Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 2
Hress útskriftarefni Vegfarendur í miðbænum urðu í gær varir við furðulega klædd útskriftarefni Menntaskólans í Reykjavík sem fögnuðu dimmisjón. Gámabílar ferjuðu glaðan mannskapinn út í ævintýri dagsins og komandi kvölds. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Fleiri myndir af dimmittöntum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Veður A-átt 3-8 m/s, en 10-15 syðst. Léttskýjað norðan til en skýjað með köflum annars staðar, og smáskúrir um suðaustanvert landið. Hiti 3 til 9 stig. SJÁ SÍÐU 26 STJÓRNSÝSLA Ólína Kjerúlf Þor- varðardóttir fagnar úrskurði kæru- nefndar jafnréttismála, um að Þing- vallanefnd hafi brotið jafnréttislög er gengið var fram hjá Ólínu við ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í október í fyrra. Hún hyggst hugsa næstu skref vel og hvernig nefndin bregst við úrskurðinum. „Ég lýsi ánægju með þennan úrskurð. Það er fallist á það sjónar- mið sem ég taldi við blasa að það var rangt staðið að þessari ráðningu og málefnaleg sjónarmið réðu ekki úrslitum um hana,“ segir Ólína. Tveir umsækjendur komu helst til greina þegar ráðið var í stöðuna í fyrra, þau Einar Á.E. Sæmundsen, þá fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, og Ólína, en svo fór á endanum að Einar var ráðinn í starfið. „Vinnubrögðin og stjórnsýslan voru ekki í lagi og það var ekki vandað til vinnubragða. Ákveðinn hluti af þessu ráðningarferli var geðþóttastjórnsýsla og pólitískur fyrirgangur. Það var það sem var erfiðast að sætta sig við,“ segir Ólína og ítrekar mikilvægi þess að fólk njóti verðleika sinna þegar sótt er um starf og í ráðningarferlinu sem þá fer af stað. „Það á enginn að þurfa að gjalda fyrir það að hafa verið í stjórn- málaflokki, hafa þjónað þjóð sinni á Alþingi Íslendinga, hafa skoðanir eða fyrir að vera kona á tilteknum aldri. Þú átt að njóta verðleika þinna, hvort sem þú ert karl eða kona.“ – dfb Íhugar sín næstu skref Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Björgvin Guðmundsson látinn Björgvin Guð- mundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, lést á heimili sínu þriðju- daginn 9. apríl. Björgvin fædd- ist í Reykjavík, 13. september 1932. Hann nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og starfaði um árabil sem blaðamaður og fréttaritstjóri á Alþýðublaðinu og á Vísi. Einnig við dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu. Björgvin var borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í 12 ár og starfaði í Stjórnarráðinu í 28 ár. Á síðustu árum barðist Björgvin fyrir kjörum aldraðra og ritaði fjölmargar greinar um málefnið. Margar birtust í Frétta- blaðinu. LÖGREGLUMÁL „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Val- garður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfða- bakkabrú. Er það vinsæll vettvang- ur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem til- kynnti árásina vera ungan karl- mann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásar- mennirnir hafi verið f leiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er alger- lega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarð- stjórinn. Fram kom í tilkynningu að mað- urinn hefði verið var sleginn í höf- uðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Ell- iðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðu- laust.“ gar@frettabladid.is Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Kannað er hvort myndavélaupptökur geti varpað ljósi á árás í Elliðaárdal. Fórnarlambið segir ókunnuga menn hafa ráðist fyrirvaralaust á sig. Aðal- varðstjóri segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af árásum í dalnum. Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Þessi maður var þar á hlaupum um kvöldmatarleytið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæm- lega gerðist. Valgarður Valgarðsson aðalvarðastjóri 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C B -F 6 B 0 2 2 C B -F 5 7 4 2 2 C B -F 4 3 8 2 2 C B -F 2 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.