Framsókn : bændablað - samvinnublað - 01.02.1939, Síða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 01.02.1939, Síða 2
FRAMSOKN og traustari en önnur skógar- ins tré.------ — Jólakertin bi'unnu út, eitt og eitt, og að sama skapi rökkvaði í stofunni uns dimmt var orðið. Þannig fannst okkur vinum Theodórs syrta í lofti við fráfall hans, En það var aðeins i svip, þvi góður drengur skilur ekki myrkur eftir sig, heldur birtu. Hún tendrast af þakklæti yfir að hafa orðið vináttu hans að- njótandi. Það er bjart yfir minningu Theódórs Arnbjörnssonar frá Ósi. Og við sem þekktum hann bezt vitum, að með honum er einn gagnmerkasti fslendingur þessarar aldar frá fallinn. Ragnar Ásgeirsson. III. Yinur máileysingja og smælingja. Gleggst tákn hins hreina og sterka trúarlífs, í anda Krists, er kærleikurinn. En hvert er hið óbrigðula ytra tákn kærleikans ? Ekki að vera ástríkur gegn maka sínum eða afkvæmi; slíkt er lítii dyggð, því því að þar vinnur hver fyrir sjáifan sig. Ekki að vera góð- ur og ljúfur vinur vina sinna, þvi þar standast venjulega á tekjur og gjöld. En sá, sem á- valt kemur fram sem vinur og málsvari málleysingja og munaðarleysingja, hann hefir borið kærleikanum það vitni, sem enginn dirfist að véfengja. Theódór Arnbjörnsson var svo alkunnur dýravinur, að í rauninni er óþarft um það að fjölyrða við nútíðar menn. — Hver sem les bækur hans: „Hestar“ og „Járningar‘‘ getur ekki annað en orðið snortinn af þeim tilfinningum og þeixri umhyggjusemi, sem þar fellur hestinum í skaut. Þetta land hefur átt mai-ga góða liestamenn, en hversu margir þeirra munu undantekn- ingarlaust hafa fylgt þeiri’i reglu Theódórs, hversu ferða- lúinn sem hann kom á náttstað á ferðalögum sínum, að fylgja ávalt hesti sínum í hús? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, en það taiar sínu máli. Theódór hafði næmt auga fyrir listræna hluti, hvort sem þeir voru gerðir af náttúrunni eða mönnum, en aldrei vissi eg hrifningu hans meiri en þegar hann hafði eitthvert listaverk úr riki húsdýranna fyrir framan sig. Þar var þekkingin og dóm- greindin örugg. — Þá mun það engin tilviljun, að fósturdóttir hans, sem teikn- aði margar myndir í „Járning- ar“, leggur fyrst og fremst á- herslu á dýrin, og þá einkum á hestinn, í teikningum sínum. í gegn um starf sitt sem eft- irlitsmaður fóðurbirgðafélaga, gafst Theodór gott færi á að vinna fyrir vini sína, málleys- ingjana. Ef hans hugnæmu snillyrði og eldmóður, í útvarpi og ó mannfundum, hafa ekki megnað að hræra hjörtu manna til meðaumkunar með svöngu og mögru dýri, þá veit eg ekki hverjum hentar að taka upp málfærslustarfið fyrir hina þöglu hjörð. Er iýððstjirn hugsanleg á Islandi? Eftir Jóhannes Úlafsson, hónda, Svífiltóli I. Fyrir tæpu ári skrifaði eg greinarkorn i ,Framsókn“ um ástand og horfur i fjármálum og atvinnumálum þjóðarinnar, eins og þau mál komu mér þá fyrir sjónir. Virðist mér ástandið ærið ískyggilegt og horfurnar allt annað en björgu- legar. Jafnframt benti eg á nokkur atriði til úrbóta. En sérstakleg'a lagði eg ríka áherzlu á það atriði, sem mér þótti skifta hvað mestu