Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Blaðsíða 3
SKEMMTIBLAÐIÐ
37
GUNNHILDUR.
Stuttur en sannur ástmála-þáttur úr reykjavíkurlífinu eftir Úlfar árvakra.
(Framh.).
Um hádegisbilið daginn eftir, begar jeg kom niður
til miðdegisveiðar, var Gunna litla ein í eldhúsinu.
Hún brosti við mjer strax og jeg kom inn:
„Hæ, gaman! Nú hefurðu laglega gleymt klukk-
unni í morgun; hún er orðin hálf eitt, — þú ert
hálfri klukkustund á eftir tímanum", sagði hún.
„Það er von — jeg fór svo skratti seint að sofa í
gærkvöldi", svaraði jeg og leit á úrið — útgengið.
„Seint að sofa, segirðu? — Fórstu ekki í rúmið
skömmu eítir að þú skildir við okkur?* sagði Gunna.
„Kiukkan var háttgengin eitt, þegar jeg fór að
hátta. — Eða vaiztu þess ekkert vör, þegar jeg kom
hingað inn á tólíta tímanum í gærkvöldi til þess að
vitja um hattinn minn?“ sagði jeg og leit í andlit
henni. Jeg bjóst endiiega við að sjá þar svipbrigði,
sem eitthvað segðu.
„Ekki svo að mig reki minni til. Jeg hef sjálfsagt
sofið væran, og þú auðvitað laumast eins og kisa á
veiðum1', sagði Gunna litla blátt áfram, og jáfn-eðli-
lega og ekkert hefði í skorizt.
„Náttúrlega fór jeg hljóðlega, og þú hefur sennilega
sofið vært. — En aldrei hef jeg sjeð gullfallegri yngis-
mey en þig þá“, hvíslaði jeg í eyra henni.
„Það er þó lífs-ómögulegt*, sagði hún með hækk-
andi áherzlu, og horfði fast á það, sem hún var aÖ
gera — „Og ekki hefurðu sjeð margar meyjarnar
sofandi um æfina, ef jeg er sú fallegasta. — En nú
skaltu fara að borða, og það með snerpunni. — Veiztu
ekki að það er sunnudagur í dag, og að jeg 4 að eiga
frí frá klukkan tvö. fú getur því nú líklega nærri,
hvort jeg muni ekki þurfa að flýta mjer við verkin
mín núna!*
3 „Og hvar ætlarðu að skemmta þjer í dag, Gunna
)itla?“ spurði jeg.
„En á götunni — og náttúrlega hitta einhvern pilt
eða þá stúlku, og ýtast svo eitthvað út í góða veðrið*.
sagði hún.
„Pilt?“ át jeg eftir. „I’að lítur annars út fyrir það,
að þú hafir meir en lítið yndi af því að ganga með
piltum. — En manstu nokkuð eftir því, sem þú sagðir
við mig eitt kvöldið fyrir nokkru — að þú ætlaðir að
reyna að hætta því?“ sagði jeg.
„Jú, eitthvað mun jeg hafa sagt í þá átt — en jeg
er svo gleymin og eitthvað svo kærulaus og óþolin-
móð, og jeg veit ekki hvað!“
„Hvers vegna þykir þjer svona gaman að piltunum
hjerna?" spurði jeg.
„Jeg veit það varla sjálf — nema svona undan og
ofan af“, svaraði hún.
„Eru þeir svona ljómandi skemmtilegir?"
„Já, sumir — og jafnvel margir þeirra", svaraði hún.
„Og skynsamir og andrikir að sama skapi?“
„fað er nú eftir því sem á það er litið. — En
venjulegast er það nú svo, að þeir tala um ljettvæg
efni — og jafnvel undur-innantóm stundum. — Það
er stimamýktin, örlæti þeirra og — smámunasemin,
sem okkur ungu stúlkunum finnst svo laðandi", sagði
hún. „Og þeir vilja allt gera fyrir mann, og maður
getur snúið þeim sitt á hvað — eins og snældum*.
„Það er svo — og meira?“ spurði jeg.
„Og þeir bjóða manni á bíóin, — inn á kaffihúsin
pg yfirleitt inn á alla þá skemmtistaði, sem einhverja
nautn hafa að bjóða. — Og þetta er allt svo inn-
dælt“, sagði hún.
