Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Viltu búa í öflugu sveitarfélagi í nágrenni við náttúruperlur? Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð Langanesbyggðar á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni. Hlutverk forstöðumanns þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar: • Stýrir og ber ábyrgð á starfi þjónustumiðstöðvar og mannahaldi • Hefur yfirumsjón með verklegum framkvæmdum í sveitarfélaginu • Undirbýr fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir stofnunarinnar • Gerir tillögu að verkefnum, forgangsröðun og gerir kostnaðaráætlanir • Er yfirmaður húseigna sveitarfélagsins • Hefur umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins • Önnur störf svo sem verkstjórn á vinnusvæðum og útivinna Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði mannvirkjagerðar æskileg • Góð þekking á undirbúningi verkefna og eftirfylgni • Skipulagsfærni og færni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli • Góð þekking á forritum svo sem EXCEL, WORD og Navision • Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta Nánari upplýsingar veitir: Elías Pétursson, sveitarstjóri S: 468 1220 og 892 0989 - elias@langanesbyggd.is Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2019, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Umsókn um starfið skal senda í netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is og skal henni fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðarmögu- leika. Í Langanesbyggð eru tveir byggðar- kjarna; Þórshöfn og Bakkafjörður. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskyldu- vænu umhverfi en í sveitarfélaginu öllu eru tæplega 500 íbúar. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta. Á staðnum er góður grunnskóli, leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf, s.s. leikfélag, kirkjukór, öflugt ungmennafélag, björgunar- sveit, kvenfélag o.m.fl. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í sveitarfélaginu eru margar helstu náttúru- perlur landsins og ótal spennandi útivistar- möguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og tækifæri til stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Reynsla af starfi í leikskóla kopavogur.is Lækur er sex deilda leikskóli. Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum. Lækur er vináttuleikskóli sem vinnur með Blæ-vináttuverkefni í samvinnu við Barnaheill. Allar deildir vinna með námsefnið Lubbi finnur málbein. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, virðing og hlýja. Ráðningartími og starfshlutfall Starfið er laust nú þegar. Starfshlutfall er 100% Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Reynsla af starfi í leikskóla · Reynsla af stjórnun æskileg · Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni · Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum · Gott vald á íslenskri tungu · Góð tölvukunnátta Nánari upplýsingar Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda leikskóla en starfslýsingar má finna á http://ki.is Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita: Kristín Laufey Guðjónsdóttir leikskólastjóri, kristinlaufey@kopavogur.is sími 441 5900 / 840 2685 Guðrún Bjarnadóttir leikskólaráðgjafi, gudrunb@kopavogur.is sími 441 0000 / 860 9166 Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Aðstoðarleikskólastjóri í Læk www.hagvangur.is Ný tækifæri, nýjar áskoranir! Fasteignaverð á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018 sem er minnsta hækkun frá árinu 2011. Það er mikil breyting frá árinu 2017 þegar verð hækkaði um 18,9%. Verð á fjölbýliseignum hækkaði um 5,4% milli 2017 og 2018 og verð á sérbýli hækkaði um 7,9%. Verðhækkanir urðu mestar á seinni hluta ársins. Þetta kemur fram í pistli á Hagsjá Landsbanka Íslands. Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á síðasta ári en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt og raunar skriðið að- eins upp á við. Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur aldrei verið hærra en var í nóv- ember síðastliðnum. Hæst fór raunverðið í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og síðan hefur það hækkað um 8,7%. Verulega hefur hægt á árs- hækkun raunverðs síðustu mánuði. Þannig var raunverð fasteigna nú í desember um 3,1% hærra en í desember 2017. „Hækkun fasteignaverðs milli áranna 2017 og 2018 um 6,2% er sú minnsta allt frá árinu 2010 þegar verðið lækkaði um 3,8% milli ára,“ segir Landsbankinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðholt Fasteignamarkaðurinn leitar nú til jafnvægis. Litlar hækkanir  Fasteignamarkaður hægir á sér  Raunverðið er stöðugt Undirritaður var í gær, föstu- dag, samningur á milli Skóg- ræktarinnar og Vatnajökuls- þjóðgarðs um umsjón Ás- byrgis í Kelduhverfi. Samkvæmt samningnum mun formleg umsjón jarðarinnar allrar og mannvirkja á henni færast frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs. Þess- ar tvær stofnanir munu engu að síður áfram eiga með sér samstarf um innri hluta Ás- byrgis og land norðan þjóð- vegar. Jörðin Ásbyrgi, eða Byrgi eins og hún hét áður, á sér at- hyglisverða sögu. Lengi vel var hún eign Ásverja og hluti af Ási, en síðar meir sjálfstæð bújörð. Árið 1907 komst Ás- byrgi í eigu athafnamannsins og stórskáldsins Einars Benediktssonar, ásamt jörð- inni Ási. Talið er að með kaupunum hafi hann viljað tryggja sér vatnsréttindi í Jökulsá á Fjöllum, en þó voru engin slík réttindi sem fylgdu Ásbyrgi. Einar seldi jarðirnar haustið 1923 og þremur árum síðar komst Ásbyrgi í eigu Kelduneshrepps. Hreppurinn seldi jörðina til ríkissjóðs árið 1928 og var hún upp frá því í umsjá Skógræktar ríkisins, segir í frétt frá Vatnajökuls- þjóðgarði. Þjóðgarðurinn í Jökuls- árgljúfrum var stofnaður 1973. Ásbyrgi var þá utan þjóðgarðs, en varð hluti af honum árið 1978 með sam- vinnusamningi milli þáver- andi Náttúruverndarráðs og Skógræktar ríkisins. Hélst sá samningur óbreyttur er Þjóð- garðurinn í Jökulsárgljúfrum færðist undir Vatnajökuls- þjóðgarð árið 2008. Unnið að deiliskipulagi Samningurinn sem undir- ritaður var í dag mun ekki hafa í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó- nokkurn tíma, skv. tilkynn- ingu. sbs@mbl.is Undirritun Frá vinstri Magnús Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri. Semja um Ásbyrgi  Vatnajökulsþjóðgarður tekur við af Skógrækt  Einfaldað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásbyrgi Eyjan er fögur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.