Morgunblaðið - 28.01.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
✝ Bergur Bergs-son fæddist á
Akureyri 6. októ-
ber 1955. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans þann 19.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Jónína
Sveinsdóttir
húsfrú, f. 18.2.
1917, d. 9.3. 1974,
og Bergur Pálsson
skipstjóri, f. 13.9. 1917, d. 14.11.
1991.
Systkini Bergs eru: Guð-
mundur, samfeðra, f. 1942.
Maki Sigríður Jóhannsdóttir, f.
1946. Þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn. Guðný, f.
1944, d. 2012. Fyrri maki Hólm-
ar Kristmundsson. Þau skildu.
Seinni maki Birgit Reinholdt
Beggi var í Barnaskóla Akur-
eyrar, lauk Vélskólanum á
Akureyri 1976 og 4. stigi í Vél-
skóla Íslands 1979 og sveins-
prófi í vélvirkjun 1980. Hann
lauk rafvirkjanámi frá VMA og
tók sveinspróf í rafvirkjun
1991. Hann tók flugmannspróf
1976. Beggi var vélstjóri hjá
Skipadeild Sambandsins á með-
an hann var við vélstjórnarnám,
vélvirkjanemi hjá Vélsmiðjunni
Hamri 1977-1980, vélstjóri á
ýmsum skipum 1980-1982, vél-
stjóri hja ÚA 1982-1989, raf-
virkjanemi og rafvirki hjá ÚA
1989-1994 en þá fór Beggi aftur
á sjóinn og var yfirvélstjóri hjá
ÚA til 2000. Frá 2000 til 2009
starfaði Beggi hjá RST Net, er-
lendis við skipaviðgerðir, hjá
Skipaskoðun ehf. og hjá Vélum
og þjónustu við viðgerðir. 2009
hóf Beggi störf hjá Fjölver þar
sem hann starfaði þangað til
veikindi hans gerðu hann
óvinnufæran.
Útfor Bergs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 28. jan-
úar 2019, klukkan 13.30.
Nissen, f. 1954, d.
1996. Páll, f. 1945,
d. 1992. Maki
Helga Guðnadóttir,
f. 1953. Þau eign-
uðust tvo syni. Áð-
ur átti Páll þrjár
dætur. Barnabörn
eru níu. Þórunn, f.
1947, d. 2013. Fyrri
maki Friðrik Stein-
grímsson, f. 1945.
Þau eiga fjögur
börn og sex barnabörn. Þau
skildu. Seinni maki Helgi Þor-
steinsson, f. 1936, d. 2008. Börn
hans eru tvö og barnabörnin
sjö. Guðrún f. 1949, d. 2014.
Maki Páll Sigurðarsson, f. 1948.
Þau eiga tvö börn og fjögur
barnabörn.
Bergur var ókvæntur og
barnlaus.
Ég man það eins og það hefði
gerst í gær. Ég var að koma úr óp-
erunni eftir ánægjulega stund
með vinafólki. Að sýningu lokinni
kvöddu þau og drifu sig heim. Ég
stóð eftir ein. Fyrsti vetrardagur
og ég að fara heim. Var eitthvað
ekki alveg sátt við það. Ég lagði af
stað heimleiðis en ákvað að koma
við hjá vinkonu minni og kanna
hvort hún vildi ekki koma með
niður í bæ, að finna skemmtilegan
stað með lifandi músík, alls óvanar
að stunda næturlífið í Reykjavík.
Og jú, hún var til.
Við stigum inn á bar, báðar
sparibúnar, fullkomlega úr takti
við þá menningu og fataval sem
viðgekkst þarna inni. Og þá gerð-
ist galdurinn: Fyrsti maðurinn
sem ég sá hafði staðið við barborð-
ið og sneri nú sér við. Frakka-
klæddur í ljósgráum jakkafötum
með fallegt hálsbindi; vindil í ann-
arri hendi og bjórglas í hinni.
Þessi maður var Bergur Bergs-
son. Hann sveif á okkur og bauð
okkur strax upp á bjór. Við þáðum
báðar. Og áður en ég vissi var
hann búinn að finna okkur sæti á
troðfullum barnum og byrjaði að
spjalla. Mér datt ekki í hug að
þessi maður gæti verið Íslending-
ur, svona vel klæddur sem hann
var, engan veginn í stíl við aðra
gesti. Og það hvarflaði ekki heldur
að honum að ég væri Íslendingur,
svo vel til fara inni á þessum reyk-
mettaða bar. Svo við töluðum við
hvort annað á ensku, þar til að við
áttuðum okkur á því að við vorum
sannarlega samlandar. Þvílíkur
skellihlátur! Við dönsuðum saman
vetur í garð.
