Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019FRÉTTIR
m.
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni
rafhlöðu sem skilar afli til þess að slípa,
er léttari en snúrurokkur í sinni stærð.
POWERSTATE™ mótor
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-1,46%
9,46
MARL
+1,49%
373,5
S&P 500 NASDAQ
+0,64%
6.621,724
+0,35%
2.497,64
+2,27%
6.734,23
FTSE 100 NIKKEI 225
3.7.‘18 3.7.‘182.1.‘19
1.800
90
2.080,50
1.795,00
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
55,64+4,48%
20.014,77
77,76
50
2.400
2.1.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
Árið 2018 var jákvætt á íslenskum
hlutabréfamarkaði, að sögn Magn-
úsar Harðarsonar, forstöðumanns
viðskiptasviðs Kauphallarinnar.
Hann segir að velta með hlutabréf
hafi þó verið um fimmtungi minni
en árið 2017. „Helsta ástæða þess
er að lífeyrissjóðirnir hafa verið
að beina fjárfestingum sínum í
meira mæli á erlenda markaði.
Einnig hefur verðþróun verið flöt
og aðeins í mínus fyrir árið í
heildina. Fólk virðist vera að bíða
eftir því að markaðurinn hefji sig
til flugs á ný,“ segir Magnús.
Spurður um helstu vonbrigði
ársins og hvað helst hafi komið á
óvart nefnir Magnús að mest hafi
komið á óvart hvað viðskiptin
minnkuðu mikið á milli ára.
Helstu vonbrigðin snúi að því að
innflæðishöft séu enn fyrir hendi
á erlenda fjárfestingu en þau hafi
skaðleg áhrif á skuldabréfamark-
aðinn. „Þetta eru ákveðin von-
brigði því krónan hefur veikst
talsvert, og vaxtastig í Bandaríkj-
unum hefur hækkað. Það blasir
eiginlega við að það eru engar
ástæður til þess að viðhalda hér
höftum, en samt er þeim við-
haldið.“
Söguleg lægð í skuldabréfum
Magnús segir að m.a. vegna
haftanna séu viðskipti á skulda-
bréfamarkaði í sögulegri lægð.
„Við erum eiginlega stödd í mestu
rólegheitum frá því um aldamót.
Nú þegar lífeyrissjóðir eru farnir
að fjárfesta meira erlendis er svo
mikilvægt að aðrir fjárfestar taki
við þeirra hlutverki. Það hefur því
áhrif að erlendum fjárfestum sé
ekki hleypt inn óheft.“
Vel gekk á skráningarhliðinni á
hlutabréfamarkaði á árinu að
sögn Magnúsar. „Við fengum
þrjár góðar skráningar á mark-
aðinn, þar af tvo banka, Kviku og
Arion banka sem var einnig
skráður samtímis á markaðinn í
Stokkhólmi. Auk þess voru
Heimavellir, þriðja nýskráða fé-
lagið, það fyrsta sinnar tegundar
á markaðinum. Þetta voru því allt
góðar áfangaskráningar.“
Magnús segir að tvískráning
Arion banka hafi verið mikilvæg
fyrir trúverðugleika íslenska hag-
kerfisins og fjármálamarkaðarins.
Horfurnar fyrir næsta ár eru
prýðilegar að mati Magnúsar.
„Það er meiri áhugi nú en nokkru
sinni fyrr hjá smærri félögum á
skráningu. Þrjú til fjögur félög
gætu bæst við 2019. Eitt er búið
að ákveða sig endanlega, en 2-3
eru að skoða skráningu alvarlega.
Þá setja Kvika og Iceland Seafood
stefnuna á aðalmarkaðinn, en þau
eru núna á First North-mark-
aðnum.“
Spurður um helstu hækkanir og
lækkanir yfir árið segir Magnús
að Iceland Seafood hafi þar vinn-
inginn með 34% hækkun. „Hagar
komu næst með 30% hækkun, þá
kom Marel með 15%, Skeljungur
með 9% og Kvika með 8%.“
Gengi Sýnar lækkaði mest allra
félaga á árinu eða um 38%, að
sögn Magnúsar. „Icelandair lækk-
aði næstmest eða um 35%, þá
kom TM með 21%, Eik og Heima-
vellir 19% og Reginn lækkaði um
18%.“
Veltan var mest með bréf
stærsta félagsins í Kauphöllinni,
Marels, eða samtals 97 milljarðar
króna.