máli, sem sé það, að stjórnmálaflokkarnir í landinu sameinuðu krafta sína, og legðust á eina og sömu sveif um að bjarga athafna- og fjár- málalífi landsmanna. Með þessum ummælum átti eg við myndun þjóðstjórnar. Á síðasta Alþingi bái'u þingm. Bændaflokksins fram rök- studda dagskrártillögu um myndun slikrar þjóðstjórnar, en hún náði í það sinn ekki fram að ganga. II. Síðan þessi grein var rituö, hefir ástandið i atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar sízt farið batnandi, jafnvel stór- um versnað, svo áð líklega hefir aldrei verið brýnni nauðsyn en einmitt nú, að gera allar hugs- anlegar ráðstafanir til að bjarga hrynjandi atvinnuvegum og stöðugt versnandi fjármálavið- horfi lands og þjóðar. Og þá er það enn sem fyrr sannfæring mín, að eitt þýðing- armesta atriðið sé, að einhuga sarntök og öflug samvinna um þau mál, mættu takast með sem flestum stjórnmálamönnum þóðarinnar. III. Við höfum nú um all-langt árabil reynt stjórnarfar flokks- ræðisins. Er þegar sýnt og Mættu dýrin mæla og skynja mundi söknuður þeirra mikill og eftirmælin fögur. Hugulsemi Theódórs við málleysingjana var þjóðkunn, enda varð hann þar að vinna fyrir opnum tjöldum. Hitt vissu fáir, að hans umhyggja náði einnig til olnbogabama og munaðarleysingja. Þegar gengið hafði verið frá líkbörunum niður við höfnina, tók eg eftir litlum manni, fá- tæklegum, sem eg kannast við. Hann er manna feimnastur, vikur úr vegi fyrir hverjum manni og lætur sem minnst á sér bera; hann þekkir fáa og er ómannglöggur með afbrigðum. Nú vakti hann athygli mína: olnbogaði sig gegn um mann- þyrpinguna, gekk djarflega að líkbörunum, gerði krossmark og hvarf síðan. Hann kvaddi fyrir hönd smælingjanna. Hann þekkti Theódór. Ásgeir L. Jónsson. sannað, að engan veginn er-það einhlítt eða sigurvænlegt til frambúðar, nerna siður sé. Þannig hefir það og einnig reynst með öðrum þjóðum. Ágallar þessa stjói’narfars eru margþættir. Meðal annars koma þeir fram i allríkx-i tilhneigingu til æ meira einræðis, þar sem þjóðræðið er litilsvirt, en þess ákveðnar unnið að því, að ráða ýmsum stefnuskrái’málefnum ráðandi flokka til Iykta á flokksþingum. Er þá oft næsta lítið tillit tekið til annara flokka, sem þó hæglega geta talið sér meirihluta fylgi með þjóðinni. Þegar svo er, er þjóð- ræðinu — hinu sanna lýðræði — herfilega misboðið. Lýðræðið er, sem kunnugt er, vald meiri- hlutans. Skiptir öllu máliýað vei sé með það farið. Áhrifa minnihlutans gætir oft einung- is í gagnrýni á gerðum ráðandi meirihluta, þar til hann kemst í minnihluta aðstöðu. Þannig gengur þetta á víxl. Hinir póli- tísku flokkar berjast þannig um völdin, og veitir þeim ýmist betur eða miður, eins og gerist og gengur. Með ótrúiega stuttu millibili getur stjórnaraðstaðan breyzt, og engin veit ári leng- ur, hver með völdin muni fara á hverjum tíma, því svo breyti- legt er kjósendafylgi hinna stríðandi flokka. IV. Hér á landi eru nú ekki færri en 5—6 pólitískir flokkar, er allir berjast um yfirráðin í is- lenzkum stjórnmálum, í blöð- um, á framboðsfundum, og iá sjálfu Alþingi, — oft með hin- um furðulegustu