Að Begga stóð traustur og sam-
heldinn systkinahópur. Hann
vitnaði oft í systur sínar, þær
höfðu ýmsar skoðanir á hinu og
þessu sem honum viðkom. Þegar
fréttist í fjölskyldunni að hann
ætti vinkonu, þá fannst þeim tíma-
bært að hann festi ráð sitt. Hann
hafði nú engan sérstakan áhuga á
því. En þegar þær fréttu að ég
væri orðin veik, þá hvöttu þær
hann til að koma heim og leggja
mér lið, sem hann vissulega gerði.
Hann var þá staddur í miðju
verkefni á Nýfundnalandi í Kan-
ada. Við skrifuðumst á. Þegar
hann vissi hvernig komið var, þá
hringdi hann í mig, stundi við og
sagði: Einn enn. Hann var þá bú-
inn að missa bróður sinn, báða
foreldra sína og ein þriggja systra
hans hafði greinst með sjúk-
dóminn.
Hann var ávallt mikill gleði-
gjafi. Hann hafði unun af að
hlusta á góða tónlist og þá gjarnan
karlakóra. Páll heitinn bróðir
hans var mikill söngmaður og eft-
irlét honum söngbókina góðu
„Tumma Kukka“. Bókin sú var
aldrei langt undan þegar gleð-
skapur hjá Begga var annars veg-
ar og „skávísurnar“ sungnar af
hjartans lyst.
Það eru 16 ár frá því við hitt-
umst fyrst. Hann var þátttakandi
í lífi mínu um tíu ára skeið. Var
hrókur alls fagnaðar bæði með
skútufélögunum og í gönguhópn-
um mínum og yfirleitt hvar sem
hann fór. Taugin milli okkar rofn-
aði aldrei til fulls.
Með Bergi er genginn einstak-
ur maður. Hann var umburðar-
lyndur, hjálpsamur og vinmargur.
Hann reyndist börnum mínum og
barnabörnum einstaklega vel.
Fyrir það er ég mjög þakklát,
ekki síður en þau.
Ég kveð einstakan og góðan
dreng með söknuði og sorg í
hjarta. Ég votta öðrum aðstand-
endum mína einlægustu samúð.
Jóhanna Thorsteinson.
Snemma árs 2009 urðum við
Bergur Bergsson vinnufélagar
eftir nokkurra mínútna viðræður í
síma. Við þekktumst ekki fyrir. Sá
ráðahagur stóð síðan og reyndist
alveg ljómandi. Bergur var sam-
viskusamur og áreiðanlegur sam-
starfsmaður. Hann bætti okkar
litla vinnustað með þekkingu sinni
á gangverki véla og ekki síður út-
sjónarsemi við viðhald og viðgerð-
ir á þeim mælitækjum sem við
notum í störfum okkar.
Bergur var ljúfur maður og
kátur svo frá bar. Það var sama á
hverju gekk. Málum var farsæl-
lega lokið þegar Bergur henti
gaman að mönnum með öllum sín-
um góða þunga og lipurð. Hann
var umhyggjusamur um okkur
samstarfsmenn sína og okkar
nánustu.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Bergur sér meins. Síðastliðin ár
var útlit fyrir að hann hefði sigr-
ast á því með góðri hjálp lækna.
Það var okkur samstarfsmönnum
hans gleðiefni þótt rimman hefði
augljóslega tekið sinn toll.
Í haust blasti hins vegar við ný
orrusta sem lauk á laugardags-
kvöldi fyrir viku. Samstarfi okkar
Begga lauk hins vegar eins og það
hófst með góðu símtali í byrjun
árs. Þá var Bergur léttur í lund –
ævinlega – þótt honum hafi sjálf-
sagt verið ljóst hvert stefndi.
Blessuð sé minning Bergs
Bergssonar.
Glúmur Björnsson.
