Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 2

Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skírn Sumir kirkjugestir ráku upp stór augu þegar átta systkin gengu að skírnarfontinum og voru lauguð með vígðu vatni í gærmorgun. Sigurður segir að sér hafi þótt erindið áhugavert en hann hafi viljað tala við fólkið fyrst, til að ganga úr skugga um að ekkert óeðlilegt væri á seyði. Hann hafi fljótt séð að allt væri með felldu og segir að börnin hafi verið upp- litsdjarfir og góðir krakkar og sinnt verkefninu af einurð. Búin að bóka næstu skírn Sigurður segir föðurinn Stefan, sem er kaupsýslumaður, eiga ræt- ur að rekja til Svíþjóðar, og hann hafi ferðast mikið vegna starfs síns. Hann hafi vegna ferðanna yf- ir Atlantshafið komist í kynni við Ísland og hafi á sínum tíma viljað kynna landið fyrir konu sinni og elsta syni. Í ferðinni hingað til lands hafi þau svo farið í hina afdrifaríku heimsókn í Hallgríms- kirkju. Annir og aðstæður hjá Sol- oviev-hjónunum urðu þess valdandi að börn þeirra voru ekki skírð fyrr, en hjónin eru bæði lúthersk og eru trúuð að eigin sögn. Spurður hvort hann telji fjöl- skylduna eiga eftir að heimsækja kirkjuna aftur svarar Sigurður því játandi og segir glaðbeittur: „Þau eru búin að panta skírn fyrir yngstu börnin þrjú eftir fimm ár. Kannski fæ ég að ferma þau líka.“ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sannkallaður stórviðburður átti sér stað í Hallgrímskirkju í gær- morgun þegar átta af ellefu börn- um bandarísku hjónanna Stacey og Stefan Soloviev voru skírð í upphafi sunnudagsguðsþjónustu. Systkinahópurinn samanstóð af fjórburum, tvíburum og tveimur einburum. Fjöldaskírnin á rætur að rekja til þess þegar elsti sonur hjónanna settist niður í Hallgríms- kirkju fyrir um 13 árum og um- snúningur varð í lífi hans, en hann hafði glímt við heilsuvandamál. Frá þessu segir sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hall- grímskirkju, í samtali við Morgun- blaðið. Kirkjan breytti lífi sonarins „Þetta fólk hafði beint samband við mig og bað um skírn fyrir átta börn sín. Ástæðan fyrir því að þau komu til Íslands núna er að þegar þau komu hingað fyrir þrettán ár- um með elsta drenginn sinn þá hafði hann átt í einhverjum heilsu- farsvandræðum. Þau fóru inn í kirkjuna og eitthvað gerðist inni í kirkjunni sem breytti lífi þessa drengs. Þeim hefur síðan alltaf þótt kirkjan vera heilagur staður. Þau búa í New York og ákváðu að þegar fjórburarnir ættu sextán ára afmæli [sem var í gær], 27. janúar, vildu þau halda upp á það á Íslandi og biðja um skírn í Hall- grímskirkju.“ Átta bandarísk systkin skírð í gær  Umsnúningur í lífi drengs varð að ást á Hallgrímskirkju 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr lífrænni ull og silki Kíktu á netverslun okkar bambus.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tveir ernir sáust hnita hringa yfir Hveragerði í rúman hálftíma síðdeg- is á laugardag. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur segir að þetta verði að teljast óvenjulegt. „Það eru þó ernir víða á Suður- landi þannig að þeir eru þarna í ná- grenninu og hafa sést þarna í vetur. Svo voru náttúrulega einstök skil- yrði á laugardaginn. Þeir eru þarna á þessu svæði allan veturinn, alveg frá Hveragerði og austur í Land- brot. Vetrarstöðvar þeirra hafa ver- ið þar síðustu árin.“ Kristinn segir að ernirnir sæki helst í Suðurlandið vegna jarðvarm- ans sem þar er að finna. „Það sem þeir eru að sækja í þarna fyrir austan eru hverir, lindár og opin svæði sem þeir komast í. Skammt frá Hveragerði er heil- mikið af öndum og fiskum sem þeir geta klófest svo það er ekkert langt í æti fyrir þá. Suðurlandið er það svæði sem þeir eiga auðveldast með að lifa á inn til landsins.“ Guðjón Jensson, dvalargestur á Heilsuhælinu í Hveragerði, fylgdist með örnunum hnita yfir Hveragerði ásamt öðrum dvalargestum. „Við vorum nokkrir tugir sem fylgdumst með þessu og þetta var helsta um- ræðuefnið daginn eftir. Þetta þótti öllum sem á horfðu afar tilkomu- mikið að sjá. Hrafnar og aðrir fuglar létu lítið fyrir sér fara enda ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessum stóru ránfuglum.“ Óvenjulegt háttalag tveggja arna í Hveragerði  Tveir ernir hnituðu hringa yfir bænum í rúman hálftíma Morgunblaðið/Golli Örn Suðurlandið er orðið ein helsta vetrarstöð arna hérlendis. Áætlað er að um fimm þúsund manns hafi lagt leið sína í brekk- urnar í Bláfjöllum á laugardag þeg- ar fyrsta skíðahelgi ársins gekk þar í garð. „Laugardagurinn var glæsi- legur og líklega einn af stærstu dögum síðustu ára,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöll- um, við mbl.is í gær. Um þrjú þúsund gestir renndu sér í brekkunum í gær en Einar sagði helgina hafa verið frábæra og án allra meiri háttar vandræða. Þó þurfti að flytja fimm frá Bláfjöllum á slysadeild vegna óhappa en Einar sagði að miðað við mannfjöldann væru þetta fá slys, og þau hefðu sem betur fer ekki verið alvarleg. Þegar mest lét mynduðust langar biðraðir við lyfturnar og sagði Ein- ar það augljóst að svæðið væri kom- ið að þolmörkum sínum. Fimm þúsund í Bláfjöllum á laugardag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svigað Borgarbúar kepptust við að kom- ast í brekkurnar í Bláfjöllum um helgina. Fjármála- og efnahagsráðuneytið áformar að breyta skattalögum þann- ig, að höfundagreiðslur fyrir afnot af hugverki, sem viðurkennd rétthafa- samtök innheimta, teljist til fjár- magnstekna og verði skattlagðar þannig en ekki sem launatekjur. Tilkynning um þessi áform hefur verið birt í sam- ráðsgátt stjórn- valda. Er þar vís- að til þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar komi fram að hug- að verði að breyt- ingu á skattlagningu á tónlist, íslenskt ritmál og fjölmiðla. Fyrsta skrefið snúi að bókum og síðan verði lagt til að hvers konar endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir afnot af hugverki, að undanskildum höfundarlaunum, telj- ist til eignatekna/fjármagnstekna. 100 milljóna tekjutap Lausleg áætlun gerir ráð fyrir að tekjutap ríkisins vegna þessara breytinga muni nema allt að 100 millj- ónum króna þar sem lækkun tekna af tekjuskatti og tryggingagjaldi verði meiri en hækkun tekna af fjármagns- tekjuskatti. Eðli höfundagreiðslna breytist  Tekjur ríkisins munu lækka um 100 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.