blekkingum og drengskaparleysi. Er þessi bardagaaðferð flokkanna oft líkari því, að illa siðaðir götu- strákar eigist við en fulltíða menn, sem þó látast vilja njóta álits og vii’ðingar almennings. Hitt er þó liálfu vei-ra, að þetta ófremdai’ástand er þegar búið að eitra svo út frá sér í ýmsum bygðum landsins, að vart er svo tilnefndur hunda- hreinsunarmaður, að ekki sé fyrst spurt um skoðanir hans í pólitík. Má nærri geta, hvílíkt skaðræði þetta er fyrir alla heil- brigða sambúð manna og fé- lagslegan þroska. Eg fæ ekki betur séð, ef þessu fer fram um stjórnarfarið i landinu, en að þjóðin hljóti, áður varir, að biða þess óbæt- anlegt tjón, siðgæðis- og fjár- hagslega. — Enginn neitar því, að rnitt í öllu hafróti stjórnmálaflokk- anna hafi margt og mikið á- unnist til umbóta fyrir land og lýð. En hver þorir að neita þvi, að margt af þessu hefði þó mátt betur farnast, ef samhugur og fórnai-vilji sem flestra forystu- manna þjóðfélagsins hefðu ver- ið þar að verki? Hvex’i þorir að neita því, að samstarfsleysi og' ófriður þegnanna, í hvaða landi veraldarinnar sem er, leiði æf- inlega til böls og óhamhigju, þar sem aftur á móti eining, friður og bræðralag verkar til góðs í hverju máli. V. Eg trúi því fastlega, að marg- ir af okkar gætnari og beti’i stjórnmálamönnum sjái, í hvert óefni er komið stjórnarfari okkar, og að þegar sé nokkuð farið að rofa fyi'ir dagrenning í þeim efnum. Einkum má þó marka þetta á umælum þeim, sem ýmsir af leiðtogum stjórnmálaflokkanna fluttu þjóð sinni á öldurn Ijós- vakans 1. des. síðastl. Þá virtisí rofa allverulega fyrir sól á skammdegishimni íslenzkra stjórnmála. Þá skeður sú ný- lunda, að sá boðskapur birtist alþjóð manna frá ráðandi mönnum í þjóðfélaginu, að farsælasta leiðin til sjálfsbjarg- ar og þjóðfrelsis væxá sameig- inleg átök og' einlæg samvinna sem flestra Iandsins barna. Einn af þeim, sem oi'ð fórust á þessa leið var sjálfur forsæt- isráðherra, Hermann Jónasson. Eftir að hann hafði lýst því yfir í ræðu sinni, hvílík nauð- syn væri á þjóðlegi’i samvinnu og fórnarvilja um mest varð- andi úrlausnar- og ’ vandamál þjóðfélagsins, en jafnfi’amt á- talið sundrung og stéttaríg, þá segir hann þetta m. a.: „Tillitið til þjóðarinnar hefir slj ófgast. Einstaklingshyggj an, kröfurnar, hin hálfblindu stétta- sjónarmið, hið miskunnarlausa stríð milli flokkanna, er allt andstætt þessu sjónarmiði, og hefir glapið okkur yfirsýn um þöi’f heildarinnar. En slíltt má aldrei verða til lengdar. Það leiðir hverja þjóð til glötunai\“ Og ennfremur segir forsætis- ráðhei-ra: „Fyrir ofan alla ein- staklingshyggju, fyrir ofan kröfurnar til annara, fyrir ofan stéttastríð og flokkabaráttu verður ætíð að vera eitt, sem tengir oss, og það er hin sam- eiginlega ábyrgð á því, að lífs- skilyrði og sjálfstæðismögu- leikar þjóðarinnar glatist ekki.