Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er að mörgu að hyggja þegar
samningar eru gerðir. Líttu á björtu hlið-
arnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert undir miklu álagi og kannt illa
að verja þig. Gættu þess bara að ganga
ekki of langt og brjóta á öðrum. Stutt frí
getur gert kraftaverk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er mikil hætta á óhöppum
og hvers kyns misskilningi þessa dagana.
Þú hefur verið upptekin/n síðustu vikur og
látið vinina sitja á hakanum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Lærðu að greina á milli þess sem
þú þarfnast og þess sem þú getur verið
án. Njóttu þess að vera samvistum við þá
sem þú elskar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefstu ekki upp á því að leggja góð-
um málstað lið þótt leiðin sé þyrnum stráð
og þér finnist lítið miða áfram. Láttu eng-
an draga úr þér kjark.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það vefst eitthvað fyrir þér að taka
ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli.
Feimni er ekki vænleg til árangurs í ásta-
málum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Segðu hug þinn og það mun koma
þér á óvart hversu margir eru sammála
þér. Peningar streyma að þér úr öllum átt-
um.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Áætlanir þínar um ferðalög og
framhaldsnám líta ekki vel út í dag. Sestu
niður og ræddu við þá sem reynsluna
hafa. Þú færð skemmtilegt símtal.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú reynir að halda huganum
opnum, en getur samt ekki neytt þig til að
samþykkja allt sem þú verður vitni að.
Ekki leyfa gremjunni að krauma innra með
þér. Hún fer verst með þig sjálfa/n.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur lagt hart að þér og átt
nú skilið að lyfta þér aðeins upp og njóta
þín. Þegar þú veist ekki hvaðan á þig
stendur veðrið er allt í lagi að taka sér
tíma til að hugsa hlutina.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þið ættuð að breyta eitthvað til
í dag því fátt er jafnniðurdrepandi og að
hjakka alltaf í sama farinu. Þráðurinn er
eitthvað stuttur í einhverjum nálægt þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Góður vinur getur veitt þér mikil-
vægan stuðning í dag. Forðastu að taka
mikilvægar ákvarðanir og farðu varlega í
samskiptum við börn.
Kjaraviðræður sem nú standa yfirsnúast öðru fremur um stóru
breyturnar í hagkerfinu og hvort
svigrúm sé til þess að launþegar fái
ofurlítið stærri sneið af þjóðarkök-
unni, en þegar henni var síðast skipt.
Þetta má kalla söguna endalausu; sú
skipting á gæðum samfélagsins sem
sæmileg sátt getur skapast um er
endalaust viðfangsefni. En fleira er
matur en feitt kjöt, eins og stundum
er sagt. Þótt mikilvægt sé að tryggja
almenningi sem flestar krónur í
launaumslagið má auka lífsgæðin
með ýmsu öðru móti og til þess að
gera einföldum aðgerðum. Ætla
verður hins vegar að slík mál hrein-
lega gleymist þegar kemur að því að
loka stóru samningum sem snerta líf
hvers einasta mannsbarns.
x x x
Oft hefur verið sagt að frí áfimmtudegi að vori, það er á
sumardaginn fyrst og uppstigningar-
dag, sé skynsamlegt að færa að
helginni; svo útkoman verði góð
þriggja daga fríhelgi. Margvíslegt
óhagræði leiði af því að þorri vinn-
andi fólks taki sér hlé frá störfum
einn virkan dag. Ræðir þar um daga
sem áður fyrr höfðu sennilega meira
vægi en nú í íslensku samfélagi, sem
hefur breyst afar hratt á undan-
förnum árum. Sannarlega er virð-
ingarvert að fagna sumri og upprisu
frelsarans, með vísan til tveggja fyrr-
nefndra daga, en líka alveg frábært
að lengja helgarnar svo úr verði
gæðastundir fjölskyldna sem geta
gert eitthvað skemmtilegt saman á
vordögum.
x x x
Átak í húsnæðismálum sem er inn-legg stjórnvalda í kjaraviðræð-
urnar og var kynnt í síðustu viku er
sömuleiðis stórgott. Tillögur sem fyr-
ir liggja hafa fengið góðar viðtökur,
þó að útfærslur og framkvæmd séu
eftir. En gott og vel; að mati Víkverja
er fráleitt að húsnæðisbasl Íslend-
inga sé lögmál. Í ævisögum margra
kynslóða eru hrakfallasögur af kjall-
araholum, naglhreinsun, verðtrygg-
ingardraugum og leiguokri áberandi
og eru gjarnan efni í 3-4 kafla sög-
unnar. Heilbrigðara ástand í hús-
næðismálum gæti skapað nýja bók-
menntahefð. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn
kross og fylgir mér getur ekki verið
lærisveinn minn.“
(Lúk: 14.27)
Við notum ekki MSG í súpuna okkar.
Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.
Súpan er fullelduð og aðeins
þarf að hita hana upp
Sigmundur Benediktsson yrkir áLeir og kallar „Andavanda“:
Andinn skoppar sæll með sig,
síst hann teppir þvaður,
ennþá hoppar upp um mig
eins og seppi glaður.
Stundum grettinn göslast stig,
gerir spottið dapurt.
Ýmist glettinn opnar sig
eða glottir napurt.
Ingólfur Ómar var með á nót-
unum:
Frjór að vanda kveða kann
kvæðagand ei hemur.
Þegar andinn yfir hann
eins og fjandinn kemur.
Sigmundur tók þessu vel og sagð-
ist reyna að beisla andann, hvaðan
sem hann blési!
Gjóstur veðra garra æsir
græðispínu ræðari.
Ef úr neðra andinn fnæsir
er hann sínu skæðari.
Og áfram hélt hann:
Óður lagast ekki minn
andans jagast fleyið.
Engan hagvöxt eflast finn
ellin plagar greyi
Fía á Sandi taldi að það ætti við
um fleiri og setti „Æfina“ á Leirinn:
Æfin líði alltof fljótt
það er á hreinu
Tíminn drepur dag og nótt
dálítið í einu.
Þó hreystin væri sjálfsagt sönn
sem í arf við fengum.
Alla nagar tímans tönn
tíminn gleymir engum.
Um ýmislegt má yrkja grín
ef eitthvað skeður
Best að yrkja um brennivín
því brennivínið gleður.
Ýmsa steypu yrki ég
ógn er vísna sjórinn.
Óðar en ég andann dreg
allur klárast bjórinn.
Ég fékk góðar vísur sendar eftir
MH, Hvolsvelli. Fyrst er „Um
brjóstvörn Seðlabankans“:
Í bankanum ekki svo kynlegt að
kraumi,
í konum sá hluti af menningarstraumi.
Því berlega synd,
eru brjóstin á mynd.
Svo framvegis skulu þau skoðuð í
laumi.
Síðan er „Þorrahugur“:
Veganistar vilja gras
og venjast fæði þunnu.
Aðrir fá sér gott í glas
og gallsúrt uppúr tunnu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Andleysi eða andagift
„meÐ ÞESSARI FRAMVINDU MUNTU
ALDREI FLYTJA ERINDI Á TED TALK.”
„ég HELD AÐ „óstaÐsettur í hús” sé
ekki áhrifaríkt í lánaumsókn.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... kryddið í tilveruna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„þú þarft aÐ BRENNA HITA-
EININGUM TIL ÞESS AÐ LÉTTAST”
AÐ LIGGJA
BRENNIR NÚLL
EININGUM!
„AÐ GANGA EINN KÍLÓMETRA
BRENNIR 100 HITAEININGUM. SUND
BRENNIR 500 Á KLUKKUSTUND”
HVERU MÖRGUM
BRENNI ÉG VIÐ
AÐ SLÁ ÞIG MEÐ
MEGRUNAR-
BÓKINNI?
AFGREIÐSLUMAÐURINN Á MARKAÐNUM
SETTI ÓVART AUKAMAT Í KÖRFUNA
HJÁ MÉR!
SAGÐIRÐU
EKKI
EITTHVAÐ?
AÐ SJÁLFSÖGÐU! OG
ÉG SKILAÐI HONUM
MATNUM UMSVIFALAUST!
EN VIRÐINGARVERT! ÉG ER
STOLT AF ÞÉR HRÓLFUR!
EKKI SÉNS AÐ
ÉG KOMI HEIM MEÐ NÆPUR!