Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Page 5

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Page 5
Af styrkveitingum Fjórir faghópar fengu styrki til sérverkefna Á síðasta aðallundi var samþykkt að veita 144.000 krónum til sérverkefna faghópa. Umsóknarfrestur var til l.nóvember eins og auglýst var í fréttabréfinu í október síðastliðnum. Umsóknir bárust frá fjórum faghópum. Fjórir fengu styrk en einni umsókn var synjað. Þeir hópar sem fengu styrk eru: Faghópur sjúkraþjálfara í öldrunar- þiónustu - styrkur til útgáfu kennslu- myndbands um framkvæmd Berg jafnvægisprófs. Faghópur sjúkraþjálfara um málefni kvenna tengdum meðgöngu og fæðingu - viðbótanstyrkur til að Ijúka gerð fræðslubæklings um grindarlos í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Faghópur sjúkraþjálfara í öldrunar-þiónustu - styrkur vegna útgá- íú rits um heil- abilun. Faghópur í bamasiúkraþjálfun - styrkur vegna þýðingar á hreyfiprófi fyrir böm. Rannsakendur athugiö: Umsóknarfrestur um styrki úr Vísindasjóði til 1. feb.’99 Markmið hans erað styrkja rannsó- narverkefhi, þróunarverkefni og viðamiklar ritsmíðar innan sjúkraþjál- funar sbr. grein 2.1 í starfsreglum sjóðsins. Grein 5.1 hljóðarsvo: Umsóknum um styrki skal skila til stjómar Vísindasjóðs á þar til gerðum eyðublöðum eigi síðar en 1. febrúar eða fyrsta virka dag þar á eftir. Rétt til að sækja um styrki eiga fullgildir og skuldlausir félagsmenn FÍSÞ fra og með áramótun það ár sem sótt er um styrk í sjóðinn. Greinar 6.1 og 6.2 kveða á um eftir- farandi: 6.1. Umsóknum um styrk í Vísindasjóð FÍSÞ þarf að fylgja: - ítarleg vinnuáætlun - Rökstudd kostnaðaráætlun 6.2. Vísindasjóður styrkir eftirfarandi: - Útlagðan kostnað vegna verkefnis s.s. póstburðargjöld og aðkeypta tölfraeði- úrvinnslu. - Vmnuframlag umsækjanda, þó ekki hærri upphæð en sem nemur fjórðungi af úthlutun til umsækjanda nema laun viðkomandi skerðist vegna verkefnisins. -Kaup á nauðsynlegum tækjum til verkefnisins. Ekki fæst styrkur til kaupa almenns skrifstofúbúnaðar og tækja eins og tölva o.þ.h. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofú FISÞ. Starfsreglumar voru birtar í heild sinni í apríl hefti Fréttabréfsins 1998 (bls. 14). Fyrir hönd stjómar Vísindasjóðs FÍSÞ, Láms Jón Guðmundsson (varamaður). Mikilvægt þing í febrúar Rannsóknarþing í sjúkraþjálfun 27. febrúar 1999 Verður haldið föstudaginn 27. febrúar 1999 að Hótel íslandi. Frestur til að senda inn útdrætti rennur út 15. janúar 1999. Nánari upplýsingar hjá Frasðslunefnd (sjá annarsstaðar í þessu blaði). Frá gjaldkera vorum Félagsgjöld og félagatal Félagsmenn athugið! Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðla lyrir félagsgjöldum eru vinsamlegast beðnir um að láta vita af því á skrifstofu- na. Félagsgjöld! Greiðið félagsgjöldin sem fýrst Einungis skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfúndi. Er greiðsluseðillinn týndur? Ef svo er getur þú farið í Landsbankann, gefið upp kennitölu FÍSÞ 690372-0299, höfuðbók 62 félagaþjónusta og greiu félagsgjöldin. Breytt heimili, sími, vinna? Vinsamlegast tilkynnið breytingar á heim- ilsifangi, símanúmeri eða vinnustað til félagsins. Aukafélagsaðild! Þeir félagsmenn sem ætla að gerast aukafélagar fyrrihluta næsta árs þurfa að sækja um það skriflega til félagsins fyrir áramót. Jóhanna Konráðsdóttir gjaldkeri FÍSÞ FRÉTTABRÉF FÍSÞ - Tíundi árgangur 1998 5

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.