Morgunblaðið - 28.01.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Erum á
facebook
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég byrjaði að grúska ísögum af förufólki sam-hliða námi mínu í þjóð-fræði og sagnfræði. Það
sem kveikti áhuga minn var að í
sjálfsævisögum sveitafólks sem fætt
var um 1900 var oft kafli sem hét
„einkennilegir gestir“, en þar var
sagt frá sérkennilegu fólki sem kom-
ið hafði í heimsókn. Frá-
sagnir af þessu förufólki
þóttu mér forvitnilegar,“
segir Strandamaðurinn og
þjóðfræðingurinn Jón
Jónsson, sem nýlega sendi
frá sér bókina Á mörkum
mennskunnar, viðhorf til
förufólks í sögnum og sam-
félagi. Þegar Jón er spurð-
ur að því hvað hafi komið
honum mest á óvart við að
kafa ofan í sögur af förufólki segir
hann það hafa verið hversu fjöl-
breyttur hópurinn er.
„Mér finnst merkilegast hvað
þetta eru ólíkir einstaklingar, en
samt skilgreindir sem einn hópur í
hugum annarra. Þetta er fyrst og
fremst jaðarsett fólk, af ýmsum
ástæðum. Sumir lögðust í flakk til að
flýja fátækt og illa meðferð heima
fyrir, aðrir áttu ekki samleið með
fjöldanum, voru jafnvel listamenn og
einhverjir voru veikir á geði. Hlut-
verk förufólks voru líka ólík, sumir
voru skemmtikraftar en aðrir sáu
um að bera boð og sendingar á milli
bæja, og einhverjir buðu fram vinnu
sína. Það var samt tekið vel á móti
öllum flökkurum, hvort sem þeir
lögðu eitthvað af mörkum eða ekki.
Það var þegjandi samkomulag um að
opna alltaf fyrir þeim og veita þeim
velgjörning, sýna þeim gest-
risni. Þeir höfðu þann rétt,
þótt jaðarsettir væru í sam-
félaginu. Önnur óskrifuð
regla, sem var trygging fyr-
ir bændur að förufólkið
myndi ekki setjast upp á
bænum, hét gestanætur,
hugtak sem var alþekkt á
fyrri öldum. Gestir og
flakkarar máttu gista í
þrjár nætur, en bar að fara
og færa sig á annan bæ að gestanótt-
unum liðnum. Förufólk rétt eins og
aðrir virti þessa reglu, annars var
stuggað við því,“ segir Jón og bætir
við að förufólkið varpi ákveðnu ljósi
á það samfélag sem það lifði í.
„Til dæmis um þessa hópaskipt-
ingu, hvernig fólki var ýtt út á jaðar-
inn með sögum, uppnefnum og oft
illri meðferð. Mikil stríðni, einelti og
ofbeldi var tengt þessu fólki. Þeim
sem voru veikastir fyrir var strítt,
rétt eins og enn í dag. Ef við ætlum
að læra eitthvað af förufólkinu og
sögunum af því, þá er það að við eig-
um að vera betri hvert við annað.
Sérstaklega fara betur með þá sem
minna mega sín.“
Síður sagt frá förukonunum
Þegar bók Jóns er skoðuð er
kynjahalli áberandi; flökkukonurnar
eru miklu færri.
„Ég held að þær hafi alls ekki
verið færri í raunveruleikanum, það
er bara síður sagt frá þeim, sem
kemur til af því að það eru karlar
sem segja sögurnar í heimildunum.
Tvær nítjándu aldar Strandakonur,
Ingunn Jónsdóttir frá Melum og
Guðbjörg Jónsdóttir á Broddanesi,
voru undantekning, þær skrifuðu
þætti af förufólki og það er áberandi
hvað þeirra sjónarhorn er miklu
samúðarfyllra en sjónarhorn karl-
anna. Karlar sem skrifa sagnaþætti
um flakkara draga helst fram öfga-
dæmin, þeim finnst mestu upp-
reisnarseggirnir frásagnarverðir,
mesta óþrifnaðarfólkið og þeir sem
mest fór fyrir og komust inn á topp-
listana í einhverju skrýtnu. Föru-
fólkið sem ekki var sagt frá er fólkið
sem fylgdi reglum samfélagsins að
mestu og fór minna fyrir. Ég er viss
um að það var miklu fleira förufólk í
þeim flokki, til dæmis konur.
