Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Umræðan um gríðarlega mikið át hvala á fiski á hafsvæð- inu í kringum Ísland hefur fyrst og fremst snúist um hvort fækk- un hvala leiddi sjálf- krafa til þess að fiski- stofnar stækkuðu og þar með afli nytja- stofna. Hagfræðingar Háskóla Íslands virðast líta á vöxt og viðgang fiskistofna, rétt eins og um væri að ræða einhverja summu inni á bankabók Landsbankans. Þeir virðast horfa á lífríkið með þeim augum að ef selur étur 10 þorska sé hægt að draga þá frá höfuðstólnum í hafinu og þar með þurfi að skera nið- ur leyfilegan heildarafla í þorski um þessa 10 þorska. Staðreyndin er sú að vistkerfi hafsins lýtur ekki sömu lögmálum og bankabókin, þar sem fækkun í fiskistofni leiðir sjálfkrafa til aukins fæðuframboðs og vaxtar þeirra fiska sem eftir verða. Þeir sem hafa mótmælt kjánalegri ofureinföldun Hagfræðistofnunar hafa hingað til ekki beint sjónum sínum að því að afrán hvala á fiski dregur úr öðrum þéttleikaháðum af- föllum. Þeir fiskar sem ekki eru étn- ir losna við samkeppni þeirra sem voru étnir um fæðu og ættu því að vaxa hraðar en ella. Þá er beinlínis fráleitt að ætla að næringarefni í úrgangi hvala hafi einhver teljandi áhrif á frumfram- leiðslu í hafinu í kringum Ísland eins og einhverjir hafa bent á. Í fyrsta lagi fer frumframleiðslan aðeins fram í allra efsta lagi sjávar þar sem áhrif sólarljóss gætir mest. Á sumrin þegar framleiðslan er hve mest er hafið lagskipt þar sem heitur sjór er eðlisléttari en kaldur og flýtur ofan á kalda sjónum. Þau næringarefni sem hvalurinn og læt- ur frá sér þyrfti hann því að losa í yfirborðinu, annað færi einfaldlega til spillis. Öll dýr skilja út næringar- efni með úrgangsefnum og það á einnig við um þær 7,6 milljónir tonna af lífverum sem hvalirnir innbyrða og því barnalegt að horfa á úrgang hvala sem einhverja viðbót við ólíf- ræn næringarefni sem plöntusvifið getur nýtt sér. Það að Hafró áætli að hvalurinn éti um þrefalt meira magn af fiski úr hafinu í kringum Ísland en íslensk fiskiskip veiða gefur augljóslega til kynna að reiknilíkanið sem Hafró notast við í sinni veiðiráðgjöf sé kol- rangt. Góðu fréttirnar Hið afar jákvæða við útreikninga á áti hvala sýnir svart á hvítu að veiðiráðgjöf Hafró á umliðnum ára- tugum er allt of íhaldssöm og út- reikningarnir benda eindregið til þess að hægt sé að veiða mun meira úr helstu nytjastofnum þjóðarinnar en nú er gert. Reiknilíkanið sem Hafró notast við gerir ráð fyrir að náttúrleg afföll, þ.e. það sem drepst vegna hvala, sela, sjúkdóma og áts annarra fiska sé svipað og fiskiskip veiða árlega. Með upplýsingum um hið mikla fiskát hvala staðfestir Hafró að nátt- úrulegur dauði er talsvert meiri en forsendur þeirra gera ráð fyrir, sem ætti að segja öllum vísindamönn- unum á Hafró að fiskistofnarnir sem um ræðir eru miklum mun stærri en stofnunin gerir ráð fyrir í sínum út- reikningum og að áhrif veiða á fiski- stofnana séu stórlega ofmetin. Þorskurinn lendir ekki bara í hvalsmögum heldur rennur hann út af bankabókinni í fæðuleit, því sam- kvæmt nýjum rannsóknum Norð- manna var um þriðjungur þorsks sem nýlega veiddist við Jan Mayen af íslenskum uppruna. Hið jákvæða við útreikninga á áti hvala Eftir Sigurjón Þórðarson og Jón Kristjánsson »Hið afar jákvæða við útreikninga á áti hvala sýnir svart á hvítu að veiðiráðgjöf Hafró á umliðnum áratugum er allt of íhaldssöm. Jón Kristjánsson Sigurjón er líffræðingur, Jón er fiskifræðingur. sigurjon@sigurjon.is Sigurjón Þórðarson Almáttugi vernd- ari, kærleiksríki, um- hyggjusami og hjálp- sami Guð, þú sem ert höfundur og full- komnari lífsins! Þakka þér fyrir þau öll sem gefa kost til þeirra vandasömu starfa sem fylgir því að vera starfsmenn lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutninga, landhelgisgæslu eða liðsmenn björgunarsveita á okkar landi og um heim allan og vinna sín störf í öllum veðrum, oft við mjög erfiðar aðstæður. Vaktu yfir þessu fólki sem legg- ur sig fram og mikið á sig af sönn- um náungakærleika. Fólki sem oft leggur sig í mikla hættu við þjálf- un og störf til að reyna að vernda borgarana eða til að reyna að koma í veg fyrir slys og óhöpp og til að bjarga bæði fólki, dýrum og veraldlegum verðmætum. Takk fyrir allar þessar dýrmætu og góðu manneskjur. Forðaðu þeim frá háska og tjóni við störf sín. Farðu á undan þeim og komdu á eftir þeim. Vertu yf- ir þeim og allt um kring, með handleiðslu þína, nærveru og blessun. Lát þessar hetjur skynja og upplifa þakklæti frá aðstand- endum þeirra sem þau aðstoða eða bjarga, sem og frá samfélag- inu öllu, og leyf þeim að upplifa nærveru þína, stuðning