Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Page 4

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Page 4
Frá stjórn FÍSÞ meðferð sem ekki heyrir undir sjúkra- þjálíún. Sköruti fagþópa Sífellt verður meiri skörun milli faghópa innan heilbrigðiskerfisins en við verðum að þekkja okkar takmörk og gera okkur grein fyrir hvar þekking okkar og hæfni liggur og bera þá faglegu ábyrgð að stunda ekki meðferð sem flokkast undir starfssvið annarra heilbrigðisstétta eða annarra. Skilgreining á sjúkraþjálfun er vandasöm en unnið er að gerð slíkrar skilgreiningar innan Heimssambands sjúkraþjálfara og verður tekin afstaða til hennar á næsta aðalfundi Heimssambandsins sem haldinn verður t maí 1999- Réttur sjúklingsins Sem ábyrgir og sjálfstæðir fagaðilar verðu- m við ávallt að hafa rétt og sjálfstæði sjúkl- Ekki missa af þessu Málþing um menntun sjúkra- þjálfara 30.1 '99 inga okkar að leiðarljósi, að upplýsa sjúkl- inginn um meðferðina sem við veitum og skrá það sem við gerum. Síðast en ekki síst verðum við að hafa að leiðarljósi að meðferðin sem við veitum uppfylli ítrustu gæðakröfúr og sé gagnleg fyrir sjúkling- inn. Lykilorðin eru: Lykilorðin eru þau sömu og ég hef nefnt áður: Góð þjónusta - árangursrík meðferð - skráning - upplýsingamiðlun. Að lokum áska ég öllum félagsmörtnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfu og gengis á nýju ári. Með jólakveðju, Sigrún Knútsdóttir, formaður FÍSÞ. Það er von stjómar FÍSÞ að sem flestir sjúkraþjálfarar og nemar í sjúkraþjálfun komi á málþingið og taki þátt í umræð- um um málefni menntunar sjúkraþjálfára framtíðarinnar. Síöasti aðalfundur aldarinnar? Aðalfundur FÍSÞ 28. febrúar 1999 Aðalfúndur FISÞ verður haldinn laugardaginn 28. febrúar 1999- Strax á nýju ári mun uppstillinganefnd hefja störf. í uppstillinganefnd sitja Georg Janusson, I lulda Ólafsdóttir og einn fulltrúi frá stjóm FÍSÞ. Á aðalfundinum að þessu sinni skal kjósa fbrmann og 3 stjómarmenn til tveggjaára. Mikilvagt er fyrir fulltrúa nefnda að huga strax í janúar að áframhaldandi nefndarslörfum. Áhugasamir félags- menn um stjómar- og/eða nefndarstörf mega hafa samband við fúlltrúa upp- stillinganefndar. Stjómin vifl minna félagsmenn á að lagabreytingatillögur þnrfa að berast til stjóraar fyrir 25. janúar n.k. Stjóm FÍSÞ Menntun er máttur hverrar fagstéttar. Hún þarf að vera í stöðugri endurskoðun og framþróun. Lærum meira og meira, meira í dag en í gær! FÍSÞ stendur fyrir Málþingi um menntun sjúkraþjálfara laugardaginn 30. janúar 1999 kl. 10.00-14.00 að Hótel íslandi 2. hæð. Nákvæm dagskrá og framsöguerindi verða kynnt í Fréttabréfinu í janúar en á málþinginu munu ýmsir fjalla um menntun sjúkraþjálfara og framtíðar- sýn. M.a. munu eftirfarandi aðilar balda erindi: Sigrún Knútsdóttir formaður FÍSÞ Karl Guðmundsson nemi í sjúkraþj. Fulltrúi frá fagnefnd FÍSÞ Fulltrúi Námsbrautarí sjúkraþjálfun Fulltrúi Hollvinafélags Námsbrautar í sjúkraþjálfún? Að framsöguerindum loknum verða umræður um nám og menntun sjúkra- þjálfara og framtíðarsýn. 4 Tíundi árgangur 1998 - FRÉTTABRÉF FÍSÞ

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.