Konurnar flökkuðu líka síður um
margar sveitir og sýslur, þær héldu
sig frekar á þröngu svæði í sínum
hreppi. En karlarnir sem fóru um
allt landið voru sameiginlegt um-
ræðuefni fólks sem hafði hitt þá eða
séð, og allir vildu hafa sína eigin
sögu að segja af þeim kynnum. Þeir
voru „frægir“ og fyrir vikið frekar
teknir fyrir í sagnaþáttum.“
Vigga gamla í Mýrdalnum
Ein átakanlegasta frásögnin í
bók Jóns er af Stuttu-Siggu, föru-
konu í Eyjafirði sem fædd var 1815
og bjó við mikið harðræði í bernsku.
Hún var ein af 18 systkinum og mikil
fátækt var á æskuheimilinu. Sigga
mundi fyrst eftir sér þar sem hún „lá
í moldarskoti út úr baðstofunni við
fáa og skitna leppa og kenndi sárt
kulda og sultar“. Hún var kölluð
„stelpuskrattinn“ og „kvikindið“ og
varð fyrir hörðu ofbeldi af hendi föð-
ur síns, bar þess merki að hafa verið
beinbrotin. Hún fyrirgaf aldrei föður
sínum og kallaði hann „helvítis kall-
inn“. Líklegt þykir að Sigga hafi
lagst í flakk til að flýja aðstæður
sínar.
„Fleiri dæmi eru um vont upp-
eldi sem fólk beinlínis flúði og lagðist
fyrir vikið í flakk, til dæmis er talað
um að Sölvi Helgason hafi verið
bundinn við rúmstokkinn á meðan
fólkið fór að heyja. Að ógleymdum
umskiptingasögunum, þar sem gert
er ráð fyrir að börn hafi verið tekin
af álfkonum og í staðinn skilið eftir
óalandi og óferjandi barn sem allir
voru vondir við,“ segir Jón og bætir
við að honum þætti frábært ef fólk
úr öðrum greinum en þjóðfræði
rannsakaði förufólkið, frá öðrum
sjónarhornum, til dæmis mannfræði,
félagsfræði og sálfræði.
„Það væri gaman að sjá fleiri
vinkla á þessu fólki og stöðu þess og
hegðun í samfélaginu.“
Jón segir marga vera sagða
„síðasta flakkarann“ því hver sveit
áleit sinn flakkara vera þann síðasta.
„Til dæmis Vigga gamla í Mýr-
dalnum sem var á flakki fram til árs-
ins 1957, og Ástarbrandur var einnig
á flakki fram yfir 1950. Reyndar er
fólk alveg fram yfir 1970 sem getur
að hluta til flokkast í hóp förufólks,
þótt það sé að fara um í allt öðrum
aðstæðum, til dæmis á það oft heim-
ili en býr yfir þessu rótleysi og þörf
fyrir að fara um. Stefnir nokkur er
nýlegt dæmi þar um, en hann fór oft
með rútunni milli Reykjavíkur og
Akureyrar allt fram á níunda áratug
síðustu aldar. Hann húkkaði sér líka
stundum far. Utangarðsmenn í
höfuðborg nútímans eru að ein-
hverju leyti sömu týpur og þeir sem
forðum voru í hópi förufólks.“
Þegar Jón er spurður að því
hvort einhver í hópi förufólksins sem
varð á vegi hans við gerð bókarinnar
sé honum hugleiknari en annar
stendur ekki á svari. „Ég held mikið
upp á Halldór Hómer sem flakkaði
um Austurland, sennilega vegna
þess að ég finn til einhvers konar
samkenndar með honum. Hann var
mikill leikari, flutti einleiki á sínu
flakki, var með búninga og hvað
eina. Sjálfur lifi ég og hrærist í
áhugaleiklistinni og veit fátt
skemmtilegra en að taka þátt í starfi
leikfélagsins hér á Hólmavík.“
Á baksíðu blaðsins í dag má sjá
upplýsingar um Flakkarakaffi sem
Jón verður með í Reykjavík í dag.
Mikil stríðni, einelti og ofbeldi
„Ef við ætlum að læra eitthvað af förufólkinu og sög-
unum af því, þá er það að við eigum að vera betri
hvert við annað. Sérstaklega fara betur með þá sem
minna mega sín,“ segir Jón Jónsson þjóðfræðingur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óli gossari Hann var flinkur með prjónana. Þjóða Hún flakkaði um Breiðafjörðinn.Stutta-Sigga Hún var aðeins 125 cm á hæð. Bjössi Sólskinsauga Söng til að skemmta.
Þjóðfræðingur Jón kynnti
sér förufólk fyrri tíma og
komst að ýmsu sem lesa
má um í bók hans Á mörk-
um mennskunnar.