og vernd. Uppörvaðu þau og styrktu. Teldu í þau kjark og hjálpaðu þeim að gefast ekki upp. Veit þeim þrek, hugsjón og einbeitingu og veit okkur hinum skilning á hinni erfiðu en mikilvægu þjónustu þeirra. Vaktu yfir öllum í störfum þeirra. Lát þau finna að störf þeirra séu metin og skipti máli. Hjálpaðu þeim að starfa sem auð- mjúkir þjónar. Hjálpaðu þeim að taka störf sín og upplifanir ekki inn á sig um of. Endurnærðu þau, gefðu þeim gleði og fylltu hjörtu þeirra af friði þínum, anda og krafti til að takast á við sín vanda- sömu og mikilvægu verkefni. Blessaðu einnig fjölskyldur þeirra, sem jafnvel bíða oft kvíðn- ar heima. Veit þeim hugrekki og ró, já friðinn þinn. Þann frið sem þú einn getur veitt og er æðri mannlegum skilningi. Fullvissu um að allt sé í þinni hendi og muni fara vel. Veit þeim fullvissu um það að þú sért traustsins verður og að þú yfirgefir þau ekki. Gefðu þessum fulltrúum okkar allra og þjónum að lifa sem eðli- legustu lífi. Já blessaðu einkalíf þeirra, fjölskyldur og heimili og forðaðu þeim frá öllu illu. Heyr bæn okkar, kærleiksríki Guð, sem beðin er í einlægni og af hjartans þakklæti. Í Jesú nafni. Amen. Lifi lífið! Bæn fyrir lögregluþjónum, slökkviliðsmönnum, landhelgis- gæslu og björgunarsveitarfólki Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Farðu á undan þeim og komdu á eftir þeim. Vertu yfir þeim og allt um kring, með handleiðslu þína, nærveru og blessun. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Karlinn í tunglinu er kátur gaur hann er fastagestur á hverfisbar veðurguðanna í himinhvolfinu biður um söngvatn og verður kvart hálfur nú eða fullur syngur þá við raust í hvínandi rokinu. Tunglið má ekki taka hann Óla/ til sín upp í himnarann/ þá fer hún mamma að gráta og góla/ og gerir hann pabba sturlaðan. Þessi gamla barnagæla er aðeins agnarbrot af kveðskap alþýðufólks um tunglið. För tunglsins um himin- hvolfið var nefnilega afar snar þátt- ur í lífi fólksins. Ég man vel eftir því á óþurrka- sumri að hafa heyrt gömlu mennina ræða erfitt ástand. Nú væri kannski von um breytingu því næsta tungl kviknaði ekki í suðri. Almanak Þjóð- vinafélagsins var alltaf hendi næst hjá körlunum. Í þá daga voru veðurspárnar að- eins til sólarhrings og skýringar við þær nánast engar. Því varð að vega þær og meta fram og aftur og blóta hjáguðinn í laumi. Ég lagði mig aldrei sérstaklega eftir gömlu alþýðufræðunum. En nú á gamals aldri á ég þá von heitasta að einhver ungur þjóðfræðingur taki upp á arma sína samband tunglsins og þjóðarinnar, safni því saman sem enn er í minni fólks þótt hégómi sé og þyki bábilja. Þetta þarf að gera áður en það verður algjör seinengja- heyskapur og örreyti. Á rúmlega tveggja vikna fresti er tunglið ýmist „nýtt“ eða „fullt“. Engum getur leynst, og síst í sveit- inni, hve mikil áhrif staða tunglsins hefur á næstum hvaðeina. Kýrnar þurfa naut og ærnar beiða helst í „straumana“ eins og sagt var og sama er með fæðing- arnar. Geðslag manna og dýra getur þá breyst til hins verra. Það þekk- ir lögreglan. Ótrúleg- ustu hluti er hægt að tína til sögunnar og ber allt að sama brunni. Tunglin eiga sín heiti svo sem þorratungl og sumartungl og ótal út- litsfyrirbæri eru þekkt. Eitt af þeim er rosa- baugur sem er upp- lýstur hringur um fullt tungl og magnað fyrirbæri. Stærstan rosabaug sá ég þegar ég var ellefu ára strákur heima í Borgarfirði. Þetta var að kvöldi 6. janúar 1950. Þá var stafalogn í miklu frosti. Það var mikil hjarnbirta og tunglið var glennifullt rétt ofan við Skarðsheið- ina með geysimikinn rosabaug. Mátti heita að dagbjart væri úti. Þessi ótrúlega sýning náttúrunn- ar boðaði ekki gott. Um nóttina gerði aftakaveður sem stóð lengi. Veðrið man ég vel því ég var hrædd- ur um gamla húsið sem reyndar stendur enn. Gamlir Vestmanna- eyingar muna þetta veður enn betur. Ég heyrði eitt sinn jafnaldra minn úr Eyjum lýsa því þegar hann og systkini hans gátu ekki sofið nóttina milli 7. og 8. janúar 1950. Faðir þeirra var úti alla nóttina við björg- unarstörf. Mb Helgi VE 333 hafði daginn áður farist við Faxasker án mannbjargar. Óttast var um tvo aðra báta sem ekki hafði heyrst til og voru jafnvel taldir af. Hraðfrysti- stöðin stóð í björtu báli og neista- flugið frá eldinum feyktist yfir hálf- an bæinn. Þetta var ein þeirra ógnarnátta sem Eyjamenn hafa þurft að kynnast um aldirnar. Tunglið má ekki taka hann Óla Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson »Nú, á gamals aldri, á ég þá von heitasta að einhver ungur þjóðfræðingur taki upp á arma sína samband tunglsins og þjóðarinnar. Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.