Fréttablaðið - 11.04.2019, Side 24

Fréttablaðið - 11.04.2019, Side 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@ frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Túlkun 17 nemenda í skólum Kópavogs af erlendu bergi brotinna á hugtakinu Heima endurspeglast í texta þeirra, teikningum og eða ljósmyndum en verkefnið endurspeglar markmið Menningarhúsanna í Kópavogi um að ef la og fagna fjöl- breyttu samfélagi. Sýningin er á 1. hæð Bókasafns Kópavogs og gestir geta tekið þátt í verkefninu á meðan á Barna- menningarhátíð stendur en hátíð- inni lýkur þann 13. apríl með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða börnum í leik- og grunn- skólum upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá á Barna- menningarhátíð sem fer fram þessa vikuna. Auk fjölda smiðja og tónleika verða verk eftir nemendur til sýnis á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni en nemendahóparnir hafa unnið að verkunum í allan vetur. Friðrik Agni Árnason stýrði verkefninu sem kallast Heima en það hófst í febrúar þegar 17 krökkum af erlendu bergi brotnum í skólum Kópavogs var boðin þátttaka. „Þau komu í smiðjur til okkar og ræddu hug- takið „heima“. Hvað það merkir fyrir þau. Við köfuðum í hugtakið og komum niður í orð í bland við teikningar og f leira,“ segir hann. „Þau fengu alveg frjálsar hendur með þetta. Réðu á hvaða tungu- máli þau skrifuðu og það hangir texti hérna uppi á víetnömsku, pólsku, taílensku, búlgörsku og arabísku því það eru alls konar tengingar sem krakkarnir hafa. Shifaa Alzurgan, sem kemur frá Sýrlandi en flúði þaðan yfir til Líbanon, var í skóla þar í nokkur ár. Hún hefur verið á Íslandi rúm fjögur ár. Það er svo áhugavert fyrir okkur að heyra hvað er heima fyrir þessa krakka sem eru annars staðar frá og á þessum aldri. Hún sagði til dæmis þegar sýning var formlega opnuð að hún liti ekki endilega á Ísland sem heima. Ekki heldur Sýrland, heldur var Líbanon ofarlega í huga hennar. Hún saknaði skólans sem hún gekk í þar. Það fannst mér áhugavert að heyra.“ Friðrik segir að hann hafi farið nokkuð djúpt í pælingum á hugtakinu og úr hafi orðið mjög skemmtilegt verkefni. „Eitt af markmiðum menningarhúsanna í Kópavogi er að fókusera á fjöl- menningu og virkja krakka til að taka virkan þátt í menningar- lífinu. Uppsprettan að verkefninu hjá mér var að fá þeirra raddir og gefa þeim hljómgrunn sem var mjög skemmtilegt.“ Barnamenningarhátíð í Kópa- vogi fer fram í öllum Menningar- húsunum og bæði lagt upp með langtímaverkefni í samstarfi við einstaka skóla og smiðjur og tón- leika sem fara fram alla vikuna. Á bókasafninu hafa krakkar stundað hugleiðslu alla vikuna, Náttúrufræðistofa hefur verið með skemmtilegar smiðjur þar sem krakkar fá fræðslu um fugla og fjöll og fá að taka þátt í spenn- andi spæjaraleik um safnið. Á Gerðarsafni hafa þau Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson leitt hreyfimyndasmiðju þar sem krökkum er kennt á sérstakt forrit í spjaldtölvum. Í Salnum hafa svo verið alls rúmlega 2.000 börn á sjö mis- munandi tónleikum þar sem fram komu flaututrúður, hljómsveitin Mandólín og Dúó Stemma. Að vera með uppskerudag á laugardag er síðan rúsínan í pylsuendanum. Þá verður hægt að byrja í jóga- stund og fara á milli húsa og fara í alls konar smiðjur allan daginn,“ segir Friðrik. Að auki verður boðið upp á tónleika í Salnum með Dúó Stemmu fyrir yngstu börnin og fjölskyldur þeirra og bæjarlista- maðurinn, Stefán Hilmarsson, tekur lagið í Gerðarsafni. Dagskrá laugardagsins 13. apríl 11.30 Bókasafn Kópavogs, 3. hæð Jógahjartað leiðir gesti í hugleiðslustund sem lýkur með halarófu um króka og kima bókasafnsins og Nátt- úrufræðistofu. 12.00 - 14.00 Náttúrufræðistofa, salur á 1. hæð Fuglar og fjöll. Smiðja þar fuglar eru viðfangsefni og spæjaraleikur um Náttúru- fræðistofu þar sem fjöll koma við sögu. 13.00 - 15.00 Bókasafn Kópavogs, 3. hæð Páskakanínur, páskaungar í körfu og grímur úr pappír eru viðfangsefni páska- föndursmiðju. 13.00 Salurinn Dúó Stemma lokkar gesti inn í ævintýraheim tón- listar þar sem óhefðbundin hljóðfæri og vorhljóð eru í aðalhlutverki. 14.00 Gerðarsafn Stefán Hilmarsson bæjar- listamaður tekur lagið með efnilegum tónlistarnemum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Skólahljómsveit Kópa- vogs. 13.00 - 16.00 Gerðarsafn Hreyfimyndasmiðja með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og Atla Arnarssyni, höfund- um Marglitu marglyttunnar. Gott ef þátttakendur hafa snjalltæki meðferðis. Ungverjinn Gabor Vosteen kom með flautuna sína en sýningin var í samstarfi við List fyrir alla. Friðrik Agni ásamt þeim Shifaa, sem kemur frá Sýrlandi, og Vöku Iðunni, sem á danskan föður. Vaka hefur verið skemur á Íslandi en í Danmörku en lítur á Ísland sem heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í tengslum við hátíðina tóku Menn- ingarhúsin og fjórir leikskólar Kópavogs- bæjar, Arnar- smári, Álfa tún, Marbakki og Sólhvörf, höndum saman í skemmtilegu samstarfsverk- efni sem kallast Fuglar og fjöll. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -3 6 E 0 2 2 C C -3 5 A 4 2 2 C C -3 4 6 8 2 2 C C -3 3 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.