Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 16
SKEMMTILEGA HAGKVÆMT WOWAIR.IS FLJÚGÐUOFTAR FYRIRMINNA MEÐWOWAIR VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Smáratívolíi lokað og Sleggjan seld Móðurfélag Toys ’R’ Us gjaldþrota Óverðtryggð lán stóraukast Íslenskt kjöt í allar wellington-steikur Mikill meirihluti lántaka leitar nú í … Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Icelandair Group hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur Bo- eing 737 MAX flugvélum til viðbótar við þær tvær vélar sem tilkynnt var um sölu og endurleigu á rétt fyrir áramót. Þetta staðfestir forstjóri fé- lagsins, Bogi Nils Bogason, í samtali við ViðskiptaMoggann. Í tilkynningu frá félaginu segir að leigusamningarnir séu til tæp- lega níu ára og með þessu hafi fé- lagið nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið muni fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation. Borga 8,4 milljarða 15. janúar Í tilkynningunni kemur einnig fram að Icelandair Group muni borga upp skuldabréf samtals að fjárhæð 71 milljón bandaríkjadalir, eða um 8,4 milljarðar íslenskra króna, þann 15. janúar nk., enda hafi nægur hluti skuldabréfaeig- enda, að upphæð 190 milljónir dala, samþykkt tillögur félagsins um breytingar á skilmálum skulda- bréfsins. Þá gangi tillaga til skulda- bréfaeigenda að fjárhæð 23,6 millj- ónir dala, út á það sama. „Ofangreindar aðgerðir eru í takt við stefnu félagsins um að hafa ávallt til staðar sterka lausa- fjárstöðu og sveigjanlegan efna- hagsreikning. Í árslok 2018 var fé- lagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi Nils í tilkynn- ingunni. Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á þessu ári. Max vélar allar fjármagnaðar Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Icelandair er nú vel í stakk búið til að takast á við sveifl- ur í rekstrarumhverfinu, að mati forstjóra félagsins. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjár-málakerfið hér á landi var fjallað um vandamál íslensks hlutabréfamark- aðar. Þar fer Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, yfir sjö leiðir til að efla virkni fjármálamarkaða. Ein þeirra lýtur að því að auka þátttöku almennings á fjár- málamarkaði. Er þar meðal annars vísað til þessað upphaflega hafi fyrirtæki á hlutabréfamarkaði verið kölluð al- menningshlutafélög. Án þess að vera að hvetja til mikillar áhættutöku al- mennings eða lítilla fjárfesta stendur samt sem áður enginn hlutabréfa- markaður undir nafni án þess að al- menningur eigi þar hlut að máli. En tiltrú almennra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði glataðist í hruninu árið 2008. Því er ekki úr vegi að mati Ásgeirs að gefa skattalega hvata til al- mennings til þess að kaupa hlutabréf, líkt og tíðkaðist er markaðurinn var byggður upp á 10. áratug síðustu aldar. Í dag er skattur á fjármagnstekjur22%. Í opinberri umræðu, sem í auknum mæli hefur einkennst af mik- illi pólariseringu, hefur þessi tala oft verið nefnd sem nokkurs konar and- stæða við almennan tekjuskatt sem er 36,94% á tekjur undir 927.087 krónum. En skilvirkur verðbréfamarkaður get- ur einnig verið mikilvægur valkostur fyrir sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt sem þegar hefur verið greiddur tekjuskattur af. Og í því ljósi er hægt að nálgast umræðuna á þeim grund- velli að um tvær mismunandi hliðar á sama pening sé að ræða í stað þess að skipta fólki í fylkingar. Tvær hliðar á sama peningÞótt flestar vísitölur bendi til aðfrelsi í heiminum hafi aukist hina síðari áratugi hefur hið upp- lýsta samfélag Vesturlanda einnig haft lag á því að gera hlutina leið- inlegri en áður. Það birtist í sífellt háværari kröfum um að banna hitt og þetta, einkum það sem sérfræð- ingar telja að fólki standi ógn af. Það er ekki gengið svo langt að þeir leggi til að fólkið sjálft sé bannað – þótt oft geti það verið sjálfu sér hættulegt – en bannið snýr að skertu aðgengi að tóbaki og áfengi og þá má fitan ekki vera trans né sykurmagnið svo mikið að bragð sé að. Og einhverjir tóku að ókyrrastað því er virtist í hópi björgunarsveitargarpa þegar um- ræðan um loftgæði og flug- eldasprengingar náði nýjum hæð- um. Virtust sumir þeirra óttast að hinar vösku sveitir myndu missa vænan spón úr aski þegar fólk stein- hætti að kaupa púðurkerlingar og kínverja í styrktarskyni við hið merka og góða starf. Af þeim sökum var bryddað upp á þeirri nýjung að fólk sem kæmi á vettvang til að kaupa flugelda gæti þess í stað keypt græðling sem svo myndi á nokkrum árum „skjótast upp úr“ grassverðinum án þess að verða nokkrum til ama eða tjóns. En allt kom fyrir ekki. Landinnsprengdi og sprengdi eins og hann ætti lífið að leysa. Gervitungl stórveldanna greindu ósköpin öll og ef ekki hefði verið fyrir dagsetn- inguna og reynsluna af þessari skrítnu þjóð hefðu leyniþjónustur eflaust talið að stríð hefði brotist út við heimskautsbaug. En það sem gerðist einnig var að fólk kom í auknum mæli kolefnisjafnað út úr þessu tilstandi öllu saman. Hinir hörðustu sprengjumennvirtust finna frið í því að taka með sér græðling eða tvo, ásamt tertum og rakettum sem síðar fuðr- uðu upp í andrúmsloftinu nokkrum tímum síðar. Það kom í ljós að for- svarsmenn björgunarsveitanna nýttu neikvæða umræðu um stærstu fjársöfnun ársins og sneru henni sér í hag. Enn seldust bomburnar býsna vel og ný vara, vísir að tré, eins og heitar lummur einnig. Björgunar- sveitirnar stálu í blálok keppninnar titlinum um markaðsmann ársins. Markaðsmaður ársins Vaxandi óstöðugleiki innan evrusvæðisins gæti leitt til þess að það liðaðist í sundur að mati hugveitu. Gæti liðast í sundur á árinu 1 2 3 4 5 RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.