Jákvætt ár að baki á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Uppbygging verðbréfa-
markaðarins hélt áfram á
árinu 2018, og alþjóðlegar
tengingar jukust. Velta í
hlutabréfum var fimmtungi
minni en í fyrra.
Iceland Seafood hækkaði mest allra félaga í Kauphöll árið 2018, eða um
34%. Félagið stefnir á aðallista á nýju ári, rétt eins og Kvika banki.
BYGGINGAMARKAÐUR
Um 12.500 kaupsamningum var
þinglýst árið 2018 á landinu öllu og
námu heildarviðskipti með fast-
eignir um 550 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóð-
skrár Íslands.
Þar segir einnig að meðalupphæð
á hvern samning hafi verið um 44
milljónir króna. Til samanburðar var
veltan árið 2017 rúmlega 507 millj-
arðar, kaupsamningar voru 12.108
talsins og meðalupphæð hvers
samnings var um 42 milljónir króna.
„Heildarvelta fasteignaviðskipta
hefur því aukist um tæplega 8,5%
frá árinu 2017 og kaupsamningum
fjölgað um rúmlega 3,2%,“ segir í
fréttinni.
Þá segir að sé litið til höfuðborg-
arsvæðisins þá hafi heildarvelta auk-
ist um rúmlega 8,9% og kaupsamn-
ingum hafi fjölgað um tæplega 6,5%.
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Meðalupphæð á hvern samning um
fasteignakaup var um 44 m.kr.
Viðskipti-
jukust um
8,5%
FJÁRMÁLAMARKAÐUR
Fjármálaeftirlitið, FME, auglýsti í
gær á vef sínum í fyrsta skipti eftir
utanaðkomandi sérfræðingum til að
sinna afmörkuðum og sértækum
verkefnum innan stofnunarinnar.
Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME
segir í samtali við ViðskiptaMogg-
ann að heimild til þessa hafi verið í
lögum lengi, og áður en FME varð
sú stofnun sem hún er í dag. „Það
má segja að við séum að auglýsa
núna til að vera í takti við tímann og
flagga því að fólk geti komist á lista
hjá okkur. Það hefur færst í vöxt í
atvinnulífinu að auglýst sé eftir fólki
til stjórnarstarfa, og þessi hugmynd
er af sama meiði. En auðvitað þurf-
um við að fara vel yfir hvort fólk sé
með viðeigandi þekkingu og reynslu,
og að allir sem vinna fyrir okkur séu
óháðir þeim aðila sem eftirlit er haft
með.“
Þekkingin verður ekki eftir
Unnur segir að þessi heimild að
leita til utanaðkomandi sérfræðinga
sé sjaldan notuð. „En hún er fyrir
hendi og kominn tími á að endurnýja
listann af fólki hjá okkur.“
Unnur segir að ókosturinn við að
leita til utanaðkomandi sérfræðinga
sé sú að þá sitji þekkingin ekki eftir
inni í stofnuninni. Úrræðið sé samt
sem áður mjög gott. „Við höfum ver-
ið að byggja upp innri þekkingu í
stofnuninni síðustu ár, því lagaum-
hverfið hefur verið að breytast svo
mikið,“ útskýrir Unnur.
FME fagnar 20 ára afmæli á
árinu. „Þetta er í raun mjög ung
stofnun. Í tilefni afmælisins munum
við halda nokkra stutta morgunfundi
með mismunandi þemum, auk þess
sem við munum hafa ársfundinn í
maí veglegri en venjulega.“ to-
bj@mbl.is
FME vill vera í takti við
tímann með auglýsingu
Morgunblaðið/Ómar
Fjármálaeftirlitið heldur morgun-
fundi til að fagna 20 ára afmæli.