Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  23. tölublað  107. árgangur  VERUM BETRI VIÐ HVERT ANNAÐ KONULANDSLAG ÚR ROKKINU YFIR Í HEIM KLASSÍSKRA TÓNSMÍÐA GJÖRNINGUR Í MENGI 29 RAFTÓNLISTIN SIGRAR 26FLÖKKUFÓLK 12 Ómar Friðriksson Ragnhildur Þrastardóttir Takmörkuð stéttaskipting, velmeg- un íslensks samfélags og nýjunga- girni eru ástæður þess að Ísland er enn það land í Evrópu sem notar netið hvað mest, að mati félagsfræð- ingsins Þorbjörns Broddasonar, prófessors emeritus við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. „Jafnvel þó að við megum sannar- lega ekki loka augunum fyrir mis- munandi efnahag fólks, það eru hlutir sem þarf sannarlega að taka á, þá er tiltölulega lítill þjóðfélags- legur og fjárhagslegur munur inn- anlands. Það held ég að hafi áhrif á að nýmæli breiðast út í öllum hópum.“ Nýjar tölur Eurostat, hagstofu kostleg blessun en þetta er líka vax- andi böl,“ segir Þorbjörn. 81% hlustar á tónlist á netinu Íslendingar skera sig úr þegar spurt er um hlustun á tónlist á net- inu en 81% Íslendinga á fyrrgreind- um aldri gerir það. Næst á eftir koma Finnar en 71% þeirra hlustar á tónlist á netinu. Þá notar engin þjóð netið meira en Íslendingar til að senda og taka á móti tölvupósti en hér á landi sögðust 95% gera það. „Það verður ekki kveðið nógu sterkt að orði um þær félagslegu og menningarlegu breytingar sem hafa orðið á síðustu tveimur áratugum vegna veraldarvefjarins,“ segir Þor- björn. Evrópusambandsins, sýna fram á að 99% Íslendinga á aldrinum 16 til 74 ára nota netið reglulega en fast á hæla þeirra koma Danir (98%). 91% Íslendinga notar netið fyrir sam- félagsmiðla en einungis 56% íbúa ESB gera það. „Bjartsýnin um að þetta yrði okk- ur til tómrar blessunar, yrði bara endalaus upplýsing, verður sér að nokkru leyti til skammar vegna þess að það sýnir sig að við festumst í okkar þrönga bergmálshelli á net- inu. Vélmenni eru farin að ráðskast með það hvað kemur fyrst fyrir augu okkar á skjánum, við erum hætt að hafa þetta sjálfstæða val. Svo ég tali ekki um þegar farið er að dæla inn falsupplýsingum í þágu einhverra þröngra einkahagsmuna. Netvæðingin er náttúrulega stór- Íslendingar nota net- ið mest Evrópuþjóða  Mikil blessun en vaxandi böl, segir félagsfræðiprófessor M Íslendingar í toppsæti … »4 Afar kalt var á Norðausturlandi í gær. Þannig mældist 27,5 stiga frost á Möðrudal undir kvöld, 24,9 gráðu frost á Brú á Jökuldal og við Mývatn mældist 23,7 gráðu frost í bjartviðri og logni. Að sögn Birkis Fanndals, frétta- ritara Morgunblaðsins í Mývatns- sveit hélt fólk sig þar mest inni við í gær. Algengt er að mikið frost sé við Mývatn, að sögn Þorsteins V. Jóns- sonar, veðurfræðings á Veðurstof- unni. Þannig háttar til að veður- mælirinn er á Neslöndum, sem þýðir að hann er umkringdur vatni. Því komi enginn hiti frá vatninu svo kuldapollur myndist. Hins vegar sé ekki eins kalt þegar fjær dragi. Draga átti úr frostinu í nótt og í dag, en á svæðinu getur orðið mjög kalt, sérstaklega í stillum og björtu veðri, að sögn Þorsteins V. Jóns- sonar. veronika@mbl.is 27,5 stiga frost á Möðrudal Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kalt Ásta Price og Ísak Sigurðsson létu frostið við Mývatn ekki á sig fá. Keppt var í rafíþróttum í fyrsta sinn á Reykja- víkurleikunum sem haldnir voru um helgina. „Þetta gekk mjög vel. Það var mikill áhugi sýndur á rafíþróttunum og fjölmargir komu og fylgdust með,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, um keppnina. Keppt var í nokkrum mismunandi tölvuleikjum; Fortnite, League of Legends og Counter Strike. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikill áhugi á rafíþróttum á Reykjavíkurleikum Keppt í tölvuleikjum Á sjö ára tímabili, eða frá 2012, hef- ur ríkið greitt rúmlega milljarð króna til þolenda afbrota í bætur vegna alls 2.421 máls sem barst á þessum árum. Fjöldi mála hefur sveiflast nokk- uð í tímans rás en veruleg fjölgun átti sér stað á síðustu tveimur ár- um. Árið 2005 bárust 208 mál, sem var met á þeim tíma. Á árinu 2017 bárust 447 mál sem er mesti fjöldi sem borist hefur að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, ritara bótanefndar. Hámark þess sem ríkissjóður greiðir er þrjár milljónir í miska- bætur og fimm milljónir vegna varanlegs líkamstjóns. Hæsta fjár- hæðin getur því verið átta milljónir. Fram til ársins 2012 voru hámarks- greiðslur mun lægri að sögn Hall- dórs, eða 600.000 kr. í miskabætur og 2,5 milljónir fyrir varanlegt líkamstjón. Hámarksfjárhæðir bóta eru mun lægri hér á landi en víða annars staðar. »11 Milljarður í bætur vegna ofbeldis  Karl Ægir Karlsson, pró- fessor í taugavís- indum, segir að á Íslandi þurfi fólk að sofa meira og að það sé ein- kennilegt að klukkan fylgi ekki hnattstöðu. „Líkams- klukkan er þann- ig gerð af skaparanum að hringur- inn er 25 klukkustundir og ef vísbendinga frá sólarljósi nýtur ekki við erum við að setja lífið í ójafnvægi. Á Íslandi þarf fólk ein- faldlega að fylgja ljósinu og sofa meira,“ segir Karl. Á síðustu árum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir sem allar sýna mikilvægi þess að sólin og klukkan fylgist að. Það er líkam- anum mikilvægt að nýta geisla morgunsólarinnar. »6 Nauðsynlegt að breyta klukkunni Karl Ægir Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.