“ Síðan þessi orð voru töluð, hafa svo aftur komið fram lijá- í’óma x-addir þessum lofsamlegu ummælunx Hei-manns Jónas- sonar. Eru þar að verki þeir hinir sömu friðarspillar, sem fyrr og síðar ala á flokkaríg og sundrung í íslenzkum stjórn- málum. En hér duga ekki orðin tóm, heldur einhuga, sterk og mann- úðarfull átök. Allir þyrftu að skilja, að það ei-u ekki sundrungaröflin í þjóð- lífinu, heldur öfl samtakanna og hins almenna bróðurkær- leika, sem færa okkur nær því takmarki, að verða frjáls þjóð í frjálsu landi. Og þetta verður því auðsærra, sem þess er betur gætt, að eng- inn einn stjórnmálaflokkur má vænta þess, að fá sínurn floklcs- hagsmunum einum fullnægt, eins og heldur enginn einn flokkur er fær um að bjarga þjóðinni yfir torfærur sinnar samtíðai’, og forða henni frá utanaðkomandi hættum og erf- iðleikunx. Áður en úr verði bætt, þurfa þess vegna að liggja fyrir sam- konxulagsmöguleikar allra á- byrgra stjórnmálaflokka með þjóðinni, er síðan yrðu einskon- ar samnefnari í þeirri grund- völluðu starfsskrá, sem flokk- arnir gætu komið sér saman um. Gilti sú stai’fsskrá um stórnarfarið í landinu, svo lengi, sem það mætti haldast óbreytt. Til að semja slika starfsskx’á, þyrftu stjórnnxálaflokkarnir að tilnefna valda menn, hver fyrir sinn flokk. Það leiðir af sjálfu sér, að með slíku þjóðstjórnai'fyrir- komulagi, sem hér er gert ráð fyrir, hefðu allir ábyrgir flokk- ar samvinnu um stjórnarmynd- un, og ættu liver sinn ráðherra í stjórn landsins. Gæti þá kom- ið til þess, að eitthvað yrði að fjölga í’áðheiTum frá því sem er. Engin væri það goðgá. Og sé þörf fyrir 3 bankastjóra í einum banka, ættu nokkuð fleiri menn að geta liaft næg • verkefni að vinna í stjórn lands- ins á erfiðleika tímum. í annan stað nxætti að sjálf- sögðu, með fleiri ráðherrum, nokkuð spara opinbera starf- rækslu á öðrum sviðum, svo að sá útgjaldaauki sem leiddi af einhverri fjölgun ráðherra, þyrfti þar fyrir ekki að koma hart niður á ríkissjóði. Góðir Islendingar! Strengjum þess heit með hækkandi sól, að vinna sem öflugast að þeirri aðkallandi bræðralagshugsjón, sem hér hefir verið gerð að umtalsefni. Þá mun aftur birta yfir landi og þjóð. 31. des. 1938. Jóhannes ólafsson. Landssamband útgerðarmanna stefnað. I sambandi við fund í Sölu- sambandi ísl. fiskframleiðenda, sem haldinn var um miðjan þ. m., var stofnað Landssamband íslenzkra fiskframleiðenda. Er ætlunin að félagsskapur þessi nái til allra útgerðarmanna og að félagsdeiklir verði stofnaðar í öllum verstöðvum. Kosin var 9 manna stjórn og þriggja manna framkvæmdaráð. Svo er að sjá af blöðum, að Framsóknai’flokknum sé lítið unx gefið félagsstofnun þessa, og er það að vonum. Hann hefir áður unnið af mætti gegn þvi að framleiðendur liefðu þessháttar samtök, sem líkleg væri til að efla stéttarmeðvitund þeirra, skilning þeiri’a og samtök til að kx-efjast fullrar viðux-kenningar á rétti sínum í þjóðfélaginu, og reynt að rugla þau og brjóta niður. Yei’ður nú fróðlegt að sjá, hvort hann reynir að „fleiga“ þenna félagsskap, eins og hann gjörði um Landssam- band bænda. Viljann þarf vart að efa, en óhægra mun hann samt eiga með að koma sér við með það í þessum félagsskap. — Kvenfélög og ungmennafé- lög munu þó vera í verstöðvum víðast, sem reyna mætti að fleiga inn í raðir útgerðar- mannanna.

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.