Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Það er við hæfi í upphafi nýs árs að
skoða hvaða leiðir mætti fara til að
bæta heiminn. Ef marka má nýja bók
Rob Reich eru gjafir til góðgerða-
mála ekki lausnin,
eða alltént ekki risa-
gjafir bandarískra
auðmanna.
Reich, sem er pró-
fessor í stjórn-
málafræði við Stan-
ford-háskóla, hefur
rýnt í tölurnar og
komst hann m.a. að
því að rausnar-
skapur bandarískra
milljóna- og
milljarðamæringa
virðist sáralítið
gagnast þeim sem
eiga um sárt að
binda.
Reich er höfundur bókarinnar Just
Giving: Why Philanthropy Is Failing
Democracy and How It Can Do Bet-
ter.
Rannsóknir Reich leiddu m.a. í ljós
að innan við fimmtungur af gjöfum
ríkasta fólks Bandaríkjanna til góð-
gerðastarfs nýttist fátækustu hópum
samfélagsins. Frekar en að rata
þangað sem þörfin er mest leitar fjár-
magnið í íþróttir, listir, menningar-
starf og til trúfélaga. Gjafir sem ætl-
að er að efla menntun hafna hjá þeim
skólum sem vita nú þegar ekki aura
sinna tal og rukka
himinhá skólagjöld,
frekar en hjá þeim
menntastofnunum
sem reyna af veik-
um mætti að fræða
og efla nemendur
sem eiga undir högg
að sækja.
Ef marka má
Reich þá eru allar
rausnarlegu gjaf-
irnar, ef eitthvað er,
að breikka bilið á
milli efstu og lægstu
laga bandarísks
samfélags – sem
kæmi kannski eng-
um við ef ekki væri fyrir þær sakir að
framlög til góðgerðastarfs og trú-
félaga eru frádráttarbær frá skatti og
af þeim sökum fer ríkissjóður Banda-
ríkjanna á mis við 50 milljarða dala
árlega. Er það meira en samanlögð
útgjöld til orku-, umhverfis-, fæðu- og
landbúnaðarmála. ai@mbl.is
Kannski væri betra
að sleppa gjöfunum
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið umhinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópu-sambandsins í tengslum við fyrirhugaða inn-
leiðingu Íslands á þeirri löggjöf. Andstæðingar þess-
arar nýju löggjafar hafa verið heldur digurbarkalegir í
umræðunni og hafa haldið því fram að regluverkið
myndi fela í sér of víðtækt valdframsal á fullveldi Ís-
lands og hafa jafnvel kallað eftir því að Ísland gangi út
úr samstarfinu. Þrátt fyrir að öll umræða um þessi
málefni sé góðra gjalda verð standast þær fullyrðingar
sem fram hafa komið frá helstu andstæðingum þriðja
orkupakkans enga lögfræðilega skoðun.
Þriðji orkupakki Evrópusambandsins er reglugerð
frá Evrópusambandinu sem var
samþykkt árið 2009. Í maí 2017
ákvað sameiginlega EES-nefndin
svo að fella regluverkið inn í
EES-samninginn. Enn hefur
þriðji orkupakkinn þó ekki verið
innleiddur í íslenskan rétt.
Meginmarkmið regluverksins er
að tryggja frjálsa samkeppni með
raforku og gas innan EES-
svæðisins. Þá felur orkupakkinn
jafnframt í sér stofnun Orkustofnunar Evrópu (ACER)
en þar er um að ræða samstarfsstofnun á milli aðildar-
ríkja EES sem hefur úrskurðarvald í deilumálum á
milli eftirlitsstofnana einstakra aðildarríkja.
Helstu breytingar sem þriðji orkupakkinn myndi
hafa á núgildandi löggjöf snúast um aukinn aðskilnað á
milli flutningsaðila og annarrar orkutengdrar starfsemi
þar sem flutningur raforku hér á landi er á vegum
Landsnets hf. en eigendur þess félags eru jafnframt
vinnsluaðilar raforku. Myndi þetta að öllu jöfnu fela í
sér að gera þyrfti breytingar hér á en með ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar var Íslandi veitt
undanþága frá þessu ákvæði. Að þessu leyti mun þriðji
orkupakkinn því engin áhrif hafa á gildandi réttar-
umhverfi hér á landi og er þar með búið að tryggja að
ekki þurfi að gera breytingar þar á vegna innleiðingar-
innar.
Það liggur hins vegar fyrir að gera þarf ákveðnar
breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun
vegna innleiðingarinnar. Þær breytingar munu meðal
annars tryggja frekara sjálfstæði Orkustofnunar með
þeim hætti að ráðherra mun ekki geta gefið stofnun-
inni fyrirmæli um úrlausn mála þrátt fyrir að Orku-
stofnun muni enn heyra undir yfirstjórn ráðherra. Þá
mun ACER jafnframt hafa ákveðnar valdheimildir
gagnvart Íslandi sem munu þó einungis virkjast þegar
eftirlitsstofnanir innan EFTA-ríkjanna geta ekki náð
samkomulagi um tiltekin atriði. Jafnframt hefði ACER
heimildir til þess að beina óbindandi tilmælum og álit-
um gagnvart Íslandi.
Það er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að EES-
samningurinn felur í sér eina mestu
réttarbót sem íslenskt samfélag hef-
ur innleitt. Samningurinn hefur
tryggt Íslandi fullan aðgang að
innri markaði Evrópu en þó með
þeim takmörkunum sem taldar voru
nauðsynlegar á sínum tíma sem að-
allega varða sjávarútveg. Það er
ekkert launungarmál að Ísland
hefði líklega aldrei náð að landa
slíkum samningi án þess að hafa
verið í samstarfi með öðrum stærri ríkjum þegar
samningurinn var gerður. Ef Alþingi tryggir ekki inn-
leiðingu þriðja orkupakkans hér á landi gæti það sett
EES-samstarfið í uppnám.
Það er þó morgunljóst að EES-samningurinn hefur
og mun áfram fela í sér ákveðið valdframsal til al-
þjóðastofnana. Slíkt valdframsal þarf hins vegar ekki
að þýða að vegið sé að fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Þvert á móti er það ákveðin viðurkenning á fullveldi
Íslands að önnur ríki líti á þjóðina sem sjálfstæðan
samningsaðila við gerð alþjóðasamninga. Til að koma í
veg fyrir frekari réttaróvissu að þessu leyti væri þó
æskilegt að breyta stjórnarskrá Íslands að því leyti að
mælt væri skýrt fyrir um heimild Íslands til þess að
framselja vald til alþjóðastofnana. Slíkt valdframsal er
einfaldlega mikilvægur þáttur í EES-samstarfinu og
ekkert annað en eðlilegt í alþjóðlegu samstarfi á milli
fullvalda þjóða.
EES-samstarfið
í uppnámi?
LÖGFRÆÐI
Ari Guðjónsson
lögmaður og yfirlögfræðingur
Icelandair Group
”
Ef Alþingi tryggir
ekki innleiðingu
þriðja orkupakkans
hér á landi gæti það
sett EES-samstarfið
í uppnám.
Meira til skiptanna