra þjóða, í efsta sæti vinsældalista síðla árs 1988. viðbótar, séu á milli Skotlands og Íslands þannig að segja má að The Proclaimers leggi nú loks bókstaf- lega land undir fót eins og í laginu sem Íslendingar tóku svo fagnandi fyrir þremur áratugum. „Já, er það tilfellið? Ég vissi það ekki þannig að þetta eru nýjar upplýsingar,“ segir Craig og bætir við að þeir bræður séu ekki svo spámannlega vaxnir að þeir hafi séð Íslandsheimsóknina fyrir með þetta löngum fyrirvara. „Ég hef aldrei komið til Íslands en þekki nokkra sem hafa gert það. Þetta verður fyrsta heimsók n mín t il landsins og ég hlakka mikið til. Okkur var boðið að halda tón- leika í Reykjavík á síðasta ári þegar 30 ár voru liðin frá því I’m gonna be komst á toppinn á Íslandi. Þá var of mikið að gera hjá okkur og við komumst ekki en sögðum þá strax að við værum til í þetta á næsta ári ef tækifæri gæfist og þess vegna erum við á leiðinni núna. Við vorum mikið á tónleikaferða- lagi í fyrra og tónleikarnir í Reykja- vík eru þeir fyrstu á þessu ári. Við fáum síðan nokkurra daga hlé en síðan eru eiginlega bara stöðug ferðalög fram undan þangað til í september,“ segir Craig en eftir tónleikana í Hörpu verður stefnan tekin á Dúbaí og þaðan til Singapúr og svo áfram til Nýja-Sjálands og Ástralíu. „Lokatónleikarnir verða svo í Glasgow.“ Skoskir og skemmtilegir „Þeir eru tveir. Þeir minna í útliti á bekkj- arséníin sem voru daglegur v ið bu r ð u r í ba nd a r ísk u m b í ó m y n d u m hér í eina tíð. Þeir heita Craig og Charles Reid. Þeir er u t v í- bu r a r. D úet t- inn Proclaimers vakti að sönnu mikla athygli á síðasta ári, ekki aðeins fyrir sér- kennilegt, eigin- lega ofurvenjulegt útlit af poppurum að vera, heldur ekki síður fyrir bráðskemmtilega tónlist.“ Svona lýsti Þorsteinn J. Vilhjálms- son The Proclaimers í DV í janúar 1988 undir fyrirsögninni „Skoskir og skemmtilegir“ og laug þar engu. Craig og Charles heilluðu ekki aðeins með hressilegum og sér- kennilegum söngstíl og skoskum hreim heldur einnig með nörda- legu útlitinu og þykkum gleraug- unum. Craig segist aðspurður telja víst að útlitið hafi unnið með þeim á sínum tíma. „Ég held að það auð- veldi fólki að muna eftir þér ef þú hljómar öðruvísi og lítur öðruvísi út og þá getur það hjálpað.“ Þegar talið berst að tónleikunum í Hörpu segir Craig að minni fortíðar- þrá svífi yfir þeim á sviði en margur kynni að ætla. Vissulega sé fólk sem var unglingar eða á besta aldri þegar þeir slógu í gegn áberandi en yngra fólk sé þó fjölmennara. „Þetta eru oftast tvær eða þrjár kynslóðir sem mæta.“ Hann segir enga tvenna tónleika í röð vera eins, þeir stokki alltaf upp lagalistann enda eigi þeir meira en nóg eftir að hafa gefið út ellefu breiðskífur. „Við erum yfirleitt á sviði í einn og hálfan tíma og ætli það séu ekki átta eða níu lög sem við verðum óhjákvæmilega að spila á hverju kvöldi.“ Og merkilegt nokk er I’m gonna be ekki endilega þar efst á blaði. „Það var það auðvitað framan af en ég held satt best að segja að þeir sem koma reglulega að sjá okkur, á Bretlandi og Írlandi, vilji helst heyra Sunshine on Leith.“ thorarinn@frettabladid.is 4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 4 -0 4 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B E -2 8 A C 2 2 B E -2 7 7 0 2 2 B E -2 6 3 4 2 2 B E -2 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.