Þær eru margar leiftrandi
minningarnar sem leita á hugann
þegar hugsað er til Bergs Bergs-
sonar, afkomanda Hákarla-Jör-
undar í Hrísey. Hann tók ungur
að árum þátt í að flytja skreið til
Nígeríu og glöggt auga og hand-
lagni fleyttu honum upp í báts-
mannsstöðu. Síðar aflaði hann sér
einkaflugmanns- og fullra vél-
stjórnarréttinda og bætti við námi
í rafmagnsfræði. Sem farsæll
starfandi yfirvélstjóri til langs
tíma er m.a. hugstætt þegar vél-
arbilun varð á Faxaflóa og hann
endurtengdi rafala aðalvélarinnar
og notaði sem rafmótor og komst
með hjálp ljósavélanna upp að
bryggju í Hafnarfirði. Enn frem-
ur gerðist það í haugasjó á
flæmska hattinum, eftir nokkurra
daga veiðar, að aðalvélin drap á
sér og erlendir samstarfsmenn
lögðust með írafári yfir teikning-
ar, en Bergur leitaði í innhverfa
íhugun yfir kaffibolla og vindli
uppi í matsal. Eitt af því sem
skaut upp kollinum var að í síð-
ustu innilegu höfðu verið gerðar
lagfæringar á ljósavél. Hann brá
nú á það ráð að breyta þar teng-
ingum og endurræsa aðalvélina,
sem útlendingunum í írafárinu til
mikillar furðu datt í gang og mal-
aði eins og köttur.
Bergur eignaðist snemma hlut
í seglskútu og steypti úr plasti
aðra með félögum sínum. Með
flutningaskipi fékk Bergur skút-
una til Akureyrar en á öðru ári
sigldum við austur um land og
suður, þó Bergur skildi við hópinn
í Mjóafirði vegna anna í raf-
magnsfræðiprófum:
Glóir flói, glitrar sytra,
geislar roða skýjavoð.
Hálu sálartetrin titra,
töfrum böðuð líður gnoð.
Seinna, í byrleysi upp úr óttu á
Patreksfjarðarflóa varð vélin
eldsneytisolíulaus, en Bergur sat
ekki lengi iðjulaus heldur dró
fram afgangs slönguefni og fitt-
ings og með rafhlöðuborvél náði
hann að dæla upp olíu úr aflögð-
um plasttrefjatanki og sigta í
gegnum grisju, sem fleytti okkur
til Bíldudals og á slóðir Gísla
Súrssonar:
Lipur skútan leikur sér
og létt er yfir hópnum,
er Blakkur loks að baki er
og blámar fyrir Kópnum.
Þegar Bergur og Jóhanna
gengu með gönguhópnum sínum
um Furufjörð og nágrenni, sigldu
félagar hans til móts við þau á
slóðir Fjalla-Eyvindar og Höllu,
en til að bregðast við aðsteðjandi
tímahraki kom allur hópurinn,
flestir skólastjórar, um borð með
allt sitt hafurtask og meðan Jó-
hanna bakaði pönnukökur, var
siglt úr Furufirði að Dynjanda í
Leirufirði:
Gleðjast má við gítarslátt,
gneistar fjörubálið.
Yljar söngur, brimið brátt
baðar fjörukálið.
Ennfremur átti Bergur nokkr-
ar ógleymanlegar ferðir með
Dynjandadýrunum um hálendi
Íslands og þó að írskir slagarar
séu eftirminnilegir, er Tumma-
kukka það einnig og rétt að slá
botninn hér í með vísu úr henni,
sem við Bergur sungum oft:
Brunahanahatturinn,
hatturinn, hatturinn,
brunahanahatturinn
... hann er horfinn.
Guð blessi þig og minningu
þína, kærar þakkir fyrir sam-
fylgdina, æðruleysið og þína léttu
lund á hverju sem hefur dunið og
takk fyrir að hafa verið til.
Jón Guðni Arason.
Bergur
Bergsson
Elsku amma.
Að kveðja þig
var erfitt, en þú varst umvafin
fjölskyldu þinni, eins og þér
fannst alltaf best. Ég veit að
núna líður þér vel og fylgist með
okkur. Það er svo margt sem
kemur upp í hugann þegar ég
Bjarnheiður Stef-
anía Þórarinsdóttir
✝ BjarnheiðurStefanía Þór-
arinsdóttir fæddist
11. október 1923.
Hún lést 15. nóvem-
ber 2018.
Útför Bjarn-
heiðar Stefaníu fór
fram 28. nóvember
2018.
hugsa til baka. Við
áttum svo góðan
tíma saman sem ég
verð alltaf svo
óendanlega þakklát
fyrir. Ég vildi
hvergi annars stað-
ar vera en úti í
Hvammi hjá þér og
Bjarti frænda. Þar
leið mér svo vel og
hafði alltaf nóg fyr-
ir stafni. Við bröll-
uðum margt saman og þú
kenndir mér svo margt, elsku
amma mín, sem ég bý að alla tíð.
Ég var bara þriggja ára göm-
ul þegar ég fór fyrst til ykkar.
Þá bjuggum við fjölskyldan í
Garðabæ, en vorum að flytja
austur. Þið komuð í heimsókn og
ég vildi endilega fara með ykkur
austur. Það var samþykkt og
gekk ferðin og dvölin í Hvammi
vel. Eftir þetta var ég hjá ykkur
á sumrin og flestar helgar. Alltaf
var ég velkomin og alltaf varst
þú jafn yndisleg og þolinmóð.
Þér fannst það stundum skrítið
að ég vildi frekar vilja koma í
sveitina um helgar en að vera
með jafnöldrum mínum en fyrir
mér var það bara eðlilegt, mér
fannst miklu skemmtilegra í
Hvammi, eitthvað að bralla með
ömmu minni.
Síðasta sumarið okkar saman
í Hvammi var árið sem þú
varðst 90 ára, þá var þrek þitt
farið að minnka og stuttu eftir
að ég fór í skólann veiktist þú og
fórst að Uppsölum á Fáskrúðs-
firði. Alltaf fannst þér samt best
í Hvamminum og varst svo glöð
að komast þangað í heimsókn
öðru hvoru. Þú varst líka svo
glöð að fá fólkið þitt í heimsókn
og fá fréttir. Ég heimsótti þig
síðast stuttu fyrir 95 ára afmæl-
ið þitt í haust. Þá áttum við
ljúfa, yndislega stund saman.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei
nægjanlega þakkað?
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýstir frá þér.
(Sigga Dúa)
Elsku amma mín, takk fyrir
allt, þú verður ætíð í hjarta
mínu.
Þín
Kristín Harpa.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
ættmóðir,
SVANFRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR
frá Arnórsstöðum á Jökuldal,
lést föstudaginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 30. janúar klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Sólveig B. Eyjólfsdóttir Sigurður E. Þorkelsson
Steinarr Höskuldsson
Helga K. Eyjólfsdóttir Sigurður V. Bjarnason
Guðrún S. Eyjólfsdóttir Helgi Þórsson
Guðmundur Þ. Eyjólfsson Díana J. Svavarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur þeirra
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
MATTHÍAS KJELD
læknir, Dalsbyggð 19,
varð bráðkvaddur á bráðamóttökudeild
Landspítalans 16. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 29. janúar klukkan 13.
Marcella Iñiguez
Matthías Kjeld Alfreð Kjeld
Alexandra Kjeld Sveinn Ingi Reynisson
Símon Reynir Sveinsson
Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGVELDUR TEITSDÓTTIR,
Fagraþingi 6, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 17. janúar.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
miðvikudaginn 30. janúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Gunnar Torfason
Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir Jónas Karl Þorvaldsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Teitur Gunnarsson Jana Kristín Alexandersdóttir
Birta Líf, Gunnar Aron, Tinna Líf,
Arnar Breki, Tara Dögg og Róbert Ingi
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hafbliki, Grenivík,
verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju
fimmtudaginn 31. janúar klukkan 14.
Margrét Rós Jóhannesdóttir
Guðjón Aðalbjörn
Jóhannsson
Elísabet Ragnarsdóttir
Aðalheiður Jóhannsdóttir Birgir Pétursson
Björgólfur Jóhannsson Málfríður Pálsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir Valur Friðvinsson
Oddný Jóhannsdóttir Arnþór Pétursson
Kristrún Aðalbjörg
Guðjónsd.
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÚLÍUS SNORRASON,
fyrrum framkvæmdastjóri,
Goðabraut 19,
Dalvík,
lést á Lyfjadeild SAK þann 20. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 1.
febrúar kl. 14. Starfsfólk blóðmeinadeildar LHS við Hringbraut,
Lyfjadeildar SAK og Heimahjúkrunar á Dalvík fær sérstakar
þakkir fyrir alúðlega umönnun.
Anna Jóna Júlíusdóttir Björn Sigurðsson
Kristín Júlíusdóttir
Árni A. Júlíusson Freygerður Snorradóttir
Jónína A. Júlíusdóttir Hannes Ársælsson
Ingigerður S. Júlíusdóttir
afa- og langafabörn