„Og meira enn?“ varð mjer að orði.
„Já — og svo bjóða þeir manni stöku sinnum á
dansleiki, og það er yndislegast af því öllu — það
veit guð —, það er blátt áfram himneskt*, sagði
Gunna litla
„tað er sjálfsagt ekki svo óskemmtilegt — þegar
maður fer að venjast því“, sagði jeg. Og mjer var
farið að þykja nóg um. — „En heytðu, Gunna litla!
Eigum við annars ekki að vera saman í dag — og
favá okkur til skemmtunar eitthvað út úr bænum?
Hvað segirðu við því?“
Hún hugsaði sig um stundarkorn.
„Jeg veit ekki“, sagði hún. „Mjer finnst þú alltaf
vera eitthvað öðruvísi en aðrir karlmenn. Og mjer
flnnst jeg alltaf þurfa að vera eitthvað alvarlegri
gagnvait þjer en öðrum ókvæntum mönnum, sem jeg
þekki — af hverju sem það stafar. — Yið erum svo
skrítnár — eitthvað svo óákveðnar á þessu skeiði,
stúlkurnar. — Pig vantar líka stimamýkt og ýmsa
smásmuglega nákvæmni á við aðra karlmenn — auk
þess sem þjer hættir við, að vera of háfleygur og
alvarlegur stundum. En það er okkur ungu stúlkun-
um ekki sem bezt að skapi“.
„Eftir því er jeg sennilega mesti klaufi i allri um-
gengni við ungár stúlkur", sagði jeg.
„Mjer er nær að halda, að svo muni vera*, sagði hún.
„Svo að þjer lízt kannske ekki meir en svo vel á
þáð, að við njótum góðviðrisins í dag á þann hátt,
er jeg nefndi? sagði jeg.
„Er þjer það mikið áhugamál?* spurði hún.
„Ekki segi jeg það nú kannske. En hitt er það, að
mjer finnst við ekki verja deginum neitt illa með því
móti“, svaraði jeg.
„Nú-jæja. Kannske við gerum það þá“, sagði hún
dræmt. „Klukkan hálf þrjú — ertu ánægður með það?“
„Já“, sagði jeg og settist að snæðingi — síhuga-
andi á meðan um þetta, sem Gunna litla sagði um
mig. — Og vafalaust hafði hún rjett fyrir sjer að
sumu leyti. (Fr»mh.).
Ráðningar á gátum i síðasta (5.) tölublaði: 1. Bak-
arans. — 2. Yit og heilsuhreysti. — 3. Að leggjast sárþreytt-
ur og uppgefinn í gott rúm. — 4. Prentlistin. — 6. Pýra-
miðarnir á Egyptalandi, er byggðir voru af þrœlum þarlendra
konunga. — 6. Þegar hún verður móðir í fyrsta sinni.
Prestur kveður söfnuð sinn. >Kæri söfnuður! Guð*
friður sje með yður öllum. Þótt jeg dirfist að ávarpa yður
þannig, þá geri jeg það með hálfum huga — því að hvernig
getur friður búið hjá manneskjum, sem bítast og berjast inn-
byrði«, eins og gaddhestar um illt fóður! — Að þið elskið
lítið hver annan, veit jeg líka af því, hve sárasjaldan þið hafið
veitt mjer þá ánægju, að gefa ykkur samau í hjónahaud. —
Og ekki er guði heldur neitt annt um það, að kalla ykkur
til sinnar dýrðar, því sjaldan hefur hjer verið opnuð gröf
að gagni. — Að þið elskið mig ekki — það hef jeg sjálfur
sjeð á offrunum ykkar. tau hÚBgangsgjöld, sem þið hafið
goldið mjer, hafa fiest verið mjer færð í maðksmognum kart-
öflum. En af ávöxtunum þekkist trjeð. — Jeg er nú kjör-
inn kennimaður við hegningarhúsið í Kaupangi, og fer nú
þangað innan skamms til þess að undirbúa verðugan veru-
stað handa ykkur. — Amen«. (Ur ensku kirkjublaði),
»Það rifnar, sem gamalt er«, sagði kölski um leið og hann
reif eyrun af ömmu sinni.