Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 12
FORRITÐ
Við lifum og hrærumst í rituðum
heimi. Er ekki lítið vandamál að eiga
erfitt með lestur þegar það að sinna
vinnunni vel og jafnvel rækta sam-
bandið við vini og ættingja kallar á að
komast í gegnum kynstrin öll af tölvu-
póstum og færslum á samfélags-
miðlum.
En lesblindir geta líka nýtt tæknina
til að gera netið aðgengilegra, t.d. með
forritinu Helperbird. Um er að ræða
viðbót við Chrome-vafrann sem virkar
bæði á tölvum og snjallsímum. Forritið
leyfir notendum m.a. að breyta texta-
og litastillingum vefsíða og Google-
docs-skjala svo að auðveldara verður
að lesa það sem á þeim stendur.
Helperbird getur t.d. breytt letur-
gerðinni yfir í OpenDyslexic sem
mörgum lesblinum finnst þægilegra að
lesa, og meira að segja látið tölvurödd
lesa stök orð og setningar sem reynast
erfið viðureignar. Með nokkrum smell-
um má breyta litnum á textanum eða
velja bakgrunnslit sem auðveldar lest-
urinn.
Hugnist notandanum ekki að hrófla
við tilteknum vefsíðum getur hann lát-
ið HelperBird vita og lætur forritið þá
þær síður í friði.
Með ókeypis útgáfu forritsins má
breyta leturgerð vefsíðna en kaupa
þarf mánaðarlega áskrift til að geta átt
við litastillingar. ai@mbl.is
Vefurinn aðgengi-
legri fyrir lesblinda
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019SJÓNARHÓLL
SANDBLÁSTUR
Sundaborg 3
104Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Ráðgjöf
Tilboð
Hönnun
Uppsetning
KRISTINN MAGNÚSSON
Rannsóknir í sálfræði og læknavísindum hafaleitt í ljós að það er manneskjunni eiginlegtað óttast breytingar. Þegar við stöndum
frammi fyrir óvissunni sem iðulega fylgir breytingum
grípa ævaforn og ósjálfráð kerfi líkamans til sinna
ráða og reyna að verjast. Fyrstu viðbrögð eru iðlega
að forða sér, neita að horfast í augu við breytingar-
nar eða gera ekkert og vona að allt renni í sitt fyrra
horf áður en yfir lýkur. Ótti er þannig lamandi, en
Usman B. Asif hitti einmitt naglann á höfuðið þegar
hann sagði „ótti er myrkraherbergi þar sem negatíf-
ur framkallast“. En á sama tíma vitum við að ekkert
er eins öruggt og að það
muni verða breytingar.
Það sama gildir um við-
skipti, það er að þar er ótti
við breytingar algengur.
Saga viðskipta er stráð
fyrirtækjum sem reyndu
meðvitað eða ómeðvitað að
hunsa breytingar og enduðu
illa. Hver man til dæmis
ekki eftir því þegar Nokia
var stærsti og verðmætasti
símaframleiðandi í heimi og
þegar Kodak nánast stjórn-
aði markaðnum með ljósmyndunarvörur fyrir al-
menning. Og í þessum töluðu orðum berst Toys R Us
fyrir lífi sínu eftir að hafa misst af netverslunarlest-
inni. Hversu stórt hlutverk óttinn við breytingar lék
í falli þessara fyrirtækja og annarra er erfitt að
segja, en líklega var það oft á tíðum aðeins meira en
aukahlutverk.
Það kann þó ekki góðri lukku að stýra að gera
breytingar einungis breytinganna vegna. Ef markmið
breytinga er ekki skýrt sýnir reynslan að þær enda
yfirleitt í árangursleysi eða illa. Þetta sýna til dæmis
rannsóknir bæði Wharton-viðskiptaháskólans og ráð-
gjafafyrirtækisins KPMG, en niðurstöður þeirra eru
að yfirtökur og sameiningar bandarískra fyrirtækja
hafi í gegnum tíðina misheppnast í fimmtíu til áttatíu
prósentum tilfella og skilað hluthöfum óbreyttu eða
lægra verðmæti þegar upp var staðið. Líkt og á við
um svo margt annað þá eru breytingar óstöðvandi og
hvorki með upphaf né endi og fyrirtæki eiga á hættu
að heltast úr lestinni fyrr en varir sofni þau á verð-
inum. Til að forðast slíkt þurfa fyrirtæki almennt að
átta sig snemma á þeim breytingum sem eru í far-
vatninu, finna leiðir til að bregðast við þeim eða hag-
nýta þær og ná forskoti á önnur fyrirtæki og að lok-
um hrinda lausnunum í framkvæmd og innleiða þær
breytingar í starfsemi fyrirtækisins sem nauðsyn-
legar eru. Í þessum efnum er valdboð að ofan ekki
vænlegt til árangurs heldur verður að virkja eins
stóran hluta starfsfólksins og
mögulegt er. Að skapa vinnu-
staðamenningu þar sem starfs-
fólkið er vakandi gagnvart breyt-
ingum á þörfum og umhverfi
viðskiptavina, er virkur hluti
breytingastjórnunar, er skapandi í
lausnum til að svara breyttum að-
stæðum og jákvætt þegar kemur
að nauðsynlegum breytingum á
eigin aðstæðum.
Starfsfólk hvers fyrirtækis er
sem sagt lykillinn að árangurs-
ríkum viðbrögðum við breyting-
um, en eins og áður sagði þá er það fólki eðlislægt að
óttast breytingar. Þennan ótta þarf að yfirvinna en
það eru bæði gömul vísindi og ný að til að yfirvinna
ótta er best að horfast í augu við hann. Það gerum
við meðal annars með því að ræða málin á opinskáan
hátt, leita stuðnings annarra í svipaðri stöðu og ráð-
gjafar þeirra sem vita betur þegar við á. Ef við skoð-
um starfsemi fyrirtækja í þessu ljósi sjáum við að
líklega er mikilvægasta hlutverk stjórnenda að skapa
vinnustaðamenningu þar sem umræða um breytingar
er eðlilegur hluti daglegrar starfsemi, þar sem
starfsfólk treystir hvert öðru og sér hag sinn í að
vinna saman að lausnum og þar sem jákvæðni ríkir
gagnvart nauðsynlegum breytingum á eigin umhverfi
og starfi. Þar sem breytingar eru tækifæri en ekki
ógn.
STJÓRNUN
Hjörtur H. Jónsson
forstöðumaður áhætturáðgjafar
hjá ALM verðbréfum
„Ótti er myrkraherbergi þar
sem negatífur framkallast“
”
Starfsfólk hvers fyrir-
tækis er sem sagt lykill-
inn að árangursríkum
viðbrögðum við breyt-
ingum, en eins og áður
sagði þá er það fólki
eðlislægt að óttast
breytingar.