Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@ frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Túlkun 17 nemenda í skólum Kópavogs af erlendu bergi brotinna á hugtakinu Heima endurspeglast í texta þeirra, teikningum og eða ljósmyndum en verkefnið endurspeglar markmið Menningarhúsanna í Kópavogi um að ef la og fagna fjöl- breyttu samfélagi. Sýningin er á 1. hæð Bókasafns Kópavogs og gestir geta tekið þátt í verkefninu á meðan á Barna- menningarhátíð stendur en hátíð- inni lýkur þann 13. apríl með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða börnum í leik- og grunn- skólum upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá á Barna- menningarhátíð sem fer fram þessa vikuna. Auk fjölda smiðja og tónleika verða verk eftir nemendur til sýnis á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni en nemendahóparnir hafa unnið að verkunum í allan vetur. Friðrik Agni Árnason stýrði verkefninu sem kallast Heima en það hófst í febrúar þegar 17 krökkum af erlendu bergi brotnum í skólum Kópavogs var boðin þátttaka. „Þau komu í smiðjur til okkar og ræddu hug- takið „heima“. Hvað það merkir fyrir þau. Við köfuðum í hugtakið og komum niður í orð í bland við teikningar og f leira,“ segir hann. „Þau fengu alveg frjálsar hendur með þetta. Réðu á hvaða tungu- máli þau skrifuðu og það hangir texti hérna uppi á víetnömsku, pólsku, taílensku, búlgörsku og arabísku því það eru alls konar tengingar sem krakkarnir hafa. Shifaa Alzurgan, sem kemur frá Sýrlandi en flúði þaðan yfir til Líbanon, var í skóla þar í nokkur ár. Hún hefur verið á Íslandi rúm fjögur ár. Það er svo áhugavert fyrir okkur að heyra hvað er heima fyrir þessa krakka sem eru annars staðar frá og á þessum aldri. Hún sagði til dæmis þegar sýning var formlega opnuð að hún liti ekki endilega á Ísland sem heima. Ekki heldur Sýrland, heldur var Líbanon ofarlega í huga hennar. Hún saknaði skólans sem hún gekk í þar. Það fannst mér áhugavert að heyra.“ Friðrik segir að hann hafi farið nokkuð djúpt í pælingum á hugtakinu og úr hafi orðið mjög skemmtilegt verkefni. „Eitt af markmiðum menningarhúsanna í Kópavogi er að fókusera á fjöl- menningu og virkja krakka til að taka virkan þátt í menningar- lífinu. Uppsprettan að verkefninu hjá mér var að fá þeirra raddir og gefa þeim hljómgrunn sem var mjög skemmtilegt.“ Barnamenningarhátíð í Kópa- vogi fer fram í öllum Menningar- húsunum og bæði lagt upp með langtímaverkefni í samstarfi við einstaka skóla og smiðjur og tón- leika sem fara fram alla vikuna. Á bókasafninu hafa krakkar stundað hugleiðslu alla vikuna, Náttúrufræðistofa hefur verið með skemmtilegar smiðjur þar sem krakkar fá fræðslu um fugla og fjöll og fá að taka þátt í spenn- andi spæjaraleik um safnið. Á Gerðarsafni hafa þau Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson leitt hreyfimyndasmiðju þar sem krökkum er kennt á sérstakt forrit í spjaldtölvum. Í Salnum hafa svo verið alls rúmlega 2.000 börn á sjö mis- munandi tónleikum þar sem fram komu flaututrúður, hljómsveitin Mandólín og Dúó Stemma. Að vera með uppskerudag á laugardag er síðan rúsínan í pylsuendanum. Þá verður hægt að byrja í jóga- stund og fara á milli húsa og fara í alls konar smiðjur allan daginn,“ segir Friðrik. Að auki verður boðið upp á tónleika í Salnum með Dúó Stemmu fyrir yngstu börnin og fjölskyldur þeirra og bæjarlista- maðurinn, Stefán Hilmarsson, tekur lagið í Gerðarsafni. Dagskrá laugardagsins 13. apríl 11.30 Bókasafn Kópavogs, 3. hæð Jógahjartað leiðir gesti í hugleiðslustund sem lýkur með halarófu um króka og kima bókasafnsins og Nátt- úrufræðistofu. 12.00 - 14.00 Náttúrufræðistofa, salur á 1. hæð Fuglar og fjöll. Smiðja þar fuglar eru viðfangsefni og spæjaraleikur um Náttúru- fræðistofu þar sem fjöll koma við sögu. 13.00 - 15.00 Bókasafn Kópavogs, 3. hæð Páskakanínur, páskaungar í körfu og grímur úr pappír eru viðfangsefni páska- föndursmiðju. 13.00 Salurinn Dúó Stemma lokkar gesti inn í ævintýraheim tón- listar þar sem óhefðbundin hljóðfæri og vorhljóð eru í aðalhlutverki. 14.00 Gerðarsafn Stefán Hilmarsson bæjar- listamaður tekur lagið með efnilegum tónlistarnemum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Skólahljómsveit Kópa- vogs. 13.00 - 16.00 Gerðarsafn Hreyfimyndasmiðja með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og Atla Arnarssyni, höfund- um Marglitu marglyttunnar. Gott ef þátttakendur hafa snjalltæki meðferðis. Ungverjinn Gabor Vosteen kom með flautuna sína en sýningin var í samstarfi við List fyrir alla. Friðrik Agni ásamt þeim Shifaa, sem kemur frá Sýrlandi, og Vöku Iðunni, sem á danskan föður. Vaka hefur verið skemur á Íslandi en í Danmörku en lítur á Ísland sem heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í tengslum við hátíðina tóku Menn- ingarhúsin og fjórir leikskólar Kópavogs- bæjar, Arnar- smári, Álfa tún, Marbakki og Sólhvörf, höndum saman í skemmtilegu samstarfsverk- efni sem kallast Fuglar og fjöll. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -3 6 E 0 2 2 C C -3 5 A 4 2 2 C C -3 4 6 8 2 2 C C -3 3 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.