Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Snjall og snjöll
ný hugbúnaðarlausn
Upplýsingar
í skýinu
Tölvupóstur með
lotustýringu
Rauntíma
skráning
hráefna
Gufunes, 112 Reykjavík
Sími 577 5757 – gamur@gamur.is
Tæknivæðum sorpmálin
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
„Þetta staðfestir það sem við höfum
haldið fram, alveg frá því að ljóst varð
að menn væru að fara að stunda eldi í
opnum í kvíum við Íslandsstrendur.
Þessi lax syndir fleiri hundruð kíló-
metra ef honum þóknast svo, og get-
ur farið upp í hvaða á sem er á land-
inu. Þetta kemur okkur því ekki á
óvart.“
Friðleifur segir að ef fram haldi
sem horfi, að fiskeldi verði aukið til
muna hér við land, sé ljóst að sífellt
fleiri eldislaxar muni leita upp í ís-
lenskar ár. „Þetta er það sem koma
skal ef iðnaðinum er leyft að vaxa í
óbreyttri mynd. Og það bendir allt til
að svo verði,“ segir hann og vísar til
frumvarpsdraga til nýrra laga um
breytingu á ýmsum lagaákvæðum
sem tengjast fiskeldi, sem nýverið
voru birt á samráðsgátt stjórnvalda.
Kylfa sem ræður kasti
„Þar sjáum við mjög takmarkaðar
ráðstafanir gerðar til að gera starf-
semina umhverfisvænni. Okkur
finnst hvatar stjórnvalda ekki með
þeim hætti að eldisfyrirtæki sjái sér
hag í því að færa sig yfir í umhverf-
isvænni kosti, ef svo má að orði kom-
ast, eins og til dæmis eldi í lokuðum
kvíum eða á landi.“
Allar ár landsins eru undir, segir
Friðleifur. „Það er alveg ljóst. Þetta er
ekki það stórt land,“ segir hann og
bendir á að NASF hafi keypt neta- og
veiðiréttindi í Grænlandi og í Fær-
eyjum til að vernda laxastofninn.
„Við sjáum að villti laxinn syndir
héðan og til þessara landa. Það er í eðli
laxins. Það fer eftir straumum og
ástandi hafsins hverju sinni hvert
hann fer. Og ef hann er alinn í kví, eins
og í fiskeldinu, er hann vitaskuld átta-
villtur en það er samt sem áður í hans
eðli að finna sér á til að hrygna. Þess
vegna er það bara kylfa sem ræður
kasti hvort hann endar í Vatnsdalsá,
Selá eða hvar annars staðar. Þegar
öllu er á botninn hvolft er þetta hrika-
leg þróun sem er að eiga sér stað, og
mikið áhyggjuefni.“
Mikilvægt að fá hagsbætur í lög
Fyrirtækið AkvaFuture hyggur á
tuttugu þúsund tonna laxeldi í lok-
uðum sjókvíum í Eyjafirði, en systur-
fyrirtæki þess rekur eldi í slíkum kví-
um í Brunneyjarsundi í Norðlands-
fylki í Noregi. Rögnvaldur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
AkvaFuture, sagði í samtali við 200
mílur fyrr í vetur að í burðarþolsmati
Hafrannsóknastofnunar væri ekki
tekið tillit til þeirrar staðreyndar að
eldið yrði í lokuðum kvíum.
„Sú er ekki raunin, því miður.
Burðarþolið gerir ráð fyrir þeirri að-
ferð sem algengust er í fiskeldi. Með
okkar tækni ættum við nefnilega að
geta nýtt burðarþolið mun betur, það
er framleitt meira en sem því nemur
án þess að áhrifin á umhverfið verði í
sama mæli,“ sagði Rögnvaldur í því
viðtali.
Friðleifur bendir á að þetta sé
dæmi um skort á hvötum af hálfu
stjórnvalda til að stuðla að umhverfis-
vænna eldi.
„Vandinn er að þróun á lokuðum
kvíum er tiltölulega nýhafin, en hún
hefst í Noregi þar sem vandamál
tengd laxeldi eru orðin svo mikil að
menn eru farnir að leita annarra
framleiðsluaðferða. AkvaFuture er
nú búið að framleiða lax í lokuðum
kvíum með mjög góðum árangri
undanfarin ár, en ekki einn einasti
fiskur hefur sloppið og aldrei hefur
komið upp lús. Þá endurvinna þau
megnið af úrganginum sem fellur til
og nýta hann til að knýja lífdísilvagna
á götum Þrándheims,“ segir hann.
„Þetta er virkilega flott framtak, en
það segir sig sjálft að framleiðsluferl-
ið er dýrara. Og þess vegna er svo
mikilvægt að stjórnvöld setji í lög ein-
hverjar hagsbætur fyrir fyrirtækin
sem ákveða að fara þessa leið frekar.“
„Hví ekki núna?“
Hann segir hvataskortinn birtast
skýrt í framleiðslu Arctic Fish hér á
landi, en félagið er að stórum hluta í
eigu norska fiskeldisfyrirtækisins
Norway Royal Salmon.
„Móðurfélagið er að gera tilraunir
með framleiðslu í lokuðum kvíum í
Noregi en þegar hingað er komið
sleppa þeir því því þeir sjá að þeir
þurfa þess ekki. Hefðbundnar opnar
kvíar eru ódýr búnaður. Um leið og
fyrstu slátruninni er lokið hafa menn
greitt upp opnu kvína. En frá mark-
aðssjónarmiðum, ef menn eru á ann-
að borð lítið að spá í umhverfið, þá er
skiljanlegt að þeir fari þessa ódýrari
leið,“ segir Friðleifur.
„Stjórnvöld þurfa bara að gyrða
sig í brók og reyna að koma fiskeldis-
iðnaðinum í umhverfisvæna fram-
leiðslu sem við getum verið stolt af.
Tíminn mun leiða í ljós að þetta eru
rangar aðferðir sem eru við lýði núna,
og þetta mun allt enda í lokuðum kví-
um eða uppi á landi. Það er bara
spurning hvort það verður eftir fimm
eða tíu ár þannig að hví ekki núna, í
stað þess að gera sömu mistök og all-
ar þjóðir sem stunda fiskeldi að ein-
hverju marki í kringum okkur eru
búnar að gera? Það er okkur með öllu
óskiljanlegt.“
Hvata vanti til
umhverfis-
væns laxeldis
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Níu laxar, sem veiddust í fyrra í íslenskum ám, komu frá
tveimur kvíastæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálkna-
firði og hins vegar frá Hringsdal í Arnarfirði, samkvæmt
rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Friðleifur Guðmunds-
son, formaður Verndarsjóðs villtra laxa, segir niður-
stöðurnar ekki koma sér í opna skjöldu.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Einn þeirra eldislaxa sem veiðst hafa í íslenskum ám fannst í Vatnsdalsá. Uppruni hans var rakinn til Tálknafjarðar.
Afurðaverð á markaði
2. janúar 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 408,93
Þorskur, slægður 514,65
Ýsa, óslægð 376,63
Ýsa, slægð 303,62
Ufsi, óslægður 176,50
Ufsi, slægður 150,85
Djúpkarfi 188,00
Gullkarfi 321,74
Blálanga, óslægð 325,00
Blálanga, slægð 221,82
Langa, óslægð 280,19
Langa, slægð 219,47
Keila, óslægð 79,92
Keila, slægð 90,45
Steinbítur, óslægður 302,00
Steinbítur, slægður 304,21
Skötuselur, slægður 446,01
Grálúða, slægð 361,46
Skarkoli, slægður 400,60
Þykkvalúra, slægð 652,15
Langlúra, óslægð 124,00
Sandkoli, óslægður 10,00
Bleikja, flök 1.574,25
Gellur 1.085,50
Grásleppa, óslægð 32,35
Hlýri, slægður 439,16
Hrogn/þorskur 207,36
Lúða, slægð 503,04
Lýsa, óslægð 71,00
Lýsa, slægð 85,00
Skata, slægð 66,00
Stórkjafta, slægð 133,00
Undirmálsýsa, óslægð 137,25
Undirmálsýsa, slægð 179,00
Undirmálsþorskur, óslægður 172,99
Undirmálsþorskur, slægður 141,00