Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 3 VERSLUNARSTJÓRI Málningarverslun Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk. RÁÐUM EHF • Ármúla 4-6, 108 Reykjavík • Sími 519 6770 • radum@radum.is Nánari upplýsingar um starfið veita Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum, agla@radum.is og Vigfús Gunnar Gíslason hjá Flügger í síma 892 4452. Flügger sem verslar með iðnaðarmannavöru og þjónustar viðskiptavini varðandi ráðgjöf og vörukaup óskar eftir að ráða verslunarstjóra í aðalverslun sína á Stórhöfða 44 í Reykjavík. Starfið felur í sér daglegan rekstur verslunarinnar, en í því felst m.a. innkaup og pantanir, uppgjör, mannaforráð og annað sem tilheyrir starfinu. Leitað er að ábyrgðarfullum aðila sem hefur brennandi áhuga á að ná árangri, er með gott tengslanet, rekstrarþekkingu, reynslu af innkaupum, reynslu af mannaforráðum og mikla hæfni í samskiptum. Reynsla af verslunarrekstri er kostur. Flügger á Íslandi rekur 6 verslanir víðs vegar um landið en höfuðstöðvarnar eru í Danmörku og eru verslanir Flügger rúmlega 550. Verslanirnar eru staðsettar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi, Íslandi og í Kína. Flügger byggir afkomu sína á sölu til fagmanna. Hjá Flügger starfa málarar auk annarra starfsmanna sem koma að þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Umsækjendur eru vinsam legast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is RAFMAGNAÐUR VINNUSTAÐUR Við erum að leita að frábæru fólki til að vinna með okkur í aðfangakeðju Landsnets. Um er að ræða tvö störf á fjármálasviði sem gefur áhugasömum einstaklingum tækifæri til þess að vaxa í starfi og auka hagkvæmni í rekstri okkar. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við vinnum fyrir þig Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi. Starfsmaður á lager Starfs- og ábyrgðarsvið • Móttaka og afhending á vörum • Skráning í birgðakerfi • Talningar • Umsjón með umgengni lagersvæða • Umsjón með tækjum lagers og útlánum. • Móttaka spilliefna Menntunar- og hæfniskröfur • Haldbær reynsla af lagerstörfum • Iðnnám kostur • Þekking á rafmagnsvörum kostur • Lyftara- og meirapróf er kostur Sérfræðingur í innkaupum Starfs- og ábyrgðarsvið • Umsjón með innkaupum undir viðmiðunarfjárhæðum opinberra innkaupa og samskipti við birgja • Umsjón með rafrænu útboðskerfi Landsnets • Umsjón með innkaupakerfi Landsnets • Umsjón með gæðaferlum innkaupa • Þátttaka í framkvæmdaútboðum • Innkaupagreiningar, tölfræði og mælingar • Gerð samninga, samningsstjórnun og kostnaðareftirlit Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af innkaupum • Þekking á gæðakerfum er kostur • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þjónustulund • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta         !  "#